Stórhættulegir vegir og fólk búið að fá nóg

Bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar kallar eftir aukafjárveitingum fyrir neyðaviðgerðir á ýmsum stofnvegum …
Bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar kallar eftir aukafjárveitingum fyrir neyðaviðgerðir á ýmsum stofnvegum á Vesturlandi. Ljósmynd/Tómas Freyr Kirstjánsson.

„Við bara get­um ekki sætt okk­ur við það að vera með ástand veg­anna þannig að fólki stafi hætta af þeim,“ seg­ir Björg Ágústs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Grund­ar­fjarðarbæj­ar. Bæj­ar­stjórn bæj­ar­ins hef­ur lýst yfir þung­um áhyggj­um vegna síversn­andi og hættu­legs ástands þjóðvega á Snæ­fellsnesi og að Borg­ar­nesi.

Þá kall­ar Björg eft­ir að Alþingi samþykki neyðarfjárveit­ing­ar á þessu ári svo að verstu kafl­ar veg­anna verði lagaðir.

Fer bara i hringi

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Björg bæj­ar­stjórn Grund­ar­fjarðar hafa ályktað oft vegna ástands veg­anna en einnig hafi það verið gert sam­eig­in­lega með sveit­ar­fé­lög­um á Vest­ur­landi og á Snæ­fellsnesi.

„Við erum búin að vera að ham­ast í þessu svo lengi og þetta fer ein­hvern veg­inn hring eft­ir hring eft­ir hring.“

Sam­göngu­áætlun fyrri rík­is­stjórn­ar var lögð fram um mitt árið 2023 og gerði ráð fyr­ir farið yrði í fram­kvæmd­ir á veg­un­um 2024. Áætl­un­in hlaut hins veg­ar ekki fram­gang í þing­inu og með stjórn­arslit­um, kosn­ing­um og nýju fólki seg­ir Björg enn einn hring­inn vera að byrja þar sem sam­göngu­áætlun­in verði ekki tek­in fyr­ir á þingi fyrr en í haust.

„Það þýðir það að ef allt geng­ur vel á haustþingi þá hefst fram­kvæmdaráætl­un árið 2026.“

Bæjarstjórinn segir ástandið á vegum vera enn verra en í …
Bæj­ar­stjór­inn seg­ir ástandið á veg­um vera enn verra en í fyrra. Ljós­mynd/​Tóm­as Freyr Kristjáns­son

Litl­ar fjár­veit­ing­ar til Vest­ur­lands

Seg­ir Björg að þó að því fylgi mikið kval­ræði að þingið virðist ekki geta klárað sam­göngu­áætlun­ina og sett stefnu um hvernig eigi að út­hluta fjár­mun­um sé hún, ligg­ur við, hálf­feg­in. Bend­ir hún á að annað sem bæj­ar­fé­lagið hafi einnig bent á sé hvað Vest­ur­land fái litl­ar fjár­veit­ing­ar til stofn­vega miðað við önn­ur svæði lands­ins.

Í Face­book-færslu Bjarg­ar, sem finna má neðst í frétt­inni, bend­ir hún á að Vest­ur­land fái aðeins 700 millj­ón­ir í fjár­veit­ing­ar sam­kvæmt áætl­un­inni af rúm­um 44 millj­örðum. Þess ber að geta að gert er ráð fyr­ir að Suður­land hljóti 18,8 millj­arða. Einnig má benda á að af þess­um 44 millj­örðum eru fjár­veit­ing­ar til höfuðborg­ar­svæðis­ins og Reykja­ness ekki tald­ar með.

Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.
Björg Ágústs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Grund­ar­fjarðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Bíl­ar verði óöku­fær­ir á veg­un­um

Seg­ir Björg veg­ina stór­hættu­lega og að fólk verði fyr­ir fjár­hagstjóni við að keyra þá. Dæmi séu um að fólk þurfi að láta sækja sig vegna þess að bíl­ar þess verði óöku­fær­ir á veg­un­um.

Hef­ur það þau áhrif að sum­ir ein­fald­lega treysta sér ekki leng­ur til að keyra veg­ina og eru því dæmi um að lækn­is­ferðum hafi verið frestað.

„Við erum bara gjör­sam­lega búin að fá nóg,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Hræðilegt í fyrra og enn verra núna

Hún seg­ist hafa lagt til að Vest­ur­land hljóti neyðarfjárveit­ingu á þessu ári til þess að laga veg­ina, að minnsta kosti þá verstu. Hún seg­ir ekk­ert benda til að ástandið muni batna á þessu ári.

„Þetta var hræðilegt í fyrra og þetta er enn þá verra núna og við erum svona kort­eri frá því að þess­ir veg­ir verði dæmd­ir ófær­ir.“

Hún kall­ar ástandið dæmi­gert vorástand. Um sé að ræða frost­skemmd­ir, frost­lyft­ing­ar, brotna veg­kanta og veikt und­ir­lag auk bik­blæðinga, sem hún seg­ir vera óvenjuslæm­ar í ár.

„Og það er al­veg at­hug­un­ar­efni af hverju það er að ger­ast.“

Dæmi eru um að bílar verði óökufærir á vegunum og …
Dæmi eru um að bíl­ar verði óöku­fær­ir á veg­un­um og fólk þurfi að láta sækja sig. Ljós­mynd/​Tóm­as Freyr Kristjáns­son.

Miklu al­var­lega en fólk ger­ir sér grein fyr­ir

Þá seg­ir Björg að þeim starfs­mönn­um Vega­gerðar­inn­ar, sem fá það verk­efni að laga veg­ina, sé í raun vorkunn.

„Vegna þess að þeir hafa úr ákveðnu fjár­magni að spila og það er ekki ákveðið af þeim sem þurfa svo að standa í þess­um fram­kvæmd­um hér á okk­ar svæði. En þeir þurfa ein­hvern veg­inn að láta þetta passa og það er bara ekki meira til. Þá þarftu að vera með ein­hverj­ar handa­bakaaðferðir til að gera við þessa vegi og setja ofan í hol­ur vit­andi það að þetta muni ekki halda vegna þess að und­ir­lagið er svo veikt,“ seg­ir Björg og held­ur áfram.

„Á mjög mörg­um köfl­um er viðhaldið búið að vera svo van­rækt að veg­irn­ir eru orðnir ónýt­ir. Þetta finnst mér svo slæm meðferð á fjár­mun­um, á eig­um rík­is­ins og á eign­um lands­manna. Við vilj­um vekja at­hygli á því að þetta er miklu al­var­legra held­ur en fólk ger­ir sér grein fyr­ir.“

Fundað með ráðherra og er­indi sent til Sam­göngu­stofu

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi funduðu á miðviku­dag­inn með Eyj­ólfi Ármanns­syni, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, þar sem farið var yfir ástandið og áhersl­ur.

Einnig hef­ur bæj­ar­stjór­inn sent er­indi til Sam­göngu­stofu þar sem óskað er eft­ir áliti á því hvort kröf­um um ör­yggi sam­göngu­mann­virkja sé full­nægt á þjóðveg­um 54 og 56, Vatna­leið á Snæ­fellsnesi, á norðan- og sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi, og að Borg­ar­nesi.

Ljós­mynd úr safni íbúa á Snæ­fellsnesi

Áhætta á stór­slys­um

Hún seg­ir að bæj­ar­fé­lagið muni nú reyna að nýta tím­ann vel á næst­unni til að halda sam­tal­inu áfram og beita sér af fullu afli til að vekja at­hygli á mál­inu.

Hún ít­rek­ar að lok­um að samþykkja verði auka­fjár­veit­ing­ar í neyðarviðgerðir á veg­un­um. Mikið sé í húfi.

„Þingið verður að samþykkja auka­fjár­veit­ing­ar í neyðarviðgerðir á þess­um veg­um eig­um við ekki að lokast hér inni og eigi ekki að verða hér stór­slys.“

Hér að neðan má sjá Face­book-færslu Bjarg­ar og einnig Grund­ar­fjarðarbæj­ar þar sem sjá má mynd­ir af ýms­um veg­um Vest­ur­lands.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert