Börn vistuð í fangaklefum: „Algjörlega óboðlegt“

Umboðsmaður barna segir aðstöðuna í Flatarhrauni óviðunandi fyrir börn.
Umboðsmaður barna segir aðstöðuna í Flatarhrauni óviðunandi fyrir börn. Samsett mynd

Börn allt niður í 13 ára eru neyðar­vistuð við óboðleg­ar aðstæður á lög­reglu­stöðinni í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði, að mati umboðsmanns barna. Dæmi eru um að börn­in séu vistuð í fanga­klef­um í tvo sól­ar­hringa, þar sem þau sofa á þunn­um plast­dýn­um með teppi.

„Við erum búin að skoða þetta og þetta er al­gjör­lega óboðlegt. Þetta eru bara fanga­klef­ar, það eru ekki sæng­ur og kodd­ar þarna eða um­bú­in rúm, þetta eru bara klef­ar,“ seg­ir Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna, í sam­tali við mbl.is.

Neyðar­vist­un barna hef­ur farið fram á lög­reglu­stöðinni frá því í októ­ber síðastliðnum, eða í kjöl­far þess að álma fyr­ir neyðar­vist­un á meðferðar­heim­il­inu Stuðlum, gjör­eyðilagðist í bruna.

„Þetta hef­ur verið gert í gegn­um tíðina í ein­staka til­fell­um, en við höf­um alltaf mót­mælt því. Nú er þetta orðið eitt­hvað sem er gert meðvitað. Stund­um hef­ur þetta verið gert í neyð af lög­regl­unni og við höf­um verið ósátt við það,“ seg­ir Sal­vör.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, vill að tafarlaust verði hætt að …
Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna, vill að taf­ar­laust verði hætt að vista börn á lög­reglu­stöðinni í Flata­hrauni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Umboðsmaður Alþing­is með málið til skoðunar

Það vakti tölu­verða at­hygli þegar Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi barna- og mennta­málaráðherra, greindi frá því í sam­tali við mbl.is í lok októ­ber, að nýta ætti aðstöðu á lög­reglu­stöðunni und­ir neyðar­vist­un. Sagði hann að verið væri að und­ir­búa rýmið svo hægt væri að taka þar á móti börn­um og ung­ling­um. 

Umboðsmaður barna gagn­rýndi strax þessa ráðstöf­un og þann 12. nóv­em­ber sendi hún bréf til ráðherra, þar sem meðal ann­ars kom fram að aðstæður á lög­reglu­stöðinni væru með öllu óviðun­andi fyr­ir börn.

Þá kom Afstaða, fé­lag fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, þeirri ábend­ingu á fram­færi við umboðsmann Alþing­is, að fé­lagið teldi að um væri að ræða brot á samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi barna. Umboðsmaður og starfs­fólk OPCAT-teym­is tóku í kjöl­farið út aðstöðuna og er málið í at­hug­un hjá embætt­inu.

„Það má ekki vista börn í fanga­klef­um“

Umboðsmaður barna fékk svör frá barna- og mennta­málaráðuneyt­inu þann 9. des­em­ber, eða eft­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar, en þá hafði Ásmund­ur Ein­ar látið af embætti ráðherra. Í bréf­inu voru áhyggj­ur umboðsmanns af aðstöðunni hins veg­ar ekki ávarpaðar og í bréfi sem sent var til nýs ráðherra þann 3. fe­brú­ar síðastliðinn harm­ar umboðsmaður barna það skeyt­ing­ar­leysi. 

Þá átti Sal­vör fund með Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur, barna- og mennta­málaráðherra, í síðustu viku þar sem hún viðraði áhyggj­ur sín­ar af stöðu mála.

„Við rædd­um þessa stöðu við nýj­an ráðherra í síðustu viku og lögðum jafn­framt fram svar við bréfi ráðuneyt­is­ins og ít­rek­um að við séum al­gjör­lega mót­fall­in því að veriði sé að nota Flata­hraun. Það kom skýrt fram á fund­in­um,“ seg­ir Sal­vör.

„Við vilj­um að það sé hætt að vista börn þar strax. Það er al­gjör­lega óboðlegt að vera með börn þarna. Það má ekki vista börn í fanga­klef­um.“

Ný álma ekki til­bú­in fyrr en eft­ir ár

Eft­ir brun­ann á Stuðlum í októ­ber síðastliðnum, þar sem 17 ára pilt­ur lést og álma fyr­ir neyðar­vist­un gjör­eyðilagðist, var ákveðið að stúka af hluta af meðferðardeild­inni und­ir neyðar­vist­un. Sem fer því nú að hluta til fram á Stuðlum og að hluta til í Flata­hrauni.  

Í sam­tali við mbl.is fyrr í þess­um mánuði sagði Funi Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Barna- og fjöl­skyldu­stofu, að gert væri ráð fyr­ir að end­ur­bygg­ing álmu fyr­ir neyðar­vist­un á Stuðlum tæki rúmt ár. 

Fram­kvæmd­ir munu því vænt­an­lega standa yfir út árið 2025, en verið er að hanna rýmið upp á nýtt svo það þjóni starf­sem­inni bet­ur, að sögn Funa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert