Drengirnir valsa um í reiðileysi

Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla vegna ofbeldismála af ýmsum toga. …
Erfitt ástand er í Breiðholtsskóla vegna ofbeldismála af ýmsum toga. Því valda fimm 12 ára drengir. mbl.is/Karítas

Erfitt ástand er í Breiðholts­skóla nú um stund­ir og er ástæðan sú að fimm 12 ára gaml­ir dreng­ir beita aðra nem­end­ur ít­rekað of­beldi af ýms­um toga. Er hluti þeirra sagður vera frá Mið-Aust­ur­lönd­um, en einn af ís­lensku bergi brot­inn. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins.

Kvartað hef­ur verið yfir litl­um sem eng­um viðbrögðum frá skóla­yf­ir­völd­um í Reykja­vík vegna þessa, þrátt fyr­ir ít­rekuð klögu­mál vegna ástands­ins og nefna heim­ild­ar­menn að svo virðist sem reynt sé að verja kerfið með því að haf­ast lítt eða ekk­ert að vegna ástands­ins.

Hef­ur of­beldi drengj­anna verið kært til mennta­málaráðuneyt­is­ins, eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu.

„Brú­arsmiðir“ að störf­um

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Morg­un­blaðið hef­ur aflað sér eru fjór­ir af þess­um fimm­menn­ing­um sagðir af er­lendu bergi brotn­ir og a.m.k. tveir þeirra frá Mið-Aust­ur­lönd­um og ar­ab­ísku­mæl­andi. Sá fimmti er aft­ur á móti ís­lensk­ur. Í skóla­sam­fé­lag­inu eru þeir „brú­arsmiðir“ kallaðir sem hafa það verk­efni að koma á sam­bandi milli heim­il­is og skóla, en ætl­un­in var að fá tvo ar­ab­ísku­mæl­andi menn til að sinna því verk­efni.

Illa mun hafa gengið að fá for­eldr­ana frá Mið-Aust­ur­lönd­um til að eiga sam­skipti við skól­ann. Er ástæðan sögð sú, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, að karl­menn­irn­ir bera enga virðingu fyr­ir kon­um og þær mega ekki koma fram fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar gagn­vart skól­an­um. Þetta viðhorf smit­ast síðan yfir til drengj­anna sem virða þ.a.l. kon­ur að engu. Ekki bæt­ir úr skák að alla þeirra skóla­göngu hér á landi hef­ur kona verið kenn­ari þeirra. Drengj­un­um mun nú tíma­bundið vera haldið frá öðrum börn­um í skól­an­um.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert