Hópur drengja rændi 15 ára pilt

Strákurinn var rændur skammt frá Smáralind.
Strákurinn var rændur skammt frá Smáralind. Ljósmynd/Sindri Swan

Fimmtán ára pilt­ur var rænd­ur af sex manna hópi drengja skammt frá Smáralind í gær. 

Jó­hann Karl Þóris­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Pilt­ur­inn var á gangi með vini sín­um þegar hóp­ur drengja kem­ur upp að þeim og hót­ar þeim. Vin­ur pilts­ins náði að hlaupa á brott og hringja í lög­regl­una.

Hóp­ur­inn hótaði drengn­um of­beldi ef hann gæfi þeim ekki úlp­una sína. Dreng­ur­inn fór úr úlp­unni, en í henni voru einnig Airpods heyrn­ar­tól. 

Ekki er talið að tengsl séu á milli gerend­anna og þoland­ans. Gerend­urn­ir eru af er­lendu bergi brotn­ir. Jó­hann­es seg­ir málið vera í rann­sókn hjá lög­reglu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert