Er umbrotahrinunni lokið?

Þorvaldur Þórðarson prófessor stórefast um að það gjósi aftur.
Þorvaldur Þórðarson prófessor stórefast um að það gjósi aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­valdi Þórðar­syni, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði, sýn­ist meiri lík­ur vera á að um­brota­hrin­unni á Sund­hnúk­arein­inni sé að ljúka frek­ar en að hún haldi áfram.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Þor­vald­ur að landris virðist nú vera í lág­marki sem bendi þá til þess að inn­flæði kviku sé í lág­marki einnig.

„Þar af leiðandi eru svona ýmis teikn á lofti um að þetta sé farið að nálg­ast enda­lok­in,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Nefn­ir hann að sé horft til síðasta goss, og gengið út frá að landris og upp­söfnuð kvika þurfi að ná sömu hæðum og þá, stefni frek­ar í að gjósi um þarnæstu mánaðamót en þau næstu. „Ef það verður gos þá verður það ekki senni­lega fyrr en mánaðamót­in mars-apríl,“ seg­ir pró­fess­or­inn og bæt­ir við að lok­um:

„En ég stór­ef­ast um að það verði gos. Ég held að lík­urn­ar verði orðnar meiri á að það verði ekki gos en við get­um ekki úti­lokað það enn þá.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert