Fær að áfrýja til Landsréttar

Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal hérðasdóms í desember.
Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur í dómsal hérðasdóms í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steina Árna­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur sem var dæmd­ur fyr­ir að valda dauða sjúk­lings á geðdeild Land­spít­al­ans árið 2021, hef­ur fengið leyfi frá Lands­rétti að áfrýja dómn­um.

Þetta staðfest­ir Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lögmaður Steinu, við mbl.is. 

Steina var sak­felld í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir þátt sinn í dauða sjúk­lings í des­em­ber á síðasta ári en henni var þó ekki gerð refs­ing. Var það í annað sinn sem héraðsdóm­ur tók mál Steinu til meðferðar en hún var í fyrstu sýknuð þar sem héraðsdóm­ur taldi sannað að það hefði ekki verið ásetn­ing­ur henn­ar að verða sjúk­lingn­um að bana. 

Dóm­ur­inn var þó ómerkt­ur í Lands­rétti og var vísað aft­ur til meðferðar og dóms­álagn­ing­ar í héraðsdómi að nýju. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert