Grannþjóðir undrast árangur íslenskrar tollgæslu

Guðbjörn Guðbjörnsson er formaður Tollvarðafélags Íslands og telur tollgæsluna oftar …
Guðbjörn Guðbjörnsson er formaður Tollvarðafélags Íslands og telur tollgæsluna oftar en ekki bera skarðan hlut frá borði í harðnandi heimi skipulagðrar glæpastarfsemi og síaukins fíkniefnainnflutnings. mbl.is/Karítas

„Ég er al­gjör­lega sam­mála Agnesi Eide Krist­ín­ar­dótt­ur yf­ir­lög­regluþjóni um þá ógeðslegu hörku sem hlaup­in er í ís­lensk­an fíkni­efna­heim,“ seg­ir Guðbjörn Guðbjörns­son, formaður Toll­v­arðafé­lags Íslands, er mbl.is inn­ir hann álits á stöðu ís­lenskr­ar lög­gæslu, ekki síst toll­gæsl­unn­ar, í kjöl­far um­mæla yf­ir­lög­regluþjóns­ins hér á vefn­um á þriðju­dag­inn.

Agnes ræddi þá ný­lega þing­fest refsi­mál vegna fíkni­efnainn­flutn­ings þar sem krist­al­metam­feta­mín svo­kallað var áber­andi, en í öðru mál­anna er ákært fyr­ir inn­flutn­ing tæp­lega sex kíló­gramma af efn­inu sem er stærsta mál sem upp hef­ur komið á land­inu þegar þetta af­brigði am­feta­míns er ann­ars veg­ar.

Enn frem­ur ræddi yf­ir­lög­regluþjónn­inn inn­flutn­ing ópíóðalyfja sem und­an­far­in miss­eri hafa farið sem far­ald­ur um Vest­ur­lönd og var Agnes ómyrk í máli þegar hún kvað mála­flokk­inn óhugn­an­leg­an. „Þetta er steypt í töfl­ur sem fólk kannski held­ur að hafi verið fram­leidd­ar á for­svar­an­leg­an hátt í ein­hverri lyfja­verk­smiðju sem er bara alls ekki raun­in og það er hrika­legt,“ sagði Agnes.

Bend­ir Guðbjörn á að þótt yf­ir­lög­regluþjónn­inn ræði málið út frá sjón­ar­hóli lög­regl­unn­ar megi ekki gleyma ann­arri lög­gæslu­stétt í land­inu, toll­vörðum, út­vörðum Íslands gagn­vart þeim ógn­um er frá um­heim­in­um steðja og í lang­flest­um til­fell­um þeirri starfs­stétt lands­ins sem fyrst kem­ur með ein­hverj­um hætti að inn­flutt­um varn­ingi.

„Þarna er hvort tveggja um vöru­inn­flutn­ing að ræða og þann far­ang­ur sem er­lend­ir ferðamenn og ís­lensk­ir ferðalang­ar á leið heim úr ferðalög­um hafa með sér,“ seg­ir Guðbjörn og bend­ir á að þótt sú hlið, sem meg­inþorri al­menn­ings sér á toll­gæsl­unni, teng­ist toll­vörðum í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, sem leita að fíkni­efn­um og at­huga hvort „skammt­ur­inn“ af áfengi og tób­aki sé inn­an lög­regla marka, séu verk­efni toll­gæslu hvort tveggja fleiri og fjölþætt­ari.

„Ég ef­ast um að marg­ir þekki til dæm­is ná­kvæm­lega regl­ur um mat­væli sem ferðamenn hafa leyfi til að flytja með sér til lands­ins, á Evr­ópska efna­hags­svæðinu gilda regl­ur um magn þeirra lækn­is­lyfja sem ferðamenn mega hafa með sér og eins megi ekki gleyma því að lyf, svo sem sterk verkja- eða svefn­lyf, sem lög­leg eru í einu ríki séu það langt í frá alls staðar.

Heill hlébarði er meðal þeirra gripa sem norska tollgæslan hefur …
Heill hlé­b­arði er meðal þeirra gripa sem norska toll­gæsl­an hef­ur fundið og falla und­ir bann CITES-alþjóðasamn­ings­ins við versl­un með dýr í út­rým­ing­ar­hættu sem ís­lensk­ir toll­verðir þurfa að kunna góð skil á. Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stofn­un Nor­egs

Metár­ang­ur í bar­áttu við pen­ingaþvott

Fölsuð lyf krefj­ist einnig þekk­ing­ar og ár­vekni toll­gæslu seg­ir formaður­inn og vís­ar til orða Agnes­ar yf­ir­lög­regluþjóns um töfl­urn­ar sem marg­ir telji fram­leiðslu lög­legra fyr­ir­tækja í lyfjaiðnaði, en oft­ar en ekki reyn­ist bíl­skúrs­fram­leiðsla sem steypt er í töfl­ur og pakkað í sann­fær­andi álþynn­ur áður en þær eru seld­ar á svört­um markaði.

„Toll­gæsl­an hef­ur náð metár­angri í bar­átt­unni við pen­ingaþvott og hald­lagt stór­ar upp­hæðir í reiðufé á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem sam­starf við Úlfar [Lúðvíks­son] lög­reglu­stjóra [á Suður­nesj­um] og hans fólk hef­ur verið frá­bært,“ seg­ir Guðbjörn og nefn­ir fleiri mál, þar á meðal ný­leg stór fíkni­efna­mál þar sem komið hef­ur til kasta toll­gæslu.

„Eins er stór hluti þeirra flótta­manna, sem vísað er frá land­inu, fyrst stöðvaður í tolli og þeim svo vísað á brott ef svo ber und­ir. Þar hafa toll­gæsla og lög­regla átt sér frá­bært sam­starf sem ég verð að minn­ast hér á,“ seg­ir Guðbjörn og til­tek­ur í fram­hald­inu fjölda annarra mála hjá toll­gæslu sem ekki séu þó öll stór í sniðum.

„Þar nefni ég til dæm­is leit í pósti sem berst til lands­ins. Toll­gæsl­an á Kefla­vík­ur­flug­velli er með besta ár­ang­ur á Norður­lönd­un­um og nú er ég ekki að tala um miðað við höfðatölu eins og alltaf er gert, held­ur hrein­lega í magni hald­lagðra fíkni­efna.

Myndin er frá 2013 þegar embætti tollstjórans í Reykjavík var …
Mynd­in er frá 2013 þegar embætti toll­stjór­ans í Reykja­vík var enn við lýði. Inn­flutn­ing­ur ólög­legra vopna til lands­ins er sann­ar­lega enn við lýði nú tólf árum síðar. Ljós­mynd/​Toll­stjór­inn í Reykja­vík

Ég fékk spurn­ing­ar frá ná­granna­lönd­un­um á fund­um Toll­v­arðafé­lags­ins með for­mönn­um á Norður­lönd­un­um um hvernig við för­um að þessu og svarið við þeim er ekki flókið, það er ein­fald­lega frá­bær mann­skap­ur, skipu­lag og dugnaður fólks sem hef­ur hlotið mennt­un í toll­gæslu­fræðum og kann sitt fag,“ seg­ir formaður­inn og nefn­ir einnig ný­leg­an dóm fyr­ir smygl á síga­rett­um sem sé glöggt dæmi um þró­un­ina ann­ars staðar í Evr­ópu þar sem ógn­ar­stór­ar send­ing­ar í gám­um eða sendi­bif­reiðum séu aðferðafræðin og sekt­irn­ar þung­ar eft­ir því.

Þrett­án toll­verðir komu sam­an

„Ég er eig­in­lega bara ofboðslega stolt­ur, nán­ast mont­inn, af þess­um frá­bæra ár­angri toll­gæsl­unn­ar á síðustu árum,“ seg­ir formaður Toll­v­arðafé­lags Íslands, en fé­lagið er raun­ar með elstu starf­andi stétt­ar­fé­lög­um ís­lensk­um, stofnað 8. des­em­ber 1935 er þrett­án toll­verðir komu sam­an með það fyr­ir aug­um að ýta úr vör stétt­ar­fé­lagi til að gæta hags­muna fá­mennr­ar stétt­ar sem í raun var nán­ast ný­kom­in fram, en fyrstu ís­lensku toll­verðirn­ir voru ráðnir til starfa í Reykja­vík árið 1921 og voru þeir tveir.

Fyrsta kon­an sem ráðin var sem toll­freyja, eins og það hét í fyrnd­inni, var Björg Val­týs­dótt­ir heit­in sem fa­stráðin var til toll­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli árið 1972.

Gegndi Fel­ix Jóns­son fyrst­ur for­mennsku Toll­v­arðafé­lags Íslands, en hon­um til fullting­is í fyrstu stjórn fé­lags­ins árið 1935 sátu þeir Grím­ur Bjarna­son rit­ari og Har­ald­ur S. Norðdahl féhirðir.

Spurður út í hlut kvenna í stétt­inni nú til dags, á 90 ára af­mælis­ári stétt­ar­fé­lags­ins, ját­ar Guðbjörn að þeim hafi fækkað til­finn­an­lega og séu komn­ar und­ir fimmt­ung fé­lags­manna. „Þær voru tæp­ur þriðjung­ur fyr­ir nokkr­um árum og á þessu ætl­um við í fé­lag­inu okk­ur að vekja at­hygli,“ seg­ir Guðbjörn sem einnig vill fjölga toll­vörðum í land­inu.

Sam­ein­ing­in við skatta­yf­ir­völd já­kvæð

„Þeim þyrfti að fjölga um tíu til fimmtán að minnsta kosti og það strax. Fé­lag­inu er kunn­ugt um að úr­bæt­ur á þess­um vett­vangi standi fyr­ir dyr­um,“ held­ur hann áfram og vill einnig bæta úr starfsaðstöðu toll­v­arða á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Sú aðstaða er auðvitað al­gjör­lega óviðun­andi og hana þarf að stækka til muna og breyta, við verðum að líta til þess að farþega­fjöldi sem fer um völl­inn hef­ur marg­fald­ast á til­tölu­lega skömm­um tíma,“ seg­ir Guðbjörn.

Þá sé tækja­búnaður toll­gæslu að sumu leyti úr­elt­ur eða á leið þangað og hann þurfi að end­ur­nýja eins og öll vinnu­tæki al­mennt. „Okk­ar búnaður þarf líka að vera í sam­ræmi við nú­tíma­tækn­ina í at­vinnu­grein­inni,“ tek­ur Guðbjörn fram.

Hvað með sam­ein­ingu toll­stjóra og skatt­stjóra und­ir merkj­um Skatts­ins, hvernig þykir þér sú sam­búð hafa gengið? Þetta gerðu Dan­ir á sín­um tíma á meðan Norðmenn og Sví­ar hafa haldið toll- og skattembætt­um aðskild­um.

„Mér finnst hún hafa gengið al­veg frá­bær­lega,“ svar­ar Guðbjörn, „mála­flokk­arn­ir eru skyld­ir þótt á þeim sé ákveðinn grund­vall­armun­ur, báðir þess­ir aðilar hafa auðvitað sinnt álagn­ingu og inn­heimtu gjalda, ann­ars veg­ar skatta og hins veg­ar tolla og annarra aðflutn­ings­gjalda. Toll­gæsl­an er nú staðsett í glæsi­legri aðstöðu í Katrín­ar­túni sem sann­ar­lega er stórt skref upp á við frá eldri starfs­stöðvum tolls­ins,“ held­ur hann áfram og nefn­ir Toll­húsið gamla við Tryggvagöt­una sem form­lega var tekið í notk­un í mars 1971, en einnig aðstöðuna sem var í Kletta­görðum.

Gerðardóm­ur rú­inn trausti

Kveðst Guðbjörn ánægður með yf­ir­menn Skatts­ins sem sýni toll­gæsl­unni mik­inn áhuga. „Fjár­málaráðuneytið gæti hins veg­ar, að mati stjórn­ar Toll­v­arðafé­lags­ins, sýnt toll­gæslu­mál­um meiri áhuga þótt það hafi vissu­lega batnað að und­an­förnu,“ seg­ir hann og til­tek­ur sér­stak­lega að toll­verðir búi við rýrn­andi kjör miðað við sam­an­b­urðarstétt­ir.

Þeir hafi verið samn­ings­laus­ir síðan samn­ing­ar tók­ust ekki í fyrra­vor og verk­falls­rétt hafi þeir ekki frek­ar en lög­regl­an og fanga­verði eðlis starf­anna vegna.

„Neyðarúr­ræði fé­lags­ins var að leggja launalið samn­ings­ins fyr­ir gerðardóm og við meðferð máls­ins ýjaði ríkið að því að við ætt­um inni þriggja til sjö pró­senta launa­hækk­un ofan á þau rúm­lega þrjú pró­sent sem, all­ir aðrir fengu. Þarna var í raun viður­kennt við við hefðum dreg­ist aft­ur úr um að minnsta kosti þrjú pró­sent,“ seg­ir Guðbjörn. Á það hafi gerðardóm­ur ekki fall­ist.

„Það er einfaldlega mikilvægt fyrir samfélagið að tollverðir og lögregla …
„Það er ein­fald­lega mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að toll­verðir og lög­regla standi vakt­ina á landa­mær­um, ekki síst þegar litið er til þró­un­ar mála á vett­vangi skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi, hryðju­verka, man­sals og ólög­legra inn­flytj­enda,“ seg­ir Guðbjörn og dreg­ur hvergi úr. mbl.is/​Karítas

„Hann viður­kenndi þetta ekki og gerðardóm­ur er rú­inn trausti Toll­v­arðafé­lags­ins,“ seg­ir formaður­inn hvass og seg­ir að vitni séu að framb­urði full­trúa rík­is­ins fyr­ir gerðardómi auk þess sem þau liggi fyr­ir í fund­ar­gerð dóms­ins. Hafi fé­lagið því ákveðið að fara í ógild­ing­ar­ferli á gerðardómi fyr­ir héraðsdómi og sé það í fyrsta sinn sem slíkt sé gert hér á landi. Það mál verður tekið fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í vor.

Viðmæl­and­inn kveðst þó bjart­sýnn á lausn kjara­deil­unn­ar, hún verði ein­fald­lega að nást.

„Það er ein­fald­lega mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að toll­verðir og lög­regla standi vakt­ina á landa­mær­um, ekki síst þegar litið er til þró­un­ar mála á vett­vangi skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi, hryðju­verka, man­sals og ólög­legra inn­flytj­enda,“ seg­ir Guðbjörn Guðbjörns­son, formaður Toll­v­arðafé­lags Íslands, að lok­um og seg­ir fé­lagið hljóta að hafa alla þjóðina á sínu bandi.

„Íslend­ing­ar vilja traust landa­mæri til að tryggja innra ör­yggi lands­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert