Skildi grísi eftir í flutningabíl yfir nótt

Átta grísir voru skildir eftir í flutningabíl yfir nótt án …
Átta grísir voru skildir eftir í flutningabíl yfir nótt án fóðurs og vatns. Grísirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki beint. mbl.is/Árni Sæberg

Mat­væla­stofn­un hef­ur sektað rekstr­araðila slát­ur­húss í Suðvest­urum­dæmi um 66 þúsund krón­ur fyr­ir að hafa skilið 8 grísi eft­ir yfir nótt í flutn­inga­bíl. Voru grís­irn­ir yfir nótt án fóðurs og vatns, sem fel­ur í sér brot á lög­um og reglu­gerðum.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá MAST um stjórn­valdsákv­arðanir stofn­un­ar­inn­ar í janú­ar 2025 vegna eft­ir­lits með dýra­vel­ferð og mat­væla­fram­leiðslu.

Flutt­ir voru 100 slát­ur­grís­ir í um­rætt slát­ur­hús og áttu þeir að dvelja í slát­ur­rétt yfir nótt og vera slátrað morg­un­inn eft­ir. Þegar í slát­ur­rétt­ina kom reynd­ist aðeins vera pláss fyr­ir 92 grísi í rétt­inni.

Því voru 8 grís­ir skild­ir eft­ir í flutn­inga­bíln­um án fóðurs og vatns yfir nótt­ina áður en þeim var slátrað. Brýt­ur það í bága við lög og reglu­gerðir um dýra­vel­ferð.

Tryggði ekki beit á grónu landi

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að MAST hafi lagt sekt á umráðamann naut­gripa í Norðaust­urum­dæmi sem tryggði ekki naut­grip­um beit á grónu landi í átta vik­ur að sum­ar­lagi í fyrra. Var hann sektaður um 448 þúsund krón­ur.

Þá gríp­ur MAST til þess að leggja dag­sekt­ir að upp­hæð 20 þúsund krón­ur á bónda í Suðvest­urum­dæmi vegna óviðun­andi vel­ferðar dýra á bæn­um.

Hef­ur stofn­un­in einnig ráðið bú­stjóra tíma­bundið á bæ í Norðaust­urum­dæmi vegna þess að þar á bæ er dýra­vel­ferð veru­lega áfátt. Er bú­stjór­an­um falið það verk­efni að bæta aðbúnað naut­gripa og dýra­vel­ferð á bæn­um á kostnað umráðamanns.

Katt­ar­eig­andi svipt­ur umráðum

Í Suðvest­urum­dæmi hef­ur MAST einnig svipt eig­anda katt­ar umráðum vegna óviðun­andi meðferðar á dýr­inu.

Þá er til­greind­ur aðili sem hélt naut­gripi til kjöt­fram­leiðslu. Sótti hann um starfs­leyfi en fékk synj­un þar sem hann upp­fyllti ekki skil­yrði sem til­greind eru í reglu­gerð. Var starf­sem­in stöðvuð en ekki kem­ur fram í hvaða um­dæmi téð kjöt­fram­leiðsla er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert