Eignaðist íslenska fjölskyldu 97 ára

Ný fjölskylda. Frá vinstri: Jónsvein, Osvald, Björk og Osmund.
Ný fjölskylda. Frá vinstri: Jónsvein, Osvald, Björk og Osmund.

Fær­ey­ing­ur­inn Os­mund Joen­sen kom fyrst til Íslands þegar hann var 18 ára sum­arið 1945 og á góðar minn­ing­ar frá þeim tíma. Hann vissi fyrst á nýliðnu hausti að hann hefði eign­ast dótt­ur með ís­lenskri konu fyr­ir 78 árum. Feðgin­in hitt­ust í kjöl­farið, eins og greint var frá á þess­um stað í Morg­un­blaðinu í liðinni viku.

„Það var gam­an, ég átti allt í einu stóra famil­íu á Íslandi og all­ir í famil­í­unni minni hérna voru ánægðir með það,“ seg­ir Os­mund, sem gekk und­ir nafn­inu Ásmund­ur á Íslandi og var kallaður Ási.

„Það var merki­legt og gott að heyra,“ seg­ir Ási um tíðind­in og fyrsta fund þeirra Bjark­ar Straum­fjörð Ing­ólfs­dótt­ur í fyrra­haust. „Það komu tár og öll familí­an tók vel á móti Björk. Hún stoppaði stutt en ætl­ar að koma aft­ur seinna. Þetta er sól­skins­saga, seg­ir hún.“ Þegar hann fór frá Íslandi 1945 vissi hann ekki að vin­kona sín væri barns­haf­andi og reyndi lengi að hafa uppi á henni eft­ir það án ár­ang­urs. Hún lét sig hverfa og hafði aldrei sam­band.

Ási er frá Sanda­vogi, skammt frá Voga­flug­velli. „Það var ekki mikið að gera hérna í Fær­eyj­um, svo að við vor­um sjö strák­ar sem fór­um með skútu til Íslands til að vinna í sveit. Íslend­ing­ar vildu hafa Fær­ey­inga að vinna í sveit­inni, það var ódýr­ara en að hafa Íslend­inga, og ég kom á gam­alt prests­set­ur, Arn­ar­bæli í Ölfusi. Hjör­leif­ur Páls­son var bóndi þar. Það var góður tími en mik­il vinna.“

Í Þórshöfn. Osmund Joensen.
Í Þórs­höfn. Os­mund Joen­sen.

Vinnumaður í sveit

Fær­eysk­ur umboðsmaður skipti strák­un­um niður á nokkra bæi á Suður- og Vest­ur­landi, þar sem þeir voru í fimm mánuði.

„Þessi stúlka var hjá Óskari í Króki, ná­lægt þar sem ég var,“ rifjar Ási upp. Þau kynnt­ust í heyskap. „Ég sá hana bara einu sinni aft­ur og það var í Reykja­vík. Ég heyrði aldrei frá henni aft­ur og fann hana aldrei aft­ur.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út laug­ar­dag­inn 15. fe­brú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert