Áreittar af aðstoðarskólastjóranum og sögðu upp

Konurnar þrjár hættu en aðstoðarskólastjórinn hélt starf þar til dómur …
Konurnar þrjár hættu en aðstoðarskólastjórinn hélt starf þar til dómur féll í héraði. mbl.is/Eyþór

Þrjár ung­ar kon­ur sem unnu í ein­um af grunn­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar hrökkluðust frá störf­um eft­ir að hafa mátt þola áreitni, meðal ann­ars kyn­ferðis­lega, af hálfu aðstoðarskóla­stjóra skól­ans.

Aðstoðarskóla­stjór­inn er kona á sex­tugs­aldri. 

Kveik­ur greindi frá mál­inu í kvöld en í þætt­in­um var meðal ann­ars rætt við kon­urn­ar þrjár.

Lýs­ir ein þeirra að aðstoðarskóla­stjór­inn hafi á starfs­manna­skemmt­un árið 2019 ít­rekað spurt hana hvort hún væri í nær­bux­um und­ir kjóln­um sem hún klædd­ist. Gekk aðstoðarskóla­stjór­inn svo langt að rífa upp kjól­inn til þess að at­huga hvort hún væri í nær­bux­um. 

Fór að líða illa í vinn­unni

Unga kon­an, Heba Líf Ásbjörns­dótt­ir, seg­ir að starfs­menn hafi rætt það sín á milli hvernig kon­an hegðaði sér und­ir áhrif­um áfeng­is en hún taldi að ekk­ert yrði gert í mál­inu myndi hún segja frá því. 

At­vikið varð til þess að Hebu fór að líða illa í vinn­unni og kveið hana fyr­ir því að þurfa að mæta í vinnu á morgn­ana. Hún endaði nokkr­um mánuðum síðar í veik­inda­leyfi eft­ir að hafa fengið nóg. Hún snéri þó aldrei aft­ur til starfa og sagði að lok­um upp störf­um hjá skól­an­um. 

Snéri aft­ur til starfa eft­ir niður­stöðu borg­ar­inn­ar 

Tvær aðrar kon­ur lýsa ámæl­is­verðri hegðun aðstoðarskóla­stjór­ans í viðtali við Kveik. Ein þeirra er Fjóla Dögg Blom­ster­berg en hún starfaði sem náms­ráðgjafi við skól­ann. Hún starfaði náið með aðstoðarskóla­stjór­an­um sem hún seg­ir hafa verið afar erfitt.

Á starfs­manna­skemmt­un starfs­manna skól­ans árið 2021 varð Fjóla meðal ann­ars vitni að aðstoðarskóla­stjór­an­um elta og áreita tvær stúlk­ur á tví­tugs­aldri sem störfuðu í skól­an­um auk þess sem kon­an káfaði á brjóst­um Fjólu í tvígang um­rætt kvöld. 

Fjólu bauðst svo að skipta um starf tíma­bundið, sem hún svo gerði, en hún snéri ekki aft­ur til starfa í skól­an­um. Eft­ir að hún sagði upp störf­um til­kynnti hún at­vikið til Kenn­ara­sam­bands Íslands og hafði sér­fræðing­ur stétt­ar­fé­lags­ins sam­band í kjöl­farið þar sem málið sló hana. 

Í kjöl­farið til­kynntu kon­urn­ar þrjár nokk­ur til­vik áreitni aðstoðarskóla­stjór­ans til Reykja­vík­ur­borg­ar og var málið þá komið í ferli.

Niðurstaða Reykja­vík­ur­borg­ar var sú að aðstoðarskóla­stjór­inn hefði gerst sek­ur um áreitni í þrígang gagn­vart kon­un­um, óviðeig­andi og óæski­lega hegðun í tveim­ur til­vik­um og kyn­ferðis­lega áreitni í tveim­ur til­vik­um. 

Kon­urn­ar lýsa því að þegar þessi niðurstaða hafi legið fyr­ir hafi það verið eins og mál­inu væri lokið í aug­um Reykja­vík­ur­borg­ar en kon­an snéri aft­ur til starfa eft­ir niður­stöðu borg­ar­inn­ar. 

Unnu málið í héraði

Fjóla og Heba enduðu á að kæra málið til lög­reglu og var dóm­ur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja­vík­ur á síðasta ári.

Kon­an játaði brot sín fyr­ir dómi og var hún dæmd í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og gert að greiða hvorri konu fyr­ir sig 500.000 í miska­bæt­ur. 

Eft­ir dóm­inn gat Reykja­vík­ur­borg ekki leng­ur haft kon­una í starfi við skól­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert