Inga fékk leiðbeiningu

Svörum Ingu Sæland ber illa saman við gögn Skattsins.
Svörum Ingu Sæland ber illa saman við gögn Skattsins. mbl.is/Kristófer Liljar

Flokk­ur fólks­ins sendi Skatt­in­um til­kynn­ingu um breytta skrán­ingu sem stjórn­mála­sam­tök í lok janú­ar 2024, ein­mitt þegar verið var að greiða út rík­is­styrki til stjórn­mála­flokka. Til­kynn­ing­unni var hins veg­ar veru­lega ábóta­vant, svo Skatt­ur­inn gerði at­huga­semd­ir við hana og leiðbeindi flokkn­um um úr­bæt­ur.

Breyta þyrfti samþykkt­um, en auk þess hefðu ekki all­ir stjórn­ar- og vara­menn und­ir­ritað til­kynn­ing­una, aðeins níu í stað tólf. Aðeins þess­ara níu er getið á vef flokks­ins, ári síðar.

Bald­vin Örn Ólason, verk­efna­stjóri hjá flokkn­um og son­ur Ingu Sæ­land, for­manns hans, átti í bréfa­skrift­um við Skatt­inn vegna þessa og sagði að úr þessu yrði bætt eft­ir breyt­ing­ar á flokks­samþykkt­um á lands­fundi, sem hald­inn yrði „bráðlega“. Hann hef­ur enn ekki verið hald­inn og ekki hef­ur verið gerð önn­ur til­raun til þess að breyta skrán­ing­unni.

Þetta kem­ur fram í svari Skatts­ins við upp­lýs­inga­beiðni um sam­skipti rík­is­skatt­stjóra og Flokks fólks­ins og þeim vinnu­gögn­um, sem um ræðir, og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Þær upp­lýs­ing­ar stang­ast mjög á við svör Ingu Sæ­land um styrkja­málið á und­an­förn­um vik­um, en hún kvaðst hafa verið í góðri trú, eng­inn hefði flaggað þess­um „form­göll­um“, eng­ar at­huga­semd­ir verið gerðar fyrr en í fyrra­haust, en þá hefði loks verið boðað til lands­fund­ar, sem svo hefði frest­ast vegna kosn­inga.

Við það falla helstu rök­semd­ir Daða Más Kristó­fers­son­ar fjár­málaráðherra fyr­ir því að Flokki fólks­ins beri ekki að end­ur­greiða 240 millj­ón­ir kr. vegna of­greiddra rík­is­styrkja. Hann til­færði þar helst góða trú flokks­ins, þó að Inga hefði geng­ist við að hafa vitað bet­ur, en einnig að rík­is­valdið hefði brugðist leiðbein­ing­ar­skyldu sinni, sem nú hef­ur reynst rangt.

Morg­un­blaðið lagði spurn­ing­ar um málið fyr­ir Ingu Sæ­land í gær­dag, en hún hafði enn ekki svarað þegar blaðið fór í prent­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka