Svarar fyrir gagnrýni á kolefnisskógrækt

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ísland er að ráðast í mikla skóg­rækt til að vinna gegn los­un og binda kol­efni. Stofn­un­in Land og skóg­ur stýr­ir verk­efn­inu og að und­an­förnu hafa komið fram gagn­rýn­isradd­ir á þessi áform. Ágúst Sig­urðsson, for­stjóri LOGS ræddi þessa gagn­rýni í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag.

    Anna Guðrún Þór­halls­dótt­ir, pró­fess­or í land­nýt­ingu var gest­ur Dag­mála í síðustu viku og gangrýndi hún bæði gull­grafaraæði á þessu sviði og hef­ur upp efa­semd­ir um að skóg­rækt í því formi sem hér er áformuð til kol­efn­is­bind­ing­ar virki eins og talað hef­ur verið um.

    Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­um Land­græðslu­stjóri hef­ur gagn­rýnt áformin harka­lega og seg­ir skóg­rækt til kol­efn­is­bind­ing­ar á villi­göt­um. Í grein í Bænda­blaðinu talaði hann um grænþvotta­skóg­rækt og hana ætti að stöðva þegar í stað.

    „Ég segi bara við Svein eins og alla aðra. Við skul­um passa okk­ur á því að vera með vís­ind­in með okk­ur og bera virðingu fyr­ir þeim. Kalla til þá þekk­ingu sem við höf­um og ég held að það hjálpi okk­ur ekk­ert í þess­ari umræðu að vera með mikla palla­dóma eða stór­yrt­ar yf­ir­lýs­ing­ar. Ég held að það sé miklu betra að hafa jafn­vægi í þessu og bara ræða þessa hluti og ekki vera að fela neitt í þessu. Held­ur bara draga fram hlut­ina eins og við telj­um að þeir séu á hverj­um tíma. Það er bara al­gjör­lega gott mál að menn ef­ist um þetta. Eig­um við að rækta skóg yfir höfuð? Eig­um við að standa í þessu? Eig­um við kannski ekki að gera þetta? Ég hef ekki þá skoðun og held að við þurf­um skóg og þurf­um að græða upp landið okk­ar,“ sagði Ágúst þegar gagn­rýni Sveins var bor­in und­ir hann.

    Hlust­um en ekki endi­lega sam­mála

    Hann var næst spurður hvort rætt væri við þetta fólk sem hef­ur gagn­rýnt og kallað eft­ir þeirra sjón­ar­miðum.

    „Ég get bara talað fyr­ir mig og þá sýn sem ég hef fyr­ir mína stofn­un. Við töl­um við alla og reyn­um að hlusta á all­ar radd­ir í þessu. En það er ekki þar með sagt að við séum sam­mála öllu. Við auðvitað drög­um fram okk­ar rök í mál­inu og reyn­um að byggja á því. Tök­um inn þá þekk­ingu sem þetta fólk fær­ir okk­ur. Vissu­lega hlust­um við á ein­hverja eins og gaml­an Land­græðslu­stjóra sem er með mikl­ar yf­ir­lýs­ing­ar í þessu og skoðum það hvað hann á þá við í þessu. Grænþvott­ur er þegar verið er að villa um og verið er í raun að falsa. Það er verið að falsa ein­hver um­hverf­isáhrif sem að eru ekki. Það vilj­um við ekki gera. Það eru al­ger­lega hrein­ar lín­ur. Punkt­ur­inn sem ég tek frá Sveini, af því að þú nefn­ir hann sér­stak­lega, er hvað það er mik­il­vægt að við upp­fær­um þau viðmið sem not­um þegar við velj­um land til skóg­rækt­ar og það erum við að gera.“

    Margt fleira bera á góma í þætt­in­um, eins og áform um end­ur­heimt vot­lend­is sem aft­ur er eitt­hvað sem veg­ur þungt í lofts­lags­bók­haldi Íslandi.

    Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert