Styrkjamálið rannsakað í þingnefnd

Frá setningu Alþingis fyrr í þessum mánuði.
Frá setningu Alþingis fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Karítas

Á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í dag hyggst Vil­hjálm­ur Árna­son formaður nefnd­ar­inn­ar leggja til að nefnd­in stofni til frum­kvæðismáls um styrkja­málið svo­nefnda.

Með því mun nefnd­in taka fyr­ir ákvörðun Daða Más Kristó­fers­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, um að fara ekki fram á end­ur­greiðslu fram­laga úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokka, sem ekki upp­fylltu laga­skil­yrði þeirra.

Málið varðar fyrst og fremst Flokk fólks­ins, sem tekið hef­ur við 240 millj­ón­um króna af op­in­beru fé í trássi við lög, en einnig Vinstri græna, sem ekki upp­fylltu laga­skil­yrðin fyrr en í fyrra.

„Þetta á ekki að taka mjög lang­an tíma, kannski mánuð,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við blaðið. Fá þurfi fjár­málaráðherra og fleiri gesti á fund nefnd­ar­inn­ar.

„Í fram­hald­inu stend­ur svo til annað frum­kvæðismál þessu skylt, sem varðar fram­kvæmd og fram­fylgd laga um stjórn­mála­sam­tök.“

Morg­un­blaðið sat fyr­ir ráðherr­um að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í gær og spurðist fyr­ir um nýj­ar upp­lýs­ing­ar, sem blaðið greindi frá í gær, um að Flokk­ur fólks­ins hefði fengið leiðbein­ingu stjórn­valda um lög­mæta skrán­ingu, þvert á það sem áður hef­ur verið haldið fram.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, sagði að sér hefði ekki verið kunn­ugt um þessa leiðbein­ingu fyr­ir ári, þrátt fyr­ir að hún hafi und­ir­ritað til­kynn­ingu flokks­ins til Skatts­ins og starfsmaður flokks­ins, son­ur henn­ar, átt í bréfa­skrift­um um leiðbein­ing­una.

„Það var ekki ég, það eru starfs­menn Flokks fólks­ins, ég er ekki inn­an­búðar þar,“ sagði Inga.

Áður hef­ur hún sagt að sér hafi fyrst orðið kunn­ugt um skrán­ing­ar­vand­ann í fyrra­haust.

Daði Má Kristó­fers­son fjár­málaráðherra sagði við sama tæki­færi að hann teldi ekki að þess­ar upp­lýs­ing­ar frá Skatt­in­um breyttu neinu um að fjár­málaráðuneytið hefði ekki veitt flokkn­um leiðbein­ingu. Það hefði því borið, óháð leiðbein­ingu annarra stjórn­valda. Ráðuneytið hefði brugðist, eng­ir aðrir. Flokk­ur­inn hefði verið í góðri trú um viðtöku fjár­ins, þrátt fyr­ir að Inga Sæ­land hefði játað að hafa vitað bet­ur.

Vilhjálmur Árnason
Vil­hjálm­ur Árna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert