Landsbankinn tapaði Borgunarmáli í Landsrétti

Landsbankinn höfðaði málið þar sem bankinn taldi sig hlunnfarinn þegar …
Landsbankinn höfðaði málið þar sem bankinn taldi sig hlunnfarinn þegar 31,2% eignarhlutur í Borgun var seldur. Síðar var nafni Borgunar breytt í SaltPay og síðar Teya. Landsréttur féllst ekki á skaðabótaskyldu og hafnaði kröfu Landsbankans. mbl.is/Eggert/Kristinn Magnússon

Fé­lög­in BPS ehf., eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un slf., Teya Ice­land hf. og Hauk­ur Odd­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Borg­un­ar, voru nú fyr­ir skömmu sýknuð í Lands­rétti í dag af kröfu Lands­bank­ans um að skaðabóta­skylda fé­lag­anna yrði viður­kennd vegna meints tjóns sem Lands­bank­inn taldi sig hafa orðið fyr­ir þegar fé­lagið seldi 31,2% eign­ar­hlut sinn í Borg­un. Staðfest­ir Lands­rétt­ur þar með fyrri dóm héraðsdóms í mál­inu.

Borg­un breytti nafni sínu síðar í Salt­Pay og árið 2023 var nafn­inu aft­ur breytt í Teya.

Lands­bank­an­um er gert að greiða fé­lög­un­um 12 millj­ón­ir króna hverj­um um sig fyr­ir máls­kostnað í héraði og fyr­ir Lands­rétti. Auk þess er Lands­bank­an­um gert að greiða Teya Ice­land hf. rúm­lega 23 millj­ón­ir króna vegna útlagðs kostnaðar í mál­inu. 

Borg­un breytti nafni sínu síðar í Salt­Pay og árið 2023 var nafn­inu aft­ur breytt í Teya.

Taldi Lands­bank­inn að fé­lög­in og Hauk­ur hefðu ekki upp­lýst bank­ann um verðmæti sem bjuggu í hlut Salt­Pay (nú Teya Ice­land hf) í Visa Europe Ltd og vætri hlut­deild sem fylgdi í sölu­hagnaði Visa Europe við nýt­ingu val­rétt­ar­samn­ings Visa Inc við Visa Europe. Höfðaði bank­inn málið upp­haf­lega árið 2016 í kjöl­far fréttaum­fjöll­un­ar sem gekk und­ir nafn­inu Borg­un­ar­málið.

Láðist að gæta hags­muna sinna

Héraðsdóm­ur hafði áður sýknað BPS, eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, Salt­Pay IIB (nú Teya Ice­land hf) og Hauk af kröf­um Lands­bank­ans. Var bank­an­um gert að greiða fé­lög­un­um og Hauki, hverj­um um sig, 10 millj­ón­ir króna í máls­kostnað auk rúm­lega 13 millj­óna til Teya Ice­land hf vegna útlagðs kostnaðar í mál­inu. 

Taldi Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur að ekki yrði séð að til­tekn­ir  full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna hafi við kaup­in, eða í aðdrag­anda þeirra, með svik­sam­leg­um hætti leynt Lands­bank­ann um hlut Teya Ice­land hf í Visa Europe Ltd. og þá væntu hlut­deild er hon­um fylgdi í sölu­hagnaði Visa Europe Ltd. við nýt­ingu val­rétt­ar­samn­ings Visa Inc. og Visa Europe Ltd.  

Sagði í dómi héraðsdóms að Lands­bank­inn hefði mátt gera sér grein fyr­ir því í tengsl­um við um­rædda sölu á hlut­um bank­ans að Borg­un ætti, eins og Valitor, lík­leg­ast aðild að Visa Europe með til­svar­andi rétt­ind­um.

Það hafi því verið á ábyrgð bank­ans að kanna stöðu Borg­un­ar gangvart Visa Europe. Var í héraði meðal ann­ars vísað til þess að Lands­bank­inn, sem fjár­mála­stofn­un, byggi yfir mik­illi reynslu og sérþekk­ingu á sviði kortaviðskipta, reynsla þessi hljóti að leiða til þess að Lands­bank­inn geti ekki rétti­lega haldið uppi kröfu um viður­kenn­ingu bóta­skyldu á þeim for­send­um sem kraf­an byggði á. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka