Starfsfólk RÚV huldi slóðina

Byrlunarmálið teygði anga sína upp í Efstaleiti þegar sími barst …
Byrlunarmálið teygði anga sína upp í Efstaleiti þegar sími barst þangað. mbl.is/Eggert

Marg­vís­leg gögn sýna með óyggj­andi hætti að kon­an sem byrlaði Páli Stein­gríms­syni skip­stjóra ólyfjan átti í nán­um sam­skipt­um við starfs­fólk Rík­is­út­varps­ins í aðdrag­anda þess að hún var yf­ir­heyrð í fyrsta sinn hjá lög­reglu.

Hún upp­lýsti sjálf í yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu að hún hefði af­hent starfs­mönn­um RÚV síma hans meðan hann barðist fyr­ir lífi sínu á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

Í yf­ir­heyrslu um mitt síðasta ár upp­lýsti hún að Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks hefði tekið við tæk­inu ásamt Arn­ari Þóris­syni yf­ir­fram­leiðanda þátt­ar­ins.

Mynd staðfesti viðtak­anda

Af skýrslu lög­reglu að dæma nefndi hún nafn þeirra beggja að fyrra bragði en óskaði eft­ir því að fá að sjá mynd af Arn­ari til þess að full­vissa sig um hver viðtak­and­inn var. Við því var orðið og var svar henn­ar af­drátt­ar­laust.

Morg­un­blaðið hef­ur skýrslu lög­reglu um yf­ir­heyrslu Arn­ars und­ir hönd­um. Þar ber hann ekki fyr­ir sig vernd heim­ild­ar­manna held­ur full­yrðir án fyr­ir­vara að hann hafi aldrei hitt kon­una sem þó benti á hann sem viðtak­anda sím­tæk­is­ins.

Þögn starfs­manna RÚV olli því að lög­regla komst ekki áfram með rann­sókn máls­ins. Gerðist það jafn­vel þótt heim­ild­armaður þeirra hefði þá þegar gefið sig fram og viður­kennt af­hend­ingu sím­ans. Ekk­ert í lög­um um vernd heim­ild­ar­manna kveður á um að verja skuli heim­ild­ar­menn sem ekki krefjast leng­ur nafn­leynd­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert