„Þurfum að hafa góðar gætur á Bárðarbungu“

Skjálftavirkni í Bárðarbungu hefur færst í aukana.
Skjálftavirkni í Bárðarbungu hefur færst í aukana. mbl.is/Rax

Skjálfta­virkni í Bárðarbungu hef­ur aðeins færst í auk­ana eft­ir að hún datt niður í kjöl­far hrin­unn­ar í síðasta mánuði.

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Virkn­in aft­ur að byggj­ast upp

„Svo virðist vera að virkn­in sé aft­ur að byggj­ast upp. Við fylgj­umst vel með og miðað við þessa hrinu sem varð í janú­ar þá held ég að við þurf­um að hafa góðar gæt­ur á Bárðarbungu,“ seg­ir Bene­dikt.

Skjálfta­hrin­an í Bárðarbungu í janú­ar var tölu­verð en ekki hafði slík virkni sést í eld­stöðinni frá ár­inu 2014, þegar eld­gos braust út í Holu­hrauni.

Skjálfta­virkn­in ekki að fær­ast ofar

Spurður út í stöðuna á öðrum eld­stöðvar­kerf­um seg­ir Bene­dikt að Askja haldi áfram að rísa og áfram sé nokk­ur skjálfta­virki við Grjótár­vatn á Mýr­um.

Ekki sjá­ist þó nein merki um að það sé að grynnka á skjálftun­um á því svæði né að þeir séu að aukast frek­ar en af­lög­un. Grjótár­vatn er inn­an eld­stöðva­kerfið Ljósu­fjalla á Snæ­fellsnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert