„Við vitum það alveg að við þurfum að læra“

Árelía segir fólk allt af vilja gert að læra af …
Árelía segir fólk allt af vilja gert að læra af málinu í Breiðholtsskóla. Samsett mynd

Á sér­stök­um auka­fundi skóla- og frí­stundaráðs í gær var farið yfir al­menn­ar aðgerðir í tengsl­um við of­beld­is- og einelt­is­mál í skól­um, ásamt því að upp­lýsa um þær aðgerðir sem gripið hef­ur verið til í Breiðholts­skóla. Einnig var farið yfir hvaða lær­dóm má draga af því til­tekna máli.

Greint var frá því á mbl.is á þriðju­dag að boðað hefði verið til fund­ar­ins í ljósi þeirr­ar miklu umræðu sem spratt upp í kjöl­far þess að mbl.is og Morg­un­blaðið greindu frá al­var­leg­um of­beld­is- og eineltis­vanda í skól­an­um.

„Við vor­um aðallega að kynna það sem við erum að gera í sam­bandi við of­beld­is- og einelt­is­mál í skól­um al­mennt séð, sem er fjöl­margt. Al­mennt verklag sem gild­ir þegar upp koma slík mál. Það hef­ur verið horft á þetta frá ýms­um sjón­ar­horn­um, bæði inn­an skól­anna, út frá börn­um, út frá starfs­fólki og út frá til­kynn­ing­um,“ seg­ir Árel­ía Ey­dís Guðmunds­dótt­ir, formaður skóla- og frí­stundaráðs.

„Svo var verið að kynna það sem við erum að gera núna í Breiðholts­skóla þannig ráðið væri upp­lýst um það sem verið er að gera,“ seg­ir hún jafn­framt.

Í sam­tali við mbl.is á þriðju­dag greindi Árel­ía frá þeim aðgerðum sem meðal ann­ars hefði verið gripið til í Breiðholts­skóla til að taka á vand­an­um.

Haldn­ir hefðu verið fund­ir með for­eldr­um og starfs­fólki, og sett­ur hefði verið inn stuðning­ur fyr­ir stjórn­end­ur ásamt því að setja inn stuðnings­full­trúa og kennsluráðgjafa.

Þá hefði hverf­ismiðstöðin, Suðurmiðstöð, komið að mál­inu auk land­steym­is sem komið var á fót með ný­leg­um far­sæld­ar­lög­um.

Nú til­tek­ur hún einnig hegðun­ar­ráðgjafa og at­ferl­is­fræðinga og svo­kallað Senter-teymi, en um er að ræða miðlægt viðbragð við áhættu­hegðun barna og ung­linga í Breiðholti. Úrræðið er sam­vinnu­verk­efni lyk­il­stofn­ana í hverf­inu sem bregst hratt við áhættu­hegðun og hegðun­ar­vanda.

„Þetta er svona teymi sem kem­ur inn þegar upp koma erfið mál. Við köll­um það 360 gráða teymi því það er bæði frá okk­ur, barna­vernd, sam­fé­lagslög­regl­unni. Þar er verið að koma með úrræði sem snúa að börn­un­um hverju sinni. Til dæm­is geta komið inn í það þjálf­ar­ar frá íþrótta­fé­lög­un­um. Það er reynt að „mappa upp“ hvern ein­stak­ling fyr­ir sig.“

Árel­ía seg­ir þetta lausn sem hafi verið not­ast við í Breiðholt­inu síðustu ár á veg­um hverf­ismiðstöðvar­inn­ar, sem hafi reynst vel.

„Þannig við erum nýta vel öll okk­ar verk­færi mjög vel og það má upp­lýsa um að það hef­ur gengið mjög vel þessa vik­una.“

Stíga inn af full­um þunga

Spurð hvort aðkoma Senter-teym­is­ins sé nýtil­kom­in, seg­ist hún ekki al­veg vera með það á hreinu.

En það er rétt að þið hafið verið að grípa til frek­ari aðgerða eft­ir að greint var frá mál­inu í fjöl­miðlum?

„Þó ykk­ar hlut­verk sé mjög gott, þá var verið að gera ým­is­legt og búið að vera gera frá því í vor, en við get­um sagt að við höf­um sett inn auk­inn þunga.“

Þannig að þetta eru allt úrræði sem þið hafið verið að nýta í þess­um skóla, það hef­ur ekk­ert bæst við í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar?

„Jújú, við get­um sagt að við séum að nýta öll verk­fær­in sem við eig­um til í kist­unni núna. Við vor­um búin að að vera að vinna þetta, sér­stak­lega miðstöðin og fag­stjór­ar okk­ar voru bún­ir að vera að vinna þetta. En eins og hef­ur komið fram þá sjá­um við það eft­ir á að við hefðum þurft að setja meiri þunga inn, en við erum núna að stíga inn af full­um þunga,“ seg­ir Árel­ía.

„Við erum bara að læra af þessu til­tekna máli, hvernig og hvenær við stíg­um inn. Eins og alltaf erum við að end­ur­skoða það verklag okk­ar, hvernig við stíg­um inn. Við erum að læra af þessu ferli,“ seg­ir hún jafn­framt.

Spurð hvort það hafi verið rætt hvort þyrfti að leita nýrra leiða eða grípa til annarra aðgerða í svona mál­um en hef­ur verið gert, svar­ar hún því neit­andi.

„En við vit­um það al­veg að við þurf­um að læra, þetta er bara eins og þegar eitt­hvað svona kem­ur upp og verður aðkallandi, þá erum við alltaf að læra; get­ur verið að við þurf­um að grípa fyrr inn með þyngri verk­fær­um ef það er hægt að orða það þannig. Við erum öll af vilja gerð að læra af þessu máli al­veg eins og allt sem kem­ur upp á í 150 stofn­un­um skóla- og frí­stundaráðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka