Guðrún: Vill endurgreiða ríkisstyrkinn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:08
Loaded: 14.43%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, for­manns­fram­bjóðandi í Sjálf­stæðis­flokkn­um, vill end­ur­greiða rík­is­styrk til flokks­ins sem hann fékk árið 2022. Þar ræðir um 170 millj­ón­ir króna.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýnd­ur var á mbl.is klukk­an 14:00 í dag.

Seg­ir Guðrún að flokk­ur­inn eigi að ganga á und­an með góðu for­dæmi og end­ur­greiða fjár­hæðina sem flokk­ur­inn fékk árið 2022 en líkt og fram hef­ur komið tókst flokkn­um ekki að full­nægja öll­um kröf­um sem áskild­ar voru vegna styrk­veit­ing­anna fyrr en kom nokkuð inn á árið 2022. Byggðu kröf­urn­ar á ný­samþykkt­um lög­um frá Alþingi Íslend­inga.

Líkt og fram hef­ur komið í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins voru fleiri flokk­ar sem ekki tókst að upp­fylla þess­ar kröf­ur fyrr en leið á árið 2022 og í einu til­viki mun lengri tíma, þ.e. hjá VG. Flokk­ur fólks­ins hef­ur enn ekki upp­fyllt þess­ar kröf­ur en Inga Sæ­land hef­ur upp­lýst að úr því veðri bætt, strax í kjöl­far lands­fund­ar flokks­ins sem hald­inn verður nú um helg­ina.

Viðtalið við Guðrúnu verður í heild sinni aðgengi­legt á mbl.is inn­an tíðar og einnig á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert