Rangar upplýsingar fjármálaráðherra

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Fjár­málaráðuneytið gaf út rang­ar upp­lýs­ing­ar fyrr í mánuðinum um hvenær stjórn­mála­flokk­ar voru skráðir á stjórn­mála­sam­taka­skrá Skatts­ins. Ráðuneytið greiddi út styrki til flokk­anna vegna árs­ins 2022 áður en nokk­ur flokk­ur upp­fyllti skil­yrði lag­anna um skrán­ingu.

Flest­ir flokka voru þó skráðir á stjórn­mála­sam­taka­skrá á fyrstu mánuðum árs­ins 2022 og upp­fylltu því skil­yrði til þess að hljóta styrki vegna þess árs, þótt það væri eft­ir að styrk­ur­inn var greidd­ur út, enda hef­ur það verið túlk­un ráðuneyt­is­ins að ekki sé eindagi á því inn­an árs­ins hvenær flokk­um ber að upp­fylla skil­yrði lag­anna, svo lengi sem það er gert á fjár­laga­ár­inu.

Sá skiln­ing­ur birt­ist einnig í orðum Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi á miðviku­dag, þar sem hún kvað flokk sinn fá fram­lag úr rík­is­sjóði fyr­ir þetta ár eft­ir lands­fund flokks­ins nú um helg­ina. Þar á að gera á nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á flokks­samþykkt­um til þess að flokk­ur­inn fái skrán­ingu sem stjórn­mála­sam­tök og stand­ist því laga­skil­yrði til op­in­berra fram­laga.

Þær dag­setn­ing­ar sem fjár­málaráðuneytið birt­ir sem skrán­ing­ar­dag­setn­ing­ar flokk­anna eru dag­setn­ing til­kynn­inga þeirra. Full­bú­in skrán­ing fel­ur í sér til­kynn­ing­una ásamt lögákveðnum fylgigögn­um, en eng­inn flokk­ur hafði skilað til­kynn­ingu ásamt öll­um fylgigögn­um þegar ráðuneytið greiddi styrk­ina út árið 2022.

Styrk­ir vegna árs­ins 2022 voru greidd­ir út til allra flokka 31. janú­ar 2022, þrátt fyr­ir að þeir upp­fylltu ekki skil­yrði laga. Fjár­málaráðuneytið hefði eft­ir ströng­um skil­yrðum laga átt að bíða með greiðslu til hvers flokks það árið þangað til skil­yrðin voru upp­fyllt.

Sam­fylk­ing og Viðreisn upp­fylltu ekki skil­yrði er styrk­ir voru greidd­ir árið 2022

Af þeim dag­setn­ing­um sem ráðuneytið birti mátti skilja sem svo að tveir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn, hefðu upp­fyllt skil­yrði lag­anna þegar styrk­irn­ir voru greidd­ir út, en svo er ekki.

Í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins frá því fyrr í mánuðinum seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi verið skráð á stjórn­mála­sam­taka­skrá 13. janú­ar 2022 og Viðreisn 25. janú­ar 2022.

Flokk­arn­ir skiluðu til­kynn­ing­areyðublaði þá daga en ekki öll­um þeim fylgigögn­um sem Skatt­ur­inn krafðist og lög fera ráð fyr­ir fyrr en í fe­brú­ar. Í til­felli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar samþykkti Skatt­ur­inn skrán­ingu 3. fe­brú­ar en í til­felli Viðreisn­ar 15. fe­brú­ar.

Þetta kem­ur fram í gögn­um frá Skatt­in­um sem Morg­un­blaðið fékk með upp­lýs­inga­beiðni.

Fengu rík­ara svig­rúm á fyrsta ári

Á þessu fyrsta ári, sem skil­yrðið um skrán­ingu á stjórn­mála­sam­taka­skrá tók gildi, þurftu nær all­ir flokk­ar að breyta samþykkt­um sín­um til sam­ræm­is við lög um starf­semi stjórn­mála­sam­taka, en að því er ekki hlaupið því halda þarf aðal­fund eða lands­fund til þess að breyta þeim, oft að und­an­geng­inni um­fjöll­un annarra stofn­ana flokk­anna.

Var við því brugðist þannig, í sam­ráði við dóms­málaráðuneytið, að flokk­arn­ir skiluðu yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að úr yrði bætt á næsta aðal­fundi þeirra.

Það hafði enda verið rætt í nefnd við samn­ingu laga­frum­varps­ins, að stjórn­mála­flokk­ar þyrftu ráðrúm til þess að bregðast við þess­um nýju laga­skil­yrðum, sem gildi tóku í upp­hafi árs 2022. Sá skiln­ing­ur virðist hafa ríkt í fjár­málaráðuneyt­inu að greiða mætti út alla styrki til þeirra flokka, sem til þess voru bær­ir árið áður, í góðri trú um að þeir skiluðu inn gögn­um í sam­ræmi við laga­breyt­ing­una svo fljótt, sem auðið væri. Það gerðu þeir enda all­ir nema Vinstri græn­ir og Flokk­ur fólks­ins.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvers vegna fjár­málaráðuneytið birti rang­ar dag­setn­ing­ar yfir skrán­ingu flokka á stjórn­mála­sam­taka­skrá eða hvaðan þær eru komn­ar. Eins og fram kom í frétt­um Morg­un­blaðsins og mbl.is leitaði Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra ekki til rík­is­skatt­stjóra (Skatts­ins) við rann­sókn sína í aðdrag­anda ákvörðunar um að Flokki fólks­ins bæri ekki að greiða of­tek­in og heim­ild­ar­laus fram­lög úr rík­is­sjóði árin 2022, 2023 og 2024. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert