Sanna náði ekki kjöri í fyrstu tilraun

Frá fundi borgarstjórnar í dag.
Frá fundi borgarstjórnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista í Reykja­vík, náði ekki kjöri til embætt­is for­seta borg­ar­stjórn­ar í fyrstu at­kvæðagreiðslu á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag.

Kjósa þurfti aft­ur til þess að tryggja henni 12 at­kvæði og þar með meiri­hluta. 

Þetta staðfest­ir Helga Björk lax­dal, skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórn­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Sanna er einn af odd­vit­un­um í nýj­um meiri­hluta og kom í henn­ar hlut að verða for­seti borg­ar­stjórn­ar. Vakti það því at­hygli þegar greiða átti at­kvæði að hún náði ekki kjöri.

Sanna Magdalena er komin í meirihluta í borgarstjórn.
Sanna Magda­lena er kom­in í meiri­hluta í borg­ar­stjórn. mbl.is/​Karítas

Þurftu að kjósa aft­ur og hlaut hún þá kjör

At­kvæðagreiðslan er leyni­leg og því ekki hægt að vita hver úr meiri­hlut­an­um, sem sam­an­stend­ur af 12 borg­ar­full­trú­um í fimm flokk­um, kaus ekki með henni.

Þó er vitað að Helga Þórðardótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins, fékk eitt at­kvæði og minni­hlut­inn skilaði auðu. 

Helga Björk seg­ir að sam­kvæmt samþykkt­um borg­ar­stjórn­ar þá eigi að kjósa aft­ur þar til að meiri­hluti næst fyr­ir for­seta borg­ar­stjórn­ar. Var það því gert og þá hlaut Sanna 12 at­kvæði og er þar með rétt­kjör­inn for­seti borg­ar­stjórn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert