Þetta eru lögin sem keppa til úrslita í kvöld

Hera Björk mun flytja lag áður en hún afhendir verðlaunagripinn …
Hera Björk mun flytja lag áður en hún afhendir verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kvöld kem­ur í ljós hvert fram­lag Ísland í Eurovisi­on verður. Sex lög keppa til úr­slita en úr­slit­in verða með öðru­vísi sniði í ár.

Kosn­inga­fyr­ir­komu­lag­inu hef­ur verið breytt en í ár verður ekk­ert ein­vígi milli tveggja efstu laga kvölds­ins held­ur aðeins ein síma­kosn­ing sem mun vega helm­ing á móti at­kvæðum alþjóðlegr­ar dóm­nefnd­ar.

Höf­und­ar þriggja laga hafa ákveðið að flytja lag sitt á ensku, tvö verða áfram flutt á ís­lensku og eitt á bæði ís­lensku og ensku. Úrslita­kvöld Söngv­akeppn­inn­ar verður í beinni út­send­ingu á Rík­is­út­varp­inu klukk­an 19.45 í kvöld.

Lög­in sem keppa til úr­slita í kvöld:

  1. Like You - Ágúst
  2. Aðeins leng­ur - Bjarni Ara­son
  3. Fire - Júlí og Dísa
  4. RÓA - VÆB
  5. Words - Tinna
  6. Set me free - Stebbi JAK

Finnski Eurovisi­on söngv­ar­inn Käärijä, sem lenti í 2. sæti í Eurovisi­on 2023 með lagið Cha Cha Cha, kem­ur fram ásamt sænsku sveit­inni Hooja. Herra Hnetu­smjör mun opna kvöldið og Hera Björk, sig­ur­veg­ari Söngv­akeppn­inn­ar í fyrra, syng­ur á sviðinu áður en hún af­hend­ir verðlauna­grip­inn til sig­ur­veg­ara kvölds­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka