Fólk geti orðið viðkvæmt og „upptjúnnað“

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekk­ert nýtt er að frétta af kjara­deilu kenn­ara og viðsemj­anda þeirra að sögn Ástráðar Har­alds­son­ar rík­is­sátta­semj­ara.

Spurður hvort at­b­urðarás föstu­dags­ins hafi komið sér í opna skjöldu seg­ir rík­is­sátta­semj­ari að hann reyni nú að vera ekki of upp­næm­ur fyr­ir öllu.

Deil­an væri á þeim stað að ým­is­legt gæti gerst og það sé oft þannig að fólk geti orðið viðkvæmt og „upp­tjúnnað“.

Eng­ir form­leg­ir fund­ir

Sem kunn­ugt er lagði rík­is­sátta­semj­ari fram inn­an­hústil­lögu á fimmtu­dag sem for­ysta kenn­ara samþykkti en viðsemj­end­ur þeirra, for­ystu­menn sveit­ar­fé­laga og rík­is, ekki.

Í kjöl­farið gengu kenn­ar­ar víða út af vinnu­stöðum sín­um og heyrst hef­ur af því að ein­hverj­ir þeirra hafi eða hygg­ist segja starfi sínu lausu.

Ástráður seg­ir enga form­lega fundi á dag­skrá í deil­unni sem stend­ur en sam­töl séu viðvar­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka