Framkvæma á nýtt sakhæfismat

Sigurður er ákærður fyrir að hafa veist að og banað …
Sigurður er ákærður fyrir að hafa veist að og banað dóttur sinni við Krýsuvíkurveg þann 15. september í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, seg­ir að fram­kvæma eigi nýtt sak­hæf­is­mat, svo­kallað yf­ir­mat, yfir Sig­urði Fann­ari Þóris­syni sem er ákærður fyr­ir að hafa banað dótt­ur sinni, Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur, við Krýsu­vík­ur­veg í sept­em­ber.

Fyr­ir­töku í mál­inu sem átti að fara fram í síðustu viku var frestað og seg­ir Karl Ingi að unnið sé að því að fá skorið úr um sak­hæfi Sig­urðar með geðlækn­um.

Þjóðin var sleg­in óhug þegar lög­regl­an til­kynnti að lík stúlku á grunn­skóla­aldri hefði fund­ist skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi. Síðar greindi lög­regl­an frá því að faðir stúlk­unn­ar, sem var tíu ára göm­ul, væri grunaður um að hafa banað henni. Hann hafði sam­band við lög­regl­una og vísað á líkið.

Embætti héraðssak­sókn­ara gaf út ákæru á hend­ur Sig­urði í des­em­ber fyr­ir að hafa banað dótt­ur sinn og þá er hann ákærður fyr­ir fíkni­efna­laga­brot en hann hafði í fór­um sín­um mikið magn fíkni­efna, þar á meðal kókaín og MDMA. Í ákær­unni seg­ir að lög­regl­an hafi fundið efn­in við leit í vör­ugámi við Kap­ellu­hraun í Hafnar­f­irði sama dag og lík Kolfinnu fannst.

Sig­urður er einnig ákærður fyr­ir annað fíkni­efna­laga­brot sem átti sér stað í maí á síðasta ári en hann á að hafa haft í vörsl­um sín­um 79 kanna­bis­plönt­ur sem hann hafði ræktað í bíl­skúr en lög­regl­an lagði hald á plönt­urn­ar við leit 14. maí.

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móðir Kolfinnu, greindi frá því í færslu á Face­book í síðasta mánuði að Sig­urður Fann­ar hafi fengið höfn­un frá áfallat­eymi Land­spít­al­ans síðasta vor eft­ir að hafa leitað þangað með aðstoð barn­s­móður sinna vegna and­legra veik­inda. Þar lýsti hún hvernig kerfið hafi brugðist Sig­urði þegar hann þurfti á hjálp að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka