Gæti þurft að senda nemendur heim

Páll Sveinsson er skólastjóri Vallaskóla á Selfossi.
Páll Sveinsson er skólastjóri Vallaskóla á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Svo virðist sem grunn­skóla­kenn­ar­ar hafi skilað sér til starfa í dag en þeir gengu víða út af sín­um vinnu­stöðum á há­degi á föstu­dag.

Vetr­ar­frí standa yfir í ein­hverj­um skól­um, m.a. í Kópa­vogi, Hafnar­f­irði, Reykja­vík og Reykja­nes­bæ. Í Árborg er skólastarf sam­kvæmt stunda­skrá í þeim fjór­um grunn­skól­um sem heyra und­ir sveit­ar­fé­lagið.

mbl.is hafði sam­band við Pál Sveins­son, skóla­stjóra Valla­skóla á Sel­fossi, en hann er einnig formaður STUÐ, skóla­stjóra­fé­lags Suður­lands, svæðafé­lags Skóla­stjóra­fé­lags Íslands.

Páll seg­ist ekki hafa fengið upp­sagn­ir frá kenn­ur­um enn þó tveir hafi rætt við hann í dag og verið að velta hlut­un­um fyr­ir sér, eins og Páll orðar það.

Þá seg­ist hann hafa heyrt af því að kenn­ar­ar hygg­ist hafna því að taka að sér for­falla­kennslu og hef­ur af því tals­verðar áhyggj­ur.

„Þetta er bara hring­ur“

„Við þurf­um að fá for­falla­kennslu á hverj­um ein­asta degi en það er eng­um kenn­ara skylt að segja já við slíku, þeir geta hafnað því.“

Seg­ir hann skóla­stjórn­end­ur þurfa að kanna hvort kenn­ar­ar séu til­bún­ir að verja sín­um und­ir­bún­ings­tíma í for­falla­kennslu og taka und­ir­bún­ing­inn með sér heim.

Það skapi meira álag sem geti haft nei­kvæð áhrif á heilsu kenn­ara.

Sem hlýt­ur að skapa meiri þörf fyr­ir for­falla­kennslu? 

„Hvað held­ur þú? Þetta er bara hring­ur,“ seg­ir Páll, sem á fund með trúnaðarmönn­um kenn­ara ásamt aðstoðarskóla­stjóra í dag.

Hafni kenn­ar­ar að taka að sér for­falla­kennslu þarf mögu­lega að senda nem­end­ur til síns heima.

Mjög þungt í kenn­ur­um

Í kjöl­farið verði þá fundað með for­svars­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins um þessi mál. Við funduðum með þeim bæj­ar­stjóra og sviðsstjóra strax á föstu­dag­inn og tóku þau und­ir þær áhyggj­ur sem við lýst­um yfir. 

„Það er mjög þungt í kenn­ur­um, eins og gef­ur að skilja, og við höf­um gríðarleg­ar áhyggj­ur af stöðunni,“ seg­ir Páll.

„Stóru ákv­arðan­irn­ar liggja hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og ábyrgðinni vísa ég al­gjör­lega á þau og bíð spennt­ur að sjá hvað þau leggja til að gert verði í stöðunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert