„Konur hafa meiri áhuga en karlar“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:08
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

HappAppið henn­ar Helgu Arn­ar­dótt­ur og land­lækn­is er ókeyp­is fyr­ir not­end­ur. Fleiri kon­ur en karl­ar nota smá­for­ritið og tel­ur Helga það til marks um að „kon­ur hafa meiri áhuga á svona en karl­ar.“

Helga hippi, eins og hún titl­ar sjálfa sig í gamni seg­ist ekki verða rík á því að þróa appið sitt til notk­un­ar í sjö Evr­ópu­lönd­um. „Nei. Þetta er svona hug­sjóna­verk­efni. Þetta app er ókeyp­is og ég vona að það verði alltaf ókeyp­is. Það er mark­miðið. En það þýðir nátt­úru­lega að það þarf að styrkja þetta. Þetta Evr­ópu­sam­starfs­verk­efni fel­ur í sér fjár­mögn­un í þrjú ár og svo þurf­um við að út úr því hvað ger­um við eft­ir það. Af því að hug­mynd­in er sú að eng­inn sleppi því af því að hann tími því ekki,“ upp­lýs­ir hún.

Sjálf er hún hálfu starfi hjá Land­læknisembætt­inu og henn­ar laun fjár­mögnuð af sam­starf­inu í gegn­um Mentor sem er evr­ópskt lýðheilsu­verk­efni og hluti af því er HappApp sem er geðræktar­for­rit þar sem not­end­ur geta gert margskon­ar æf­ing­ar og hlúð að eig­in geðheilsu.

Hvernig fólk er það sem hal­ar niður app­inu?

„Það eru fleiri kon­ur sem hafa sótt appið held­ur en karl­ar. Ald­urs­dreif­ing­in er reynd­ar á öll­um aldri sýn­ist mér. En jú tals­vert fleiri kon­ur en karl­ar en það er samt al­veg slatti af körl­um sem hafa sótt appið líka.“

Er þetta hirðuleysi karla um eigið geð, eða dæmi um fleiri vanda­mál kvenna þegar kem­ur að geði?

„Þetta er mjög góð spurn­ing. Kon­ur hafa meiri áhuga á svona alla­vega held­ur karl­ar. Þannig að að ein­hverju leiti snýst þetta um áhuga. Ég hef líka tekið eft­ir því þegar ég er með nám­skeið að fleiri kon­ur sækja þau en karl­ar,“ seg­ir Helga Arn­ar­dótt­ir.

HappAppið sem hún er höf­und­ur að er gengið í end­ur­nýj­un lífdaga og kom út í nýrri mynd, seint á síðasta ári bæði á ís­lensku og ensku. Appið hef­ur nú verið tekið und­ir vernd­ar­væng Mentors áætl­un­ar­inn­ar og verður gert aðgengi­legt fyr­ir sjö lönd í Evr­ópu og er haf­in vinna við að þýða það á tungu­mál þeirra landa sem um ræðir og jafn­framt að staðfæra inni­haldið.

Dag­málaþátt­ur­inn með Helgu Arn­ar­dótt­ur er op­inn áskrif­end­um og geta þeir nálg­ast hann með því að smella á link­inn hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka