„Samstaðan er lykilatriði“

Kristrún við komuna til Kænugarðs í morgun.
Kristrún við komuna til Kænugarðs í morgun. Ljósmynd/Friðrik Jónsson

„Hér eru leiðtog­ar fyrst og fremst komn­ir til að sýna sam­stöðu með Úkraínu. Þetta mark­ar þrjú ár frá upp­hafi stríðsins en það hef­ur líka gengið mikið á í alþjóðamál­um á und­an­förn­um dög­um og vik­um og það skipt­ir máli að hingað mæti fólk og sýni að það standi með Úkraínu í þessu stríði,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Kristrún er stödd í Kænug­arði ásamt fjöl­mörg­um leiðtog­um Evr­ópu­ríkja til að sýna land­inu stuðning en í dag eru þrjú ár liðin frá upp­hafi inn­rás­ar Rússa í Úkraínu.

Kristrún seg­ir að án efa verði til­finn­ingaþrung­in stund í dag en það reyni á fólk að velta fyr­ir sér hvernig hlut­irn­ir geti þró­ast á næst­um dög­um og vik­um og hvort þessi hóp­ur ríkja sem Ísland hafi verið að marka sér með, sem eru Norður­lönd­in og Eystra­salts­rík­in, geti gert eitt­hvað meira til að styðja við Úkraínu.

Úkraína þarf að vera sterk

Hver verða þín helstu áherslu­mál í sam­ræðum við leiðtoga Evr­ópu í dag?

„Lyk­il­atriði er auðvitað samstaðan. Við vilj­um sjá að Evr­ópa og þessi ríki sem hafa komið sam­an og stutt við bakið á Úkraínu geri það áfram og haldi því á lofti að það er sann­ar­lega Rúss­ar sem réðust inn í Úkraínu og sterk Úkraína er for­senda fyr­ir langvar­andi friði í álf­unni,“ seg­ir Kristrún.

Kristrún Frostaddóttir forsætisráðherra er komin til Kænugarðs ásamt fjölmörgum leiðtogum …
Kristrún Frostaddótt­ir for­sæt­is­ráðherra er kom­in til Kænug­arðs ásamt fjöl­mörg­um leiðtog­um Evr­ópu en í dag eru þrjú ár liðin frá inn­rás Rússa í Úkraínu. Ljós­mynd/​Friðrik Jóns­son

Hún seg­ir að Úkraína þurfi að vera í sterkri stöðu ef það komi að friðarviðræðum og það þurfi að tryggja það öll­um mögu­leg­um úrræðum að Úkraína verði sterk.

„Þetta eitt af því sem við ætl­um að ræða í dag og hvernig þessi hóp­ur ríkja geti komið að því." 

Teikn á lofti að samið verði um vopna­hlé

Ýmis teikn eru á lofti um að samið verði um vopna­hlé á milli Úkraínu­manna og Rússa á næstu mánuðum. Miðað við þær yf­ir­lýs­ing­ar sem komið hafa frá Hvíta hús­inu und­an­farna daga þykir víst að end­an­legt vopna­hlé muni að ein­hverju leyti fela í sér að Rúss­ar haldi því landi sem þeir hafa her­tekið í hinni ólög­legu inn­rás sinni.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði til dæm­is í síðustu viku að hann teldi ólík­legt að aft­ur yrði snúið til stöðunn­ar sem var fyr­ir fyrri inn­rás Rússa árið 2014, af því að Rúss­ar hefðu „bar­ist mjög hart fyr­ir þetta land og tapað mörg­um her­mönn­um“.

Rúss­ar hafa raun­ar gengið skref­inu lengra, því þeir inn­limuðu í sept­em­ber 2022 fjög­ur héruð Úkraínu, Ker­son, Sapórís­ja, Do­netsk og Lúhansk, en ein­ung­is Lúhansk get­ur tal­ist að fullu á valdi þeirra. Þá ráða Rúss­ar hvorki yfir héraðshöfuðborg­un­um í Ker­son né í Sapórís­ja. Þrátt fyr­ir það krefjast þeir að héruðin öll í heild sinni verði eft­ir­lát­in sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert