Vék eftir árás drengjanna

Stúlkan var tólf ára þegar ráðist var á hana á …
Stúlkan var tólf ára þegar ráðist var á hana á lóð Breiðagerðisskóla. Hún mun glíma við afleiðingar árásarinnar alla ævi. Öðrum drengjanna var vikið úr skóla í viku. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég get ekki ímyndað mér sárs­auk­ann sem hún fór í gegn­um,“ seg­ir faðir stúlku sem lenti í hrotta­fengnu of­beldi á skóla­lóð Breiðagerðis­skóla í októ­ber árið 2023, þegar tveir dreng­ir réðust á hana með stíflu­eyði.

Þangað höfðu þeir narrað hana þá um kvöldið.

Stúlk­an, sem þá var tólf ára, særðist al­var­lega og glím­ir enn við af­leiðing­arn­ar, sem raun­ar munu fylgja henni alla ævi. Ætandi efni fór upp í munn henn­ar og í auga.

Aðeins heppni og rétt viðbragð stúlk­unn­ar og þeirra sem veittu henni aðhlynn­ingu varð til þess að hún missti ekki sjón­ina.

Full­orðið fólk hefði ekki sætt sig við viðbrögðin

Ann­ar dreng­ur­inn var skóla­bróðir stúlk­unn­ar. Hon­um var vikið úr skóla í viku eft­ir að for­eldr­ar henn­ar fóru fram á það. Stúlk­an hafði þá misst þrjár vik­ur úr skóla vegna árás­ar­inn­ar.

Faðir henn­ar, Máni Esk­ur Bjarna­son, seg­ir úrræðal­eysi hafa ein­kennt viðbrögð skóla­yf­ir­valda. Kerfið sé ein­fald­lega lens þegar svona mál koma upp.

Að lok­um tóku for­eldr­arn­ir dótt­ur sína úr skól­an­um þegar í ljós kom að ann­ar dreng­ur­inn sem réðst á dótt­ur þeirra, og var ekki í sama skóla, væri far­inn að sækja skóla­lóðina á skóla­tíma.

„Gerend­ur – þeirra bíða eng­ar af­leiðing­ar. Þeir þurfa ekki að díla við neitt. Sam­fé­lagið virðist bara ekki geta áttað sig á því að börn geta beitt önn­ur börn hrotta­legu of­beldi,“ seg­ir Máni.

Bend­ir hann á að full­orðið fólk hefði ekki sætt sig við þau viðbrögð sem dótt­ir hans fékk. „En við virðumst ein­hvern veg­inn ætla að bjóða börn­un­um okk­ar upp á þetta.“

Máni segir að sér hafi snerist hugur í kjölfar umfjöllunar …
Máni seg­ir að sér hafi sner­ist hug­ur í kjöl­far um­fjöll­un­ar mbl.is um of­beldi í Breiðholts­skóla og viðbrögð skóla­kerf­is­ins í kjöl­farið.

Sner­ist hug­ur

Árás­in rataði í fjöl­miðla á sín­um tíma en Máni seg­ir for­eldr­ana þó ekki hafa viljað veita viðtöl í kjöl­farið.

„Þetta er erfitt og þungt mál,“ seg­ir Máni í dag.

Það var enda ekki fyrr en núna, tæpu einu og hálfu ári síðar, sem hon­um sner­ist hug­ur eft­ir að hafa lesið um­fjall­an­ir mbl.is og Morg­un­blaðsins um of­beldi meðal grunn­skóla­barna í Breiðholts­skóla og bar­áttu for­eldra við kerfið sem brást aldrei al­menni­lega við.

Þá voru það ekki síður viðbrögð mennta­yf­ir­valda und­an­farn­ar vik­ur sem urðu til þess að Máni ákvað að stíga fram og segja sögu dótt­ur sinn­ar, viðbrögð sem hann seg­ir hafa skort auðmýkt.

Mun ít­ar­legri um­fjöll­un er að finna á síðum 10-11 í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert