Benti Akureyrarbæ á lögbrot

Eiríkur Rögnvaldsson fékk skjót og góð svör frá bæjarstjóra Akureyrar.
Eiríkur Rögnvaldsson fékk skjót og góð svör frá bæjarstjóra Akureyrar. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar sveit­ar­fé­lag send­ir frá sér póst sem skrifaður er ein­göngu á ensku er um lög­brot að ræða.

Þetta seg­ir Ei­rík­ur Rögn­valds­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or í ís­lenskri mál­fræði og stjórn­andi í face­book hópn­um Mál­spjall, í pósti sín­um til bæj­ar­stjóra Ak­ur­eyr­ar.

Til­efni pósts­ins var að meðlim­ur Mál­spjalls sendi Ak­ur­eyr­ar­bæ ný­lega reikn­ing fyr­ir smá­viðvik og fékk staðfest­ingu í tölvu­pósti sem ein­göngu var skrifuð á ensku. Það eina sem hafi verið skrifað á ís­lensku hafi verið nafn viðtak­anda og orðið Ak­ur­eyr­ar­bær.

Hróp­legt ósam­ræmi

Í póst­in­um minn­ir Ei­rík­ur, sem sjálf­ur hef­ur titlað sig mál­fars­leg­an aðgerðasinna, á að það varði við lög þegar sveit­ar­fé­lag eða aðili í umboði þess send­ir frá sér póst ein­göngu á ensku.

En í lög­um um stöðu ís­lenskr­ar tungu og ís­lensks tákn­máls seg­ir að ís­lenska sé þjóðtunga Íslend­inga og op­in­bert mál á Íslandi.

Ríki og sveit­ar­fé­lög beri ábyrgð á að varðveita og efla ís­lenska tungu og skulu sjá til þess að hún sé notuð.

„Það verður held­ur ekki bet­ur séð en þetta sé í hróp­legu ósam­ræmi við mál­stefnu Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar sem samþykkt var á fundi bæj­ar­stjórn­ar 17. sept­em­ber sl,“ seg­ir einnig í pósti Ei­ríks.

Grafal­var­legt mál að hunsa ís­lensk­una

Seg­ir hann einnig í póst­in­um til bæj­ar­stjóra Ak­ur­eyr­ar að komið hafi fram í umræðu á face­book hópn­um að bær­inn hafi keypt viðkom­andi þjón­ustu af fyr­ir­tæki sem ekki gæti sent út svör á ís­lensku.

„Ég treysti því að þarna sé um vangá að ræða af hálfu bæj­ar­ins, en það er ein­boðið að krefjast þess að fyr­ir­tækið kippi þessu í lag þegar í stað. Að öðrum kosti hlýt­ur bær­inn að hætta viðskipt­um við það til að kom­ast hjá því að halda áfram lög­brot­um.

Það er grafal­var­legt mál þegar op­in­ber­ir aðilar hunsa ís­lensk­una á þann hátt sem þarna er gert.“

Hrós­ar bæj­ar­stjóra Ak­ur­eyr­ar fyr­ir snögg viðbrögð

Ei­rík­ur fékk um­svifa­laust svar frá bæj­ar­stjóra sem á að hans sögn skilið hrós fyr­ir snögg viðbrögð.

Í svari bæj­ar­stjóra sagði:

„Ég þakka tölvu­póst­inn. Við könn­um hvað er hér á ferðinni en lík­ast til er það svo að það þurfi að for­rita hug­búnaðinn sem við not­um. Það þarf að kanna það hjá þjón­ustuaðila.
Ak­ur­eyr­ar­bær legg­ur sig fram um að vanda notk­un á ís­lensku máli í stjórn­sýslu sinni og get ég full­yrt að þetta er ekki venj­an hjá okk­ur.“

Ei­rík­ur seg­ist þá vona að „hóp­verj­ar“ fylgi mál­inu eft­ir og fylg­ist með hvort breyt­ing verði þarna á.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert