Snerting með 13 tilnefningar

Egill Ólafsson er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í …
Egill Ólafsson er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Snerting sem Baltasar Kormákur leikstýrði.

Til­nefn­ing­ar til Edd­unn­ar, ís­lensku kvik­mynda­verðlaun­anna, 2025 voru op­in­beraðar fyrr í dag. Kvik­mynd­in Snert­ing í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks hlýt­ur flest­ar til­nefn­ing­ar eða 13 tals­ins. Hún er meðal ann­ars til­nefnd sem mynd árs­ins, fyr­ir leik­stjórn, hand­rit, kvik­mynda­töku, tónlist, leik­mynd, bún­inga og leik.

Katla Njálsdóttir og Elín Hall í kvikmyndinni Ljósbrot sem Rúnar …
Katla Njáls­dótt­ir og Elín Hall í kvik­mynd­inni Ljós­brot sem Rún­ar Rún­ars­son leik­stýrði. Elín er til­nefnd fyr­ir besta leik í aðal­hlut­verki.

Næst­flest­ar til­nefn­ing­ar hlýt­ur kvik­mynd­in Ljós­brot í leiktjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar eða 12 sam­tals. Mynd­in er meðal ann­ars til­nefnd sem mynd árs­ins, fyr­ir leik­stjórn, hand­rit, klipp­ingu og leik. Þar á eft­ir kem­ur kvik­mynd­in Ljós­vík­ing­ar með sam­tals níu til­nefn­ing­ar. Hún er meðal ann­ars til­nefnd sem mynd árs­ins, fyr­ir leik­stjórn, hand­rit og tónlist. 

Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks í kvikmyndinni Ljósvíkingar. …
Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son og Arna Magnea Danks í kvik­mynd­inni Ljós­vík­ing­ar. Björn Jör­und­ur er til­nefnd­ur fyr­ir best­an leik í aðal­hlut­verki.

Í til­kynn­ingu frá Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unni (ÍKSA) kem­ur fram að verðlaun­in hafi verið veitt ár­lega af frá ár­inu 1999. „Á síðasta ári voru kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­in aðskil­in og Eddu­verðlaun­in veitt í fyrsta sinn fyr­ir kvik­mynda­verk ein­göngu. ÍKSA sér áfram um Eddu­verðlaun­in, þar sem ein­göngu er verðlaunað fyr­ir kvik­mynda­verk. ÍKSA á ekki aðkomu að fyr­ir­huguðum sjón­varps­verðlaun­um, sem ný­lega voru kynnt.

Á Edd­unni 2025 verða veitt sam­tals 20 verðlaun til kvik­mynda­verka sem frum­sýnd voru á tíma­bil­inu 1. janú­ar til 31. des­em­ber 2024. Þá verða heiður­sverðlaun ÍKSA veitt, ásamt því að er­lend kvik­mynd árs­ins verður verðlaunuð sem og upp­götv­un árs­ins en þau verðlaun fær ein­stak­ling­ur sem ekki hef­ur hlotið til­nefn­ingu áður í viðkom­andi fag­verðlauna­flokki en hef­ur vakið sér­staka at­hygli fyr­ir framúrsk­ar­andi fram­lag á ár­inu.

Alls bár­ust 72 verk og 129 inn­send­ing­ar til fag­verðlauna að þessu sinni. Fyrstu sex flokk­arn­ir hér að neðan telj­ast til aðal­flokka og síðan taka fag­verðlaun­in við. Að sögn skipu­leggj­enda var met slegið í inn­send­um verk­um í ár „en aukn­ing­in frá því í fyrra er rúm 80%,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Heim­ilda­mynd­ir voru 18, heim­ild­astutt­mynd­ir 11, kvik­mynd­ir í fullri lengd 9, stutt­mynd­ir 26 og er­lend­ar kvik­mynd­ir 8.

40 ein­stak­ling­ar sátu í átta val­nefnd­um fyr­ir hina 20 verðlauna­flokka. Meðlim­ir ÍKSA munu kjósa um til­nefn­ing­arn­ar og stend­ur kosn­ing frá 1. mars til.17. mars. KPMG hef­ur yf­ir­um­sjón með kosn­ingu og taln­ingu at­kvæða. Eddu­verðlaun­in verða af­hent 26. mars í beinni út­send­ingu á RÚV.

Til­nefn­ing­arn­ar eru sem hér seg­ir: 

Barna- og ung­linga­efni árs­ins 

  • Geltu
  • Heima­vist
  • Kirsu­berjatóm­at­ar

Er­lend kvik­mynd árs­ins 

  • All of us stran­gers
  • Elsk­ling
  • Per­fect Days
  • Poor things
  • Su­bst­ance

Heim­ilda­mynd árs­ins 

  • Fjallið það öskr­ar
  • Kú­reki Norðurs­ins, sag­an af Johnny King
  • The Day Ice­land Stood Still

Heim­ild­astutt­mynd árs­ins

  • Kirsu­berjatóm­at­ar
  • Ómur jóla
  • Vélsmiðja 1913

Kvik­mynd árs­ins

  • Ljós­brot
  • Ljós­vík­ing­ar
  • Snert­ing

Stutt­mynd árs­ins

  • Fár
  • Flökkus­in­fón­ía
  • O

Brell­ur árs­ins 

  • Jör­und­ur Rafn Arn­ar­son, Christian Sjostedt – Ljós­brot
  • Árni Gest­ur Sig­fús­son – Ljós­vík­ing­ar
  • Michael Den­is – Miss­ir

Bún­ing­ar árs­ins

  • Helga Rós Hannam – Ljós­brot
  • Arn­dís Ey – Ljós­vík­ing­ar
  • Mar­grét Ein­ars­dótt­ir – Snert­ing

Gervi árs­ins 

  • Evalotte Oosterop – Ljós­brot
  • Tinna Ingimars­dótt­ir – Natatori­um
  • Ásta Hafþórs­dótt­ir – Snert­ing

Hand­rit árs­ins 

  • Rún­ar Rún­ars­son – Ljós­brot
  • Snæv­ar Sölva­son – Ljós­vík­ing­ar
  • Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son og Baltas­ar Kor­mák­ur – Snert­ing

Hljóð árs­ins

  • Agn­ar Friðberts­son, Birg­ir Tryggva­son – Ljós­vík­ing­ar
  • Björn Vikt­ors­son – Natatori­um
  • Kjart­an Kjart­ans­son – Snert­ing

Klipp­ing árs­ins

  • Andri Steinn Guðjóns­son – Ljós­brot
  • Jussi Raut­aniemi – Natatori­um
  • Sig­urður Eyþórs­son – Snert­ing

Kvik­mynda­taka árs­ins

  • Sophia Ols­son – Ljós­brot
  • Kerttu Hakk­arain­en – Natatori­um
  • Berg­steinn Björg­úlfs­son – Snert­ing

Leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki 

  • Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son – Ljós­vík­ing­ar
  • Eg­ill Ólafs­son – Snert­ing
  • Þor­steinn Gunn­ars­son – Miss­ir

Leik­ari árs­ins í auka­hlut­verki 

  • Björn Thors – Nokk­ur augna­blik um nótt
  • Mika­el Kaaber – Ljós­brot
  • Pálmi Kor­mák­ur – Snert­ing

Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki

  • Elín Hall – Ljós­brot
  • Helga Braga Jóns­dótt­ir – Topp 10 möst
  • Vig­dís Hrefna Páls­dótt­ir – Nokk­ur augna­blik um nótt

Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki

  • Katla Njáls­dótt­ir – Ljós­brot
  • Sól­veig Arn­ars­dótt­ir – Ljós­vík­ing­ar
  • Yoko Nara­hashi – Snert­ing

Leik­mynd árs­ins

  • Hulda Helga­dótt­ir – Ljós­brot
  • Snorri Freyr Hilm­ars­son – Natatori­um
  • Sunn­eva Ása – Snert­ing

Leik­stjóri ár­ins 

  • Rún­ar Rún­ars­son – Ljós­brot
  • Snæv­ar Sölva­son – Ljós­vík­ing­ar
  • Baltas­ar Kor­mák­ur – Snert­ing

Tónlist árs­ins 

  • Kristján Sturla Bjarna­son – Fjallið það öskr­ar
  • Magnús Jó­hann – Ljós­vík­ing­ar
  • Högni Eg­ils­son – Snert­ing
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka