ESB-aðild þýðir ekki lægri vexti

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að því fari víðs fjarri að ein­hverj­ir ein­ir lág­ir vext­ir séu til hús­næðislána á evru­svæðinu. Hvað þá að Ísland muni njóta þeirra vaxta með því einu að taka upp evru.

Ragn­ar rök­studdi þessa skoðun sína í fyr­ir­lestri sem sagt er frá í ViðskiptaMogg­an­um í dag. Máli sínu til stuðnings vís­ar Ragn­ar til hagþró­un­ar í Evr­ópu­sam­band­inu og á evru­svæðinu. Niðurstaðan er að vænt­ing­ar um hag­vöxt hafi brugðist og að vægi aðild­ar­ríkja sam­bands­ins í heims­bú­skapn­um sé minna en vænt­ing­ar voru um í byrj­un ald­ar.

Aðild yrði dýr fyr­ir Ísland

Ragn­ar seg­ir vert að huga að því hvað Íslend­ing­ar myndu þurfa að greiða fyr­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu í bein­hörðum pen­ing­um en þar vegi þyngst hlut­fall af verg­um þjóðar­tekj­um hvers aðild­ar­lands. Reikn­ast hon­um til að Ísland hefði sem ESB-ríki þurft að greiða 35-50 millj­arða ár­lega til sjóða sam­bands­ins miðað við regl­ur und­an­far­inna ára. Sé miðað við 40 millj­arða sam­svari það um 100 þúsund krón­um á hvern lands­mann.

Evr­ópa á niður­leið

Ragn­ar seg­ir ný­lega skýrslu Mari­os Drag­his fv. seðlabanka­stjóra Evr­ópu sýna fram á að Evr­ópa sé að drag­ast efna­hags­lega aft­ur úr Banda­ríkj­un­um og Kína og raun­ar flest­um öðrum iðnvædd­um lönd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert