Geirfinnsmálið: Viðkvæmum upplýsingum lekið

Jón Ármann Steinsson með bókina og gögnin. Hluti þeirra er …
Jón Ármann Steinsson með bókina og gögnin. Hluti þeirra er nú á sveimi á internetinu miðað við upplýsingar sem hann fékk í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Ármann Steins­son, út­gef­andi bók­ar­inn­ar Leit­in að Geirfinni, seg­ir óprúttna aðila hafa kom­ist yfir vinnu­skjal með óbirtu efni sem til hef­ur staðið að láta yf­ir­völd hafa til að rann­saka. 

Upp­lýs­ing­arn­ar hafa gengið und­ir heit­inu 13. kafl­inn í um­fjöll­un fjöl­miðla. Bók­in Leit­in að Geirfinni sem kom út 19. nóv­em­ber 2024 hef­ur að geyma tólf kafla. 13. kafl­inn svo­kallaði geym­ir ná­kvæm­ari lýs­ing­ar á því sem aðstand­end­ur bók­ar­inn­ar telja að hafi hent Geirfinn að kvöldi 19. nóv­em­ber 1974. Einnig seg­ir Jón Ármann að þar sé til­gáta þeirra um af­vega­leiðingu máls­ins hjá ein­stak­ling­um inn­an lög­regl­unn­ar í Kefla­vík á þeim tíma.

Jón Ármann seg­ir ókláruð vinnu­skjöl úr 13. kafl­an­um vera í dreif­ingu meðal fólks á net­inu. 

„Við vit­um ekki hvernig það gerðist en ein­hver hef­ur kom­ist í þessi gögn og lekið þeim. Ég fékk ábend­ingu frá vini mín­um um að hann hafi fengið þetta sent. Mér skilst að þetta sé í dreif­ingu á milli fólks, til dæm­is á Face­book.“

Hann kann ekki skýr­ingu á lek­an­um og tek­ur skýrt fram að aðstand­end­ur bók­ar­inn­ar hafi þar ekki átt hlut að máli. Jón Ármann harm­ar að þessi staða sé kom­in upp. 

„Þarna kem­ur fólk við sögu sem við telj­um að hafi átt þátt í dauða Geirfinns og viti hvað gerðist. Einnig fleiri viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar sem tengj­ast vinnu­brögðum lög­regl­unn­ar í mál­inu á sín­um tíma. Þetta fólk á rétt á friðhelgi einka­lífs því þau vildu ekki ræða við okk­ur við gerð bók­ar­inn­ar. Fyr­ir vikið þá höf­um við alltaf talið að að þess­ar upp­lýs­ing­ar og vís­bend­ing­ar sem við búum yfir eigi heima hjá lög­reglu­yf­ir­völd­um. Þau hafi rann­sókn­ar­heim­ild­ir sem fjöl­miðlafólk hafi ekki og geti rann­sakað hvarf Geirfinns upp á nýtt,“ seg­ir Jón Ármann og biður fólk vin­sam­leg­ast um að dreifa ekki gögn­un­um. Inni­haldið eigi ekki er­indi við al­menn­ing að svo stöddu auk þess sem ekki sé um loka­út­gáfu af 13. kafl­an­um að ræða. 

Ekk­ert heyr­ist frá ráðuneyt­inu

Til stóð hjá út­gef­end­um bók­ar­inn­ar að gefa út bók­ina með 13. kafl­an­um eft­ir að ný rann­sókn á af­drif­um Geirfinns Ein­ars­son­ar færi fram. 

Sam­kvæmt Jóni Ármanni hef­ur Dóms­málaráðuneytið ekki brugðist er­indi hans um að Sig­ríður Þor­björg Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra taki við gögn­un­um. Eins og greint var frá á dög­un­um ritaði Jón Ármann ráðuneyt­is­stjór­an­um bréf þess efn­is en hef­ur þar fyr­ir utan sagt við fjöl­miðla hver vilji aðstand­enda bók­ar­inn­ar sé í þeim efn­um. 

„Mér þykir afar und­ar­legt að yf­ir­völd í land­inu skuli ekki hafa áhuga á nýj­um upp­lýs­ing­um og vís­bend­ing­um um óupp­lýst morð á Íslandi. Ég veit eig­in­lega ekki hvað við eig­um að gera ef nýr dóms­málaráðherra vill ekki bregðast við þessu. Það er mjög miður að nú séu upp­lýs­ing­ar í dreif­ingu sem við vild­um fyr­ir löngu síðan koma í hend­ur yf­ir­valda því þar eiga gögn­in heima,“ seg­ir Jón Ármann Steins­son í sam­tali við mbl.is. 

Vitni ræddi við bók­ar­höf­und

Í fyrstu tólf köfl­um um­ræddr­ar bók­ar, sem Sig­urður B. Sig­urðsson skrifaði, er greint frá máls­at­vik­um 19. nóv­em­ber 1974 eins og aðstand­end­ur bók­ar­inn­ar telja þau hafi átt sér stað út frá sín­um rann­sókn­um og viðmæl­end­um. En eng­in nöfn eru nefnd.

Vitni seg­ist hafa séð Geirfinn verða und­ir í átök­um í bíl­skúrn­um við heim­ili hans þetta kvöld. Eng­inn hafi hins veg­ar trúað vitn­inu unga, sér­stak­lega þegar rann­sókn máls­ins og frá­sagn­ir fjöl­miðla snér­ust fljótt um dul­ar­fullt stefnu­mót í Hafn­ar­búðinni og sím­tal þar. 

Í bók­inni er sú til­gáta sett fram að Geirfinn­ur hafi fengið far heim eft­ir að hafa keypt síga­rett­ur í Hafn­ar­búðinni. Er það m.a. rök­stutt með því að þar töpuðu spor­hund­ar slóðinni. Þeir hefðu ekki tapað slóðinni nema hinn horfni hafi farið upp í bif­reið er haft eft­ir þjálf­ara hund­anna.  Einnig er vísað til ná­granna sem hafi heyrt ösk­ur og læti koma frá húsi Geirfinns þetta kvöld. 

Sam­kvæmt bók­inni bar hvarf Geirfinns að með allt öðrum hætti en talið var. Geng­ur til­gáta bók­ar­höf­unda full­kom­lega í ber­högg við rann­sókn máls­ins, mál­flutn­ing ákæru­valds­ins og niður­stöðu Hæsta­rétt­ar árið 1980. 

Árið 2018 voru Sæv­ar Ciesi­elski, Kristján Viðar Viðars­son­ og Guðjón Skarp­héðins­son sýknaðir í Hæsta­rétti af morði Geirfinns og Erla Bolla­dótt­ir sýknuð af aðild af hvarfi Geirfinns. Ekki var farið ofan í saum­ana á Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um í það skiptið þar sem sak­sókn­ari fór fram á sýknu. 

Frá þeim tíma telst hvarf Geirfinns vera óupp­lýst manns­hvarf líkt og þegar lög­regl­an í Kefla­vík hætti rann­sókn máls­ins sum­arið 1975. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert