Atburðarásin í Efstaleiti og víðar

Fjölmiðlar Eiginkona Páls Steingrímssonar hefur viðurkennt að hafa látið starfsfólki …
Fjölmiðlar Eiginkona Páls Steingrímssonar hefur viðurkennt að hafa látið starfsfólki Ríkisútvarpsins gögn í té. Fréttir upp úr þeim tóku hins vegar að birtast í öðrum fjölmiðlum tveimur vikum síðar. Engan heimildarmann þarf að vernda í málinu. Hann hefur sjálfur stigið fram. Samt þegir RÚV þunnu hljóði. Morgunblaðið/Eggert

Allt bend­ir nú til þess að hið svo­kallaða byrlun­ar­mál muni hljóta um­fjöll­un á vett­vangi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. Málið komst í há­mæli á ný eft­ir að Páll Stein­gríms­son skip­stjóri mætti í ít­ar­legt viðtal á vett­vangi Spurs­mála 7. fe­brú­ar síðastliðinn. Í kjöl­farið hef­ur Morg­un­blaðið fjallað um ýmsa anga þess í frétta­skýr­ing­um sem birt­ar hafa verið á und­an­förn­um dög­um.

Hér að neðan get­ur að líta tíma­línu sem blaðið hef­ur tekið sam­an og varðar helstu at­b­urði sem tengj­ast mál­inu. Í flest­um til­vik­um byggj­ast upp­lýs­ing­arn­ar á op­in­ber­um gögn­um frá op­in­ber­um rann­sak­end­um.

2021

Apríl

Starfs­menn RÚV virkja síma­núm­erið 680-2140, en það er nauðalíkt síma­núm­eri Páls sem er 680-2141.

24. apríl

Eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar leys­ir út svefn­lyfið Imovane sem hann hafði út­vegað henni lyf­seðil fyr­ir.

Páll Steingrímsson var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, nær helju …
Páll Stein­gríms­son var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur, nær helju en heimi.

29. apríl

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri kem­ur í land af Bergi VE og tek­ur gist­ingu á Hót­el Óðinsvé­um. Eig­in­kona hans vitj­ar hans og býður hon­um drykk. Hann þigg­ur ekki drykk­inn og flýt­ir för til Ak­ur­eyr­ar.

Verðlaunablaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson.
Verðlauna­blaðamaður­inn Aðal­steinn Kjart­ans­son.

30. apríl

Aðal­steinn Kjart­ans­son hætt­ir á RÚV og flyt­ur sig yfir á Stund­ina.

2. maí

Seint um kvöld þigg­ur Páll bjór úr hendi konu sinn­ar. Finnst bragðið skrítið og hef­ur orð á því að það sé rammt.

3. maí

Tvö um nótt­ina vakn­ar Páll mikið veik­ur. Kemst við ill­an leik yfir til ná­granna sinna og hníg­ur þar niður. Læt­ur viðstadda, meðal ann­ars sjúkra­flutn­inga­menn, vita að hann telji að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Flutt­ur á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri og lend­ir þar nokkr­um sinn­um í hjarta­stoppi.

Lækn­ar berj­ast við að halda hon­um á lífi og gefa hon­um meðal ann­ars móteit­ur við mögu­legri eitrun af völd­um zópíklóns, virka efn­is­ins í Imovane.

Páll lá dögum saman í öndunarvél og var vart hugað …
Páll lá dög­um sam­an í önd­un­ar­vél og var vart hugað líf.

4. maí

Páll er flutt­ur á sjúkra­hús í Reykja­vík. Dæt­ur hans og þáver­andi tengda­móðir mæta á flug­völl­inn fyr­ir norðan og er sagt að kveðja Pál. Mjög tví­sýnt sé um líf hans.

5. maí

Eig­in­kona Páls af­hend­ir Þóru Arn­órs­dótt­ur og Arn­ari Þóris­syni við þriðja mann farsíma Páls og seg­ir þeim að í sím­an­um séu gögn sem eigi ríkt er­indi við al­menn­ing.

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arn­órs­dótt­ir

6. maí

Páll kemst til meðvit­und­ar eft­ir að hafa legið í önd­un­ar­vél frá því að veik­ind­in herjuðu á hann. Sér á Sam­sung-aðgangi að farsími hans er staðsett­ur í Efsta­leiti 1, þar sem höfuðstöðvar RÚV eru.

Eig­in­kon­an sæk­ir sím­ann að nýju í Efsta­leiti og kem­ur hon­um til Páls ásamt öðrum per­sónu­leg­um eig­um hans.

11. maí

Páll út­skrif­ast af Land­spít­ala og fer með flugi norður til Ak­ur­eyr­ar.

12. maí

Páll skoðar sím­tæki sitt og sér merki þess að það hafi verið af­ritað.

14. maí

Páll fer til lög­reglu og kær­ir meinta af­rit­un til lög­reglu en get­ur ekki gefið nán­ari lýs­ingu á því hver hafi verið þar að verki.

Þórður Snær Júlíusson.
Þórður Snær Júlí­us­son.

20. maí

Páll gef­ur skýrslu hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri.

Aðal­steinn Kjart­ans­son á Stund­inni og Þórður Snær Júlí­us­son á Kjarn­an­um hafa sam­band með tíu mín­útna milli­bili og bera vænt­an­lega frétt und­ir Pál. Byggðist sú um­fjöll­un á gögn­um sem áttu það öll sam­merkt að vera vistuð á farsíma hans.

21. maí

Kjarn­inn og Stund­in birta fyrstu frétt­ir af hinni svo­kölluðu „Skæru­liðadeild Sam­herja“.

Páll fer aft­ur til lög­regl­unn­ar og kær­ir eig­in­konu sína til lög­reglu og vís­ar á blaðamenn­ina tvo.

24. ág­úst

Þóra Arn­órs­dótt­ir á í sms-sam­skipt­um við eig­in­konu Páls. Þær finna tíma til að mæla sér mót. Eig­in­kon­an er á sama tíma í sam­skipt­um við síma­núm­erið 680-2140 og er það merkt ÞAK í síma­skrá henn­ar. Af sam­skipt­un­um að dæma er Þóra Arn­órs­dótt­ir í Kveik einnig hinum meg­in lín­unn­ar þar.

Þenn­an dag und­ir­búa þær einnig að koma síma eig­in­konu Páls í hend­ur „huldu­manns“ á veg­um RÚV, sem fékk það verk­efni að skoða ra­f­ræn fót­spor í síma henn­ar, kanna meðal ann­ars mögu­legt inn­brot í hann og fleira.

25. ág­úst

Þóra og eig­in­kon­an hitt­ast á kaffi­hús­inu Yndis­auka í Efsta­leiti. Hafði Þóra beðið kon­una um að skila sér hvít­um Nokia-síma og hleðslu­snúru sem hún hafði látið hana hafa.

3. sept­em­ber

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ist í sms-skila­boðum ætla að hitta eig­in­kon­una „eft­ir helgi“.

15. sept­em­ber

Rétt­ar­lækn­is­fræðileg mats­gerð gef­in út að beiðni lög­reglu. Blóðpruf­ur sýndu ekki merki eitr­un­ar en ekki var skimað fyr­ir zópíklóni á meðan veik­indi Páls gengu yfir. Niðurstaðan að ekki væri hægt að kom­ast að niður­stöðu um hvað olli veik­ind­un­um. Ekki væri úti­lokað að sjúk­ling­ur­inn hefði inn­byrt efni/​lyf sem ekki var skimað fyr­ir á sjúkra­hús­inu.

Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður eiginkonu Páls.
Lára V. Júlí­us­dótt­ir, lögmaður eig­in­konu Páls.

3. októ­ber

Eig­in­kona Páls send­ir Láru V. Júlí­us­dótt­ur lög­manni sín­um póst og gef­ur þar Þóru Arn­órs­dótt­ur og Aðal­steini Kjart­ans­syni umboð til þess að fá sím­kort úr henn­ar eigu, og aðgang að öll­um gögn­um sem hana varða og eru í vörslu lög­manns­ins.

5. októ­ber

Eig­in­kon­an hring­ir í Þóru Arn­órs­dótt­ur og var­ir sím­talið milli þeirra í 6:46 mín­út­ur.

6. októ­ber

Eig­in­kon­an mæt­ir til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu. Viður­kenn­ir þar að hafa byrlað Páli svefn­lyf í bjór. Seg­ist hafa gert það eft­ir að hafa kom­ist í ósæmi­legt mynd­efni sem sýndi Pál með ann­arri konu. Hún hafi snög­greiðst og eitrað fyr­ir hon­um. Viður­kenn­ir einnig að hafa af­hent fjöl­miðlum sím­ann en til­grein­ir ekki hvar eða hverj­um.

Rakel Þorbergsdóttir hætti á RÚV í árslok 2021.
Rakel Þor­bergs­dótt­ir hætti á RÚV í árs­lok 2021.

6. nóv­em­ber

Rakel Þor­bergs­dótt­ir frétta­stjóri RÚV seg­ir upp störf­um. Hafði þekkt eig­in­konu Páls í ára­tugi, æft með henni hand­bolta og starfað með henni hjá Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga.

22. nóv­em­ber

Páll gef­ur skýrslu að nýju hjá lög­reglu. Upp­lýs­ir þar að eig­in­kona sín hafi sagt sér á liðnu sumri að hún hefði af­hent starfs­fólki RÚV sím­ann.

2022

5. janú­ar

Eig­in­kona Páls mæt­ir til yf­ir­heyrslu. Tjá­ir sig ekki um efn­is­atriði máls og upp­lýs­ir ekki hverj­um hún af­henti sím­ann.

Helgi Seljan.
Helgi Selj­an.

13. janú­ar

Helgi Selj­an hætt­ir á Rík­is­út­varp­inu og hef­ur störf á Stund­inni sem „rann­sókn­ar­rit­stjóri“.

14. fe­brú­ar

Rík­is­út­varpið grein­ir frá því að „þrír rann­sókn­ar­blaðamenn“ hafi verið kallaðir til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu vegna um­fjöll­un­ar um hina meintu skæru­liðadeild. Það voru blaðamenn­irn­ir Aðal­steinn Kjart­ans­son, Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son. Síðar um kvöldið grein­ir RÚV frá því að Þóra Arn­órs­dótt­ir rit­stjóri Kveiks hafi einnig verið kölluð til skýrslu­töku. Þau hafi öll rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Formaður Blaðamanna­fé­lags­ins for­dæm­ir „af­skipti lög­reglu af rann­sókn­ar­blaðamönn­un­um og seg­ir þau óskilj­an­leg og óverj­andi“, eins og RÚV orðar það í frétt. „Hún seg­ir það ljóst að í mál­inu hafi al­manna­hags­mun­ir vegið þyngra en friðhelgi einka­lífs,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Heiðar Örn Sigurfinnsson.
Heiðar Örn Sig­urfinns­son.

20. fe­brú­ar

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri og Heiðar Örn Sig­urfinns­son, nýr frétta­stjóri RÚV, senda frá sér yf­ir­lýs­ingu og segja meðal ann­ars: „For­senda fyr­ir því að fjöl­miðlar geti rækt hlut­verk sitt er að þeir geti aflað upp­lýs­inga um mál sem hafa þýðingu fyr­ir al­menn­ing og miðlað þeim án af­skipta annarra.“ Er þar einnig ít­rekað mik­il­vægi þess að fjöl­miðlamenn geti staðið vörð um heim­ild­ar­menn sína.

Arnar Þór Ingólfsson.
Arn­ar Þór Ing­ólfs­son.

11. ág­úst

Skýrsla tek­in af Arn­ari Þór Ing­ólfs­syni. Svar­ar ekki efn­is­lega og ber við vernd heim­ild­ar­manna.

29. ág­úst

Þóra Arn­órs­dótt­ir gef­ur skýrslu. Tjá­ir sig ekki um sak­ar­efni og ber við trúnaði við heim­ild­ar­mann.

Aðal­steinn Kjart­ans­son gef­ur skýrslu. Neit­ar að tjá sig en seg­ist ekki hafa verið í nein­um tengsl­um við eig­in­konu Páls.

2023

11. janú­ar

Lög­regla ósk­ar skýr­inga frá Stefáni Ei­ríks­syni út­varps­stjóra um hver hafi verið not­andi að síma­núm­er­inu 680-2140.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og fyrrum lögreglustjóri.
Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri og fyrr­um lög­reglu­stjóri.

17. janú­ar

Þriðja skýrsla tek­in af Páli. Hann vitn­ar til sam­tals við fyrr­ver­andi eig­in­konu sína þar sem hún seg­ist hafa af­hent Helga Selj­an sím­ann.

6. fe­brú­ar

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt­ir á RÚV. Degi síðar til­kynnt um ráðningu henn­ar til Lands­virkj­un­ar.

8. mars

Lög­regla ósk­ar ít­ar­legri upp­lýs­inga frá út­varps­stjóra um reikn­inga og gögn er varða síma­núm­erið 680-2140 á tíma­bil­inu 1.4. 2021-1.9. 2021.

13. mars

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaðamaður á Heim­ild­inni, áður Stund­inni, mæt­ir til skýrslu­töku. Neit­ar að tjá sig um meint tengsl við eig­in­konu Páls. Ber við trúnaði við heim­ild­ar­menn.

14. mars

Þóra Arn­órs­dótt­ir í skýrslu­töku hjá lög­reglu öðru sinni. Neit­ar að sjá sig um sak­ar­efni.

2024

30. maí

Skýrsla tek­in af Páli Stein­gríms­syni. Þar upp­lýs­ir hann að fyrr­ver­andi eig­in­kona sín hafi tjáð sér að Arn­ar Þóris­son aðal­fram­leiðandi Kveiks hafi veitt sím­an­um viðtöku.

21. júní

Ingi Freyr Vil­hjálms­son ráðinn til frétta­stofu RÚV og hætt­ir á Heim­ild­inni.

12. júlí

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls upp­lýs­ir að Þóra Arn­órs­dótt­ir hafi tekið við sím­an­um ásamt Arn­ari Þóris­syni. Hún fær m.a. að sjá mynd af hon­um og er viss í sinni sök. Nefn­ir að nýju þriðja mann sem enn hef­ur ekki verið upp­lýst hver er.

Arnar Þórisson, aðalframleiðandi Kveiks.
Arn­ar Þóris­son, aðal­fram­leiðandi Kveiks.

11. sept­em­ber

Þóra Arn­órs­dótt­ir mæt­ir til skýrslu­töku þriðja sinni. Neit­ar að svara spurn­ing­um lög­reglu, m.a. um fundi sem hún átti með eig­in­konu Páls.

Arn­ar Þóris­son mæt­ir til skýrslu­töku. Hann neit­ar að hafa hitt fyrr­ver­andi konu Páls í Efsta­leiti. Neit­ar allri aðkomu að mál­inu.

26. sept­em­ber

Lög­regla hætt­ir rann­sókn á mál­inu.

23. októ­ber

Páll kær­ir ákvörðun lög­reglu til rík­is­sak­sókn­ara.

2025

8. janú­ar

Lög­regla send­ir rík­is­sak­sókn­ara gögn og skýr­ing­ar er varða ákvörðun þess efn­is að hætta rann­sókn­inni.

23. janú­ar

Rík­is­sak­sókn­ari staðfest­ir ákvörðun lög­reglu um að hætta rann­sókn á þeim hluta máls­ins sem laut að blaðamönn­un­um sem mál­inu tengd­ust og einnig byrlun­inni. Lög­reglu falið að rann­saka áfram mögu­leg brot fyrr­ver­andi eig­in­konu Páls gegn friðhelgi einka­lífs hans.

7. fe­brú­ar

Páll Stein­gríms­son mæt­ir í ít­ar­legt viðtal í Spurs­mál­um og seg­ir frá sinni hlið máls­ins.

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri hafn­ar því að mæta í viðtal í Spurs­mál­um og ber við að hann hafi eng­ar for­send­ur til að tjá sig um málið.

10. fe­brú­ar

Heiðar Örn Sig­urfinns­son hafn­ar boði um viðtal á vett­vangi Spurs­mála. Seg­ist ekki hafa for­send­ur til að tjá sig um málið. Hafði þó gert það á Face­book þrem­ur dög­um fyrr.

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra.

20. fe­brú­ar

Logi Ein­ars­son menn­ing­ar­málaráðherra seg­ist munu fara yfir hlut RÚV í byrlun­ar­mál­inu svo­kallaða.

21. fe­brú­ar

Stefán Ei­ríks­son hafn­ar öðru sinni boði í viðtal á vett­vangi Spurs­mála.

24. fe­brú­ar

Eva Hauks­dótt­ir lögmaður Páls send­ir bréf til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is og ósk­ar at­beina henn­ar til að rann­saka málið, einkum hlut RÚV og starfs­manna þess í því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka