Ætlar með milljarðamál fyrir Endurupptökudóm

Björn Thorsteinsson, forsvarsmaður félagsins Lyfjablóms og Þórður Már Jóhannesson fjárfestir.
Björn Thorsteinsson, forsvarsmaður félagsins Lyfjablóms og Þórður Már Jóhannesson fjárfestir. Samsett mynd

Björn Thor­steins­son, for­svarsmaður fé­lags­ins Lyfja­blóms ehf., seg­ist hvergi nærri hætt­ur með millj­arða kröf­u­mál sem fé­lag hans höfðaði gegn fjár­fest­in­um Þórði Má Jó­hann­es­syni og Sól­veigu Pét­urs­dótt­ur, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra.

Á föstu­dag­inn ákvað Hæstirétt­ur að taka ekki fyr­ir mál Lyfja­blóms gegn Þórði og Sól­veigu eft­ir að Lands­rétt­ur hafði sýknað þau. Taldi Hæstirétt­ur út frá gögn­um máls­ins að ekki yrði full­nægt skil­yrðum um að málið hefði veru­legt al­mennt gildi né að það varði sér­stak­lega mik­il­væga hags­muni Lyfja­blóms í skiln­ingi ákvæðis­ins. Var áfrýj­un­ar­beiðninni því hafnað.

Ætlar með málið fyr­ir End­urupp­töku­dóm

Í yf­ir­lýs­ingu til fjöl­miðla í dag seg­ir Björn að hann muni senda málið til End­urupp­töku­dóms þar sem hann telji dóm í mál­inu ber­sýni­lega rang­an.

Í yf­ir­lýs­ing­unni rek­ur Björn af hverju hann telji dóma héraðsdóms og Lands­rétt­ar ranga. Jafn­framt seg­ir hann að Þórður hafi gefið fjöl­marg­ar skýr­ing­ar fyr­ir dómi á þeirri hátt­semi sem málið snýst um, en það er hvernig inn­borg­un á hluta­fé Þórðar til fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gnúps, kom til. Seg­ir Björn að ný­leg gögn sýni að framb­urður Þórðar og end­ur­skoðanda hans stand­ist ekki.

Boðar bók um málið

Rifjar Björn upp að lög­regla hafi hafið rann­sókn í tengsl­um við meint ljúg­vitni tveggja vitna í mál­inu og að þá muni hann senda lög­reglu frek­ari gögn sem hann hafi kom­ist yfir varðandi tölvu­póst­sam­skipti Þórðar við aðila sem veittu hon­um aðstoð í tengsl­um við inn­borg­un­ar­ferlið, sem Björn tel­ur hafa verið ólög­legt.

Björn boðar einnig bók síðar á þessu ári þar sem hann mun „skýra bet­ur frá viðskipta­hátt­um Þórðar Más og Gnúps fjár­fest­ing­ar­fé­lags sem og KPMG, per­sónu­legs end­ur­skoðanda Þórðar Más og Gnúps.“ Seg­ir hann að bók­in verði birt án end­ur­gjalds á heimasíðu Lyfja­blóms síðar á ár­inu.

Í dóms­kerf­inu frá ár­inu 2019

Líkt og mbl.is hef­ur áður fjallað um er um að ræða einka­mál þar sem fé­lagið Lyfja­blóm (áður Björn Hall­gríms­son ehf.) krafði Þórð Má og Sól­veigu, sem sit­ur í óskiptu búi eig­in­manns síns heit­ins, Krist­ins Björns­son­ar, um sam­tals 2,3 millj­arða. Voru þau Þórður og Sól­veig sýknuð í héraði og aft­ur í Lands­rétti. 

Fé­lagið Björn Hall­gríms­son átti á sín­um tíma tæp­lega helm­ings­hlut í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Gnúpi og var eitt stærsta fjár­fest­inga­fé­lag lands­ins fyr­ir hrun. Var Krist­inn í for­svari fyr­ir fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið, en Þórður var for­stjóri Gnúps og minni­hluta­eig­andi.

Málið fór fyrst fyr­ir héraðsdóm árið 2019 þar sem Þórður og Sól­veig voru sýknuð á grund­velli tóm­læt­is og fyrn­ing­ar­laga.

Þeirri niður­stöðu var áfrýjað til Lands­rétt­ar sem ómerkti dóm héraðsdóms þar sem ekki var talið unnt af hálfu Þórðar og Sól­veig­ar að haga mála­til­búnaði sín­um þannig að sak­ar­efni máls­ins yrði skipt, þ.e. um grund­völl skaðabóta­ábyrgðar ann­ars veg­ar og fyrn­ingu hins veg­ar, þar sem þau atriði féllu veru­lega sam­an. Af þeim sök­um var dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur árið 2019 ómerkt­ur og mál­inu vísað aft­ur í hérað.

Furðuleg staða í Lands­rétti

Fyr­ir Lands­rétti kom upp nokkuð sér­stök staða þar sem all­ir dóm­ar­ar Lands­rétt­ar voru tald­ir van­hæf­ir til að dæma í mál­inu vegna starfa dóm­ar­ans Aðal­steins E. Jón­as­son­ar fyr­ir Gnúp á sín­um tíma. Var rétt­ur­inn því skipaður sett­um dóm­ur­um, en þau voru Ein­ar Karl Hall­v­arðsson, héraðsdóm­ari og fyrr­ver­andi rík­is­lögmaður, Hlyn­ur Jóns­son héraðsdóm­ari og Sigrún Guðmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari.

Þórður hafði verið for­stjóri fé­lags­ins Gnúps, en krafa var gerð á Sól­veigu vegna dán­ar­bús eig­in­manns henn­ar, Krist­ins Björns­son­ar, sem hún sit­ur í óskiptu. Krist­inn hafði farið fyr­ir fjár­festa­hópi fjög­urra systkina sem áttu fé­lagið Björn Hall­gríms­son ehf. sem var einn af eig­end­um Gnúps, en fé­lagið hét eft­ir föður systkin­anna. Eft­ir fall Gnúps var nafni Björns Hall­gríms­son­ar breytt í Lyfja­blóm og höfðaði fé­lagið málið gegn Þórði og Sól­veigu.

Son­ur Áslaug­ar Björns­dótt­ur, einn­ar syst­ur­inn­ar, Björn Thor­steins­son, keypti fé­lagið Björn Hall­gríms­son ehf. af slita­búi Glitn­is eft­ir að bank­inn hafði áður tekið fé­lagið yfir. Hef­ur hann staðið í mála­ferl­um vegna þess hvernig upp­gjörið var sem og viðskipti áður en fé­lagið var tekið yfir.

Kærði tvö vitni fyr­ir ljúg­vitni

Hafa mála­ferl­in meðal ann­ars snúið að því hvort gögn sem lögð hafa verið fram séu rétt eða gerð eft­ir á og um framb­urð lög­fræðings, bók­ara og end­ur­skoðanda og hvort að þeir framb­urðir séu í takti við fram­lögð gögn.

Þannig til­kynnti Björn seint á síðasta ári að hann hefði kært til lög­reglu meint ljúg­vitni tveggja vitna í mála­ferl­um fé­lags­ins. Er þar um að ræða þá Helga F. Arn­ar­sson, end­ur­skoðanda hjá KPMG, og Stefán Bergs­son, fyrr­ver­andi end­ur­skoðanda hjá PwC, en Stefán starfaði fyr­ir Lyfja­blóm áður fyrr.

Yf­ir­lýs­ing Björns í heild sinni:

YF­IRLÝSING VEGNA FRÉTTA­TIL­KYNN­ING­AR FYRR­UM FOR­STJÓRA GNÚPS FJÁRFEST­ING­ARFÉLAGS, ÞÓRÐAR MÁS JÓHANN­ES­SON­AR, FYRR­UM FOR­STJÓRA GNÚPS FJÁRFEST­ING­ARFÉLAGS, ÞANN 26.FEBRÚAR SL.

1.

Lög­regl­an hef­ur þegar opna saka­mál­a­rann­sókn á framb­urði til­tek­inna ein­stak­linga fyr­ir dómi sem leiddu til sýknu dóm­stóla í hinu svo­kallaða Gnúps­máli.

Þórður Már Jó­hann­es­son greiddi 2 millj­arða hluta­fé sitt til Gnúps Fjár­fest­ing­ar­fé­lags þann 23.oktober 2006 og eignaðist þar með um 7% hlut í fé­lag­inu.  Dag­inn eft­ir, þann 24.októ­ber 2006, eru fyrr­greind­ir 2 millj­arðar milli­færðir af reikn­ingi Gnúps m.a. til aðila sem áttu ekki eign­ar­hlut í Gnúp.  Á þess­um tíma var eng­in starf­semi haf­in í Gnúp fjár­fest­ing­ar­fé­lagi og ein­ung­is einn maður með prókúru fyr­ir Gnúp, þ.e. Þórður Már.

2.

Þórður Már gaf 3 mis­mun­andi skýr­ing­ar fyr­ir dómi af hverju inn­borgað hluta­fé hans til Gnúps hverf­ur dag­inn eft­ir af banka­reikn­ing fé­lags­ins.  All­ar voru þær hrakt­ar fyr­ir dómi.  Fjórða skýr­ing­in fólst í framb­urði Þórðar sem vitni sem og fram­lagn­ingu til­tek­inna skjala af hans hálfu og per­sónu­legs end­ur­skoðanda hans sem var jafn­framt end­ur­skoðandi Gnúps hf.

Dóm­stól­ar segja í dómi sín­um að sú skýr­ing sem stefndi, Þórður Már hafi gefið í framb­urði sín­um hafi fengið stoð í framb­urði end­ur­skoðanda Gnúps, sem staðfesti skýr­ing­una fyr­ir dómi og þ.a.l. hafi um­rædd milli­færsa ekki falið í sér ólög­mæta út­hlut­un fjár­muna úr Gnúp fjár­fest­ing­ar­fé­lagi í and­stöðu við ákvæði laga um hluta­fé­lög.

3.
Ný­leg gögn sýna hvert þess­ir fjár­mun­ir raun­veru­lega fóru.  Þau gögn passa eng­an veg­inn við eiðsvar­inn framb­urð Þórðar Más og end­ur­skoðanda hans og fram­lagn­ingu skjala þeirra  fyr­ir dóm­stóla.  Lyfja­blóm ehf hef­ur einnig kom­ist yfir tölvu­póst­sam­skipti Þórðar Más við þá aðila sem veittu hon­um aðstoð við fyrr­greind­ar milli­færsl­ur og sent lög­reglu á næstu dög­um.  Þórður Már sem og per­sónu­leg­ur end­ur­skoðandi hans fá þar tæki­færi þar til að skýra eiðsvarna framb­urði sína og fram­lagn­ingu skjala sem leiddu til sýknu enda ligg­ur fyr­ir 6 ára refsirammi fyr­ir ljúg­vitni fyr­ir dómi og fram­lagn­ingu falsaðra skjala fyr­ir dómí í því skyni að hafa áhrif á úr­slit dóms­máls sbr.142.gr.og 162.gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga.

4.

Tak­ist Þórð Má og per­sónu­leg­um end­ur­skoðanda hans ekki að hrekja þessi ný­legu gögn hjá lög­reglu  er ljóst að ákæra verður gef­in út á hend­ur hon­um og end­ur­skoðanda hans fyr­ir brot á fyrr­greind­um al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um.   Lyfja­blóm mun þá einnig senda málið áfram til end­urupp­töku­dóm­stóls sem var bein­lín­is sett­ur á stofn til að taka upp dóms­mál þar sem niðurstaðan er ber­sýni­lega röng.

Að lok­um:
Þann 9.janú­ar á hru­nár­inu fræga 2008,  sendi Þórður Már frá sér frétta­til­kynn­ingu varðandi ör­lög Gnúps sem hann rit­ar und­ir sem for­stjóri Gnúps, fjár­fest­ing­ar­fé­lags um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins og endaði frétta­til­kynn­ing­una með eft­ir­far­andi orðum:

“Aðgerðirn­ar  hafa tryggt fé­lag­inu fjár­hags­leg­an sveigj­an­leika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum áfram”.

Þórður Már gleymdi þarna að taka fram að dag­inn áður, 8.janú­ar 2008, und­ir­ritaði hann samn­ing þess efn­is að Glitn­ir banki tæki yfir alla stjórn Gnúps enda fé­lagið komið í þrot og gat ekki borgað gjald­fallna víxla sína né aðrar skuld­ir.   Skv.ný­leg­um gögn­um þurfti að lána Gnúp um­tals­verða fjár­muni til að standa skil á þess­um skuld­um og því ljóst að fyrr­greind frétta­til­kynn­ing Þórðar Más er hreinn upp­spuni frá upp­hafi til enda.

Þórður Már gleymdi einnig að taka fram að hann bað sér­stak­lega um skaðleysi frá Glitni banka vegna starfa hans fyr­ir Gnúp fjár­fest­ing­ar­fé­lags þegar fé­lagið var komið í þrot og var slíkt skaðleysi veitt hon­um til handa.  

Und­ir­ritaður mun skýra bet­ur frá viðskipta­hátt­um Þórðar Más og Gnúps fjár­fest­ing­ar­fé­lags sem og KPMG, per­sónu­legs end­ur­skoðanda Þórðar Más og Gnúps  í vænt­an­legri bók sem verður birt án end­ur­gjalds á heimasíðu Lyfja­blóms ehf. síðar á þessu ári.

Reykja­vík 27.fe­brú­ar,

f.h. Lyfja­blóms ehf.

Björn Thor­steins­son

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka