Ákvörðun Eflingar kom í opna skjöldu

Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing sagði í dag upp kjara­samn­ing­um vegna fé­lags­manna sem …
Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing sagði í dag upp kjara­samn­ing­um vegna fé­lags­manna sem vinna á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Upp­sögn­in snert­ir 2.300 Efl­ing­ar­fé­laga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það kom Sam­tök­um fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu (SFV) að óvör­um er Efl­ing sagði upp kjara­samn­ing­um fé­lags­manna sem vinna á hjúkr­un­ar­heim­il­um í dag.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um sem und­ir kvitt­ar Sig­ur­jón Nor­berg Kjærnested, fram­kvæmda­stjóri SFV.

Harma óviss­una sem upp er kom­in

„Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu harma þá óvissu sem upp er kom­in í kjöl­far upp­sagn­ar Efl­ing­ar á kjara­samn­ingi sem gerður var þann 2. októ­ber síðastliðinn. Vinna um mönn­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um stend­ur enn yfir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá hafa heil­brigðisráðherra sem og fjár­málaráðherra, sam­kvæmt for­send­um kjara­samn­ings­ins, frest til 1. apríl til að bregðast við til­lög­um starfs­hóps sem skilað var í fe­brú­ar.

Lýs­ir yfir ein­dregn­um vilja að halda áfram

„Það kem­ur því SFV í opna skjöldu að samn­ingn­um sé nú sagt upp fyr­ir­vara­laust. SFV lýs­ir yfir ein­dregn­um vilja að halda áfram með og ljúka þeirri vinnu í sam­vinnu við alla hags­munaaðila eins og for­send­ur kjara­samn­ings­ins kveða á um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, til­lög­ur hóps­ins hafa verið „með öllu ófull­nægj­andi“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka