Ástráður óskaði eftir afsökunarbeiðni

Ástráður Haraldsson óskaði eftir afsökunarbeiðni frá SÍS. Málið leystist farsællega …
Ástráður Haraldsson óskaði eftir afsökunarbeiðni frá SÍS. Málið leystist farsællega að sögn hans. Samsett mynd

Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari sendi Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga bréf á föstu­dag þar sem hann óskaði eft­ir af­sök­un­ar­beiðni á harðorðri yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar sam­bands­ins.

Í henni sagði að það hefði verið skýrt í huga stjórn­ar að inn­an­hússtil­laga Ástráðs yrði ekki samþykkt hjá stjórn­inni og að hún hefði verið lögð fram án henn­ar samþykk­is og án samþykk­is samn­inga­nefnd­ar.

Ein­hver mis­brest­ur virðist hafa orðið í þeim sam­skipt­um og eins og mbl.is greindi frá á föstu­dag var formaður samn­inga­nefnd­ar, Inga Rún Þórðardótt­ir, meðvituð um að til­lag­an yrði lögð fram þó að hún hefði komið því á fram­færi að hún yrði ólík­lega samþykkt af hálfu stjórn­ar.

Bókuðu um traust til rík­is­sátta­semj­ara 

Stjórn SÍS, Ástráður Har­alds­son og Bára Hild­ur Jó­hanns­dótt­ir frá rík­is­sátta­semj­ara funduðu svo á vett­vangi SÍS á mánu­dags­morg­un þar sem þessi mál voru rædd. Úr varð að gerð var bók­un á fund­in­um þar sem ít­rekað var traust til rík­is­sátta­semj­ara.

„Þá ít­rek­ar stjórn Sam­bands­ins traust sitt til rík­is­sátta­semj­ara og samn­inga­nefnd­ar sveit­ar­fé­laga og umboð henn­ar til áfram­hald­andi samn­ingaviðræðna fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lag­anna,“ seg­ir í bók­un­inni.

Málið leyst 

Ástráður seg­ir að málið hafi fengið far­sæla lausn en á tíma­bili hafi blasað við að trúnaðarbrest­ur hafi orðið á milli rík­is­sátta­semj­ara og SÍS. 

„Ég átti í sam­skipt­um helg­ina eft­ir yf­ir­lýs­ingu SÍS og átti svo fund með þeim um mánu­dags­morg­un­inn. Í kjöl­far þess var gerð bók­un þar sem fullu trausti var lýst á rík­is­sátta­semj­ara. Ég er ánægður með að leyst hafi úr þeim mis­skiln­ingi sem kann að hafa orðið á milli mín og þeirra,“ seg­ir Ástráður. 

Komið í ljós 

Hann seg­ir að mönn­um hafi orðið heitt í hamsi í kjara­deil­unni í síðustu viku en málið sé að sínu viti upp gert en kenn­ar­ar skrifuðu und­ir nýj­an kjara­samn­ing í fyrra­kvöld.

Að sögn hans fólst mis­skiln­ing­ur­inn í því að til­lag­an hefði verið sett fram án samþykk­is SÍS en það hafi legið fyr­ir að formaður samn­inga­nefnd­ar sveit­ar­fé­lag­anna hafi hins veg­ar verið meðvitaður um að til­lag­an yrði fram sett.

„Það hef­ur smám sam­an komið í ljós að svo var.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka