Efling segir upp samningum

Samninganefnd Eflingar gagnvart Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Samninganefnd Eflingar gagnvart Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Ljósmynd/Efling/Sunna Björg Gunnarsdóttir.

Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing hef­ur sagt upp kjara­samn­ing­um vegna fé­lags­manna sem vinna á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Upp­sögn­in snert­ir 2.300 Efl­ing­ar­fé­laga og losna samn­ing­ar þeirra 1. maí.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu.

Þar seg­ir að samn­ing­ar­nefnd Efl­ing­ar­fé­lag­anna hafi til­kynnt Sam­tök­um fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu (SFV) um upp­sögn kjara­samn­ings. Upp­sögn­in er gerð með vís­un í for­sendu­ákvæði í kjara­samn­ingi Efl­ing­ar og SFV.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, ásamt samn­inga­nefnd Efl­ing­ar­fé­laga til­kynnti full­trú­um SFV þetta í dag á fundi í húsa­kynn­um Rík­is­sátta­semj­ara. Samn­ingi er sagt upp frá og með 1. maí næst­kom­andi, en viðræður um end­ur­nýj­un geta haf­ist án taf­ar að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ekki tókst að vinna tíma­setta áætl­un

Þar seg­ir enn frem­ur að um­rætt for­sendu­ákvæði gerði ráð fyr­ir því að fram kæmi tíma­sett áætl­un um hvernig ná skuli gild­andi viðmiðum um lág­marks­menn á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Starfs­hópi skipuðum af heil­brigðisráðherra sem í sátu full­trú­ar Efl­ing­ar, SFV, Sjúkra­trygg­inga Íslands, Heil­brigðisráðuneyt­is­ins og fleiri tókst ekki vinna slíka tíma­setta áætl­un held­ur skilaði aðeins af sér minn­is­blaði þann 18. fe­brú­ar síðastliðinn.

Seg­ir Efl­ing að úr­bæt­ur í mönn­un hafi verið meg­in­krafa Efl­ing­ar í viðræðum við hjúkr­un­ar­heim­il­in, frem­ur en launakröf­ur, og vél fé­lagið ekki frá þeirri launa­stefnu sem mörkuð var í kjara­samn­ing­um á al­menn­um vinnu­markaði í apríl 2024.

2.300 Efl­ing­ar­fé­lagið með lausa samn­inga 1. maí

Það hafi markað tíma­mót að tak­ast skyldi að fjalla beint um mönn­un, með um­ræddu for­sendu­ákvæði, í kjara­samn­ing­un­um sem und­ir­ritaðir voru við SFV þann 2. októ­ber 2024. Ljóst er hins veg­ar að for­sendu­ákvæðið hef­ur ekki verið upp­fyllt.

„Þetta merk­ir að í maí næst­kom­andi verða 2.300 Efl­ing­ar­fé­lag­ar, mest­megn­is kon­ur í sögu­lega van­metn­um kvenna­störf­um, með lausa kjara­samn­inga,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar lýs­ir von­brigðum með stöðu mála í til­kynn­ing­unni.

„Mér og samn­inga­nefnd­inni þykir leitt að þessi staða sé kom­in upp. Við bund­um mikl­ar von­ir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafal­var­legu stöðu sem rík­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­un­um vegna und­ir­mönn­un­ar. Stöðu sem ger­ir að verk­um að Efl­ing­ar­fé­lag­ar axla gríðar­mikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem fag­lærðir starfs­menn ættu að vinna. Hér er við stör fjöl­menn­ur hóp­ur af al­gjör­lega ómiss­andi starfs­fólki. Nú hefj­um við kjaraviðræður að nýju og ekki eft­ir neinu að bíða,“ er haft eft­ir Sól­veigu í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka