Eru nýju samningarnir afturvirkir?

Forsvarsmenn kennara og ríkis og sveitarfélaga í Karphúsinu á þriðjudagskvöldið …
Forsvarsmenn kennara og ríkis og sveitarfélaga í Karphúsinu á þriðjudagskvöldið þegar nýir kjarasamningar við kennara voru undirritaðir. mbl.is/Árni Sæberg

Á þriðju­dags­kvöld náðust loks­ins samn­ing­ar á milli kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga og var í kjöl­farið öll­um verk­föll­um af­lýst. Náðust samn­ing­arn­ir eft­ir að breyt­ing­ar voru gerðar á for­sendu­ákvæði sem styr hafði staðið um.

Eins og komið hef­ur fram í frétt­um fá kenn­ar­ar strax 8% hækk­un og gild­ir samn­ing­ur­inn frá 1. júní á síðasta ári til loka mars árið 2028, eða í fjög­ur ár. Oft hef­ur verið bent á að ríkið samþykki aft­ur­virkni samn­inga langt aft­ur í tím­ann, en hvernig er það í þessu til­felli?

Með fyrri innahústillögunni sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram í …
Með fyrri inna­hústil­lög­unni sem Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari lagði fram í nóv­em­ber var samið um að kenn­ar­ar fengju ein­greiðslu upp á 3,95% hækk­un frá 1. júní. 8% hækk­un­in sem nú er samið um gild­ir frá 1. fe­brú­ar. mbl.is/​Há­kon

Samið um ein­greiðslu í nóv­em­ber

Í nóv­em­ber, þegar verk­föll­um kenn­ara var frestað fram í janú­ar með fyrri inn­an­hústil­lögu sátta­semj­ara, var samið um að kenn­ar­ar fengju ein­greiðslu upp á 3,95% launa­hækk­un frá 1. júní þegar samn­ing­ar voru laus­ir.

Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að hækk­un­in sem nú var samþykkt upp á 8% nái frá 1. fe­brú­ar og því komi ekki til ein­greiðslu upp á frek­ari aft­ur­virkni en fyr­ir þann mánuð en þegar hafði verið gengið frá með inn­an­hústil­lög­unni í nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka