Opnað fyrir sjúkraflugið í Reykjavík

Samgöngustofa hefur heimilað sjúkraflug til 5. maí.
Samgöngustofa hefur heimilað sjúkraflug til 5. maí. mbl.is/RAX

Sam­göngu­stofa hef­ur veitt und­anþágu fyr­ir sjúkra­flug á Reykja­vík­ur­flug­velli. Ákvörðun þess efn­is var tek­in eft­ir að lagt var mat á um­sókn Isa­via inn­an­lands­flug­valla um und­anþágu frá ákvæðum til­skip­un­ar um ör­yggi.

Und­anþágan er veitt með skil­yrðum sem tryggi að notk­un­in upp­fylli ör­yggis­kröf­ur sam­kvæmt áhættumati Isa­via inn­an­lands­flug­valla. Und­anþágan gild­ir til
5. maí 2025.

Aust­ur/​vest­ur-flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vall­ar var lokað 8. fe­brú­ar sl. sam­kvæmt til­skip­un Sam­göngu­stofu til Isa­via. Ákvörðunin er tek­in þar sem hæð trjáa í Öskju­hlíð ógn­ar flu­gör­yggi til og frá höfuðborg­inni.

Fljót­lega eft­ir lok­un­ina hófst Reykja­vík­ur­borg handa við að fella tré í Öskju­hlíð og hafa nú 500 tré verið felld. 10-12 manns unnu verkið með keðju­sög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka