Kennarar hópur sem var „tekinn út fyrir sviga“

„En sveitarfélögin eru auðvitað þau sem að gerðu þessa samninga …
„En sveitarfélögin eru auðvitað þau sem að gerðu þessa samninga og þurfa að standa við það,“ segir Kristrún. mbl.is/Karítas

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir vinnu­markaðinn þurfa að sýna af sér aga, í kjöl­far niður­stöðu í kjara­samn­ing­um kenn­ara.

Ríkið hafi al­menna aðkomu að mennta­mál­um í land­inu og mennta­málaráðherra muni berj­ast fyr­ir úrræðum sem gagn­ast muni leik- og grunn­skóla­stig­inu með al­menn­um hætti.

„En sveit­ar­fé­lög­in eru auðvitað þau sem að gerðu þessa samn­inga og þurfa að standa við það,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í Kefla­vík í dag, um fjár­magn til sveit­ar­fé­lag­anna til að standa und­ir samn­ing­un­um við kenn­ara.

Um aðra stöðu að ræða

Eins og greint hef­ur verið frá var í kjaraviðræðum kenn­ara samið um­fram það sem stöðug­leika­samn­ing­arn­ir höfðu markað á síðasta ári.

Spurð hvort hún hafi áhyggj­ur af áhrif­um þessa samn­inga á verðbólgu seg­ir Kristrún skipta mestu máli að „fólk heyri þau skila­boð að ríkið – og hið op­in­bera allt – muni halda sig við merki markaðar­ins, það er að segja þá launa­stefnu sem var mörkuð í kjara­samn­ing­um á al­menna vinnu­markaðnum í fyrra“. Í til­viki kenn­ara hafi þó stefnt í virðismats­veg­ferð og því verið ákveðið að fara þá leið að það kæmi inn­spýt­ing inn í það virðismat, sem að ríkið ætl­ar núna að flýta og reyna að skila niður­stöðum sem allra fyrst.

„Að því leyt­inu til er þessi hóp­ur tek­inn út fyr­ir sviga, en því mun fylgja síðan end­an­leg niðurstaða í virðismati.“

Þú ótt­ast þá ekki að fari af stað þetta þekkta höfr­unga­hlaup í kjöl­farið?

„Það skipt­ir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að fólk virði áfram merkið og í þessu til­viki sé horft til þess að þessi hóp­ur sé sér­stak­lega tek­inn út fyr­ir sviga. Við erum meðvituð um stöðuna í leik og grunn­skól­um, við erum meðvituð um það að það stefndi í þetta virðismat, þetta er inn­spýt­ing inn í það virðismat, og í því til­viki þá er um aðra stöðu að ræða.“

„Það skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að fólk virði …
„Það skipt­ir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að fólk virði áfram merkið og í þessu til­viki sé horft til þess að þessi hóp­ur sé sér­stak­lega tek­inn út fyr­ir sviga. Við erum meðvituð um stöðuna í leik og grunn­skól­um, við erum meðvituð um það að það stefndi í þetta virðismat, þetta er inn­spýt­ing inn í það virðismat, og í því til­viki þá er um aðra stöðu að ræða.“ mbl.is/​Karítas

Ríkið send­ir skýr skila­boð

Þannig að þú mynd­ir ekki telja stöðug­leika­samn­ing­ana í hættu, svona eft­ir þessa niður­stöðu?

„Lyk­il­atriðið verður auðvitað núna í fram­hald­inu að fólk virði merkið, og eins og ég segi það sem er grund­vall­ar­atriði er að þær um­fram­hækk­an­ir sem hér um ræðir eru í formi virðismats, þær eru bundn­ar við virðismats­veg­ferðina og eru inn­spýt­ing inn í það og þess vegna, að því leyt­inu til, er merkið virt vegna þess að inn­spýt­ing­in er tengd þessu virðismati.“

Efl­ing sagði upp ein­um kjara­samn­ingi í gær og hef­ur Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sagt að það sé ný stefna í kjara­samn­ing­um og talað eins og horft verði til þess þegar það samið verði á ný. 

„Já ég hef heyrt þessi skila­boð en ég vek bara at­hygli á því að merkið er meðaltal – meðaltals­hækk­un í kjara­samn­ing­um á al­menna vinnu­markaðnum – og í til­viki ákveðinna hópa þá voru meiri hækk­an­ir en sem nam merk­inu,“ seg­ir Kristrún, spurð álits um hvort um­mæli Sól­veig­ar Önnu séu til merk­is um að samn­ing­ar kenn­ara séu að hafa áhrif á aðra kjara­samn­inga.

„Í þessu til­viki er um að ræða hóp sem er að fá viðbót­ar­hækk­an­ir í formi og nafni virðismats, og það skipt­ir gríðarlega miklu máli að það er ákveðið akk­eri þarna í virðismat­inu. Það stend­ur ekki til að fara í að út­víkka merkið að öðru leyti og ríkið send­ir þau skýru skila­boð til vinnu­markaðar­ins að merkið þarf að standa.“

Vanda­mál í ráðningu og mönn­un kenn­ara

Spurð hvort hún sjálf ótt­ist áhrif á verðbólgu, í ljósi þess að hag­fræðing­ar hafa varað við þeim áhrif­um samn­ings­ins, seg­ir Kristrún kenn­ara ekki stór­an hóp vinnu­markaðar­ins. Inn­spýt­ing­arn­ar séu hluti af þeirri virðismats­veg­ferð sem stefnt hafi verið að í dágóðan tíma.

„Nú skipt­ir bara máli að við höld­um okk­ur við merkið og að vinnu­markaður­inn sýni ákveðinn aga. Það eru auðvitað já­kvæð merki til staðar, við erum að sjá verðbólgu lækk­andi, von­andi vexti lækk­andi og þar skap­ast aukið svig­rúm líka hjá launa­fólki.

Í því sam­hengi skipt­ir inn­römm­un­in öllu máli, það er verið að taka ákveðinn hóp út fyr­ir sviga, það hafa verið vanda­mál þegar það kem­ur að ráðning­um og mönn­un á þess­um sviðum, það stefndi alltaf í þessa virðismats­veg­ferð, ríkið ætl­ar að flýta þeirri virðismats­veg­ferð til þess að staðfesta þess­ar hækk­an­ir. Þannig að formið skipt­ir bara öllu máli eins og það ger­ir auðvitað alltaf í kjara­samn­ing­um.“

Sveit­ar­fé­lög­in gerðu samn­ing­ana og þurfa að standa við þá

Spurð hvernig ríkið ætli að koma til móts við sveit­ar­fé­lög­in varðandi samn­ing­ana, í ljósi þess að fjár­mögn­un liggi ekki ljóst fyr­ir, svar­ar Kristrún að ríkið hafi ekki aðkomu að samn­ing­um við leik og grunn­skóla­kenn­ara.

„Nú var KÍ í sam­floti þvert yfir sín fé­lög, sem gerði það að verk­um að í ein­hverj­um til­vik­um sat fólk sam­an á fund­um af því að það var verið að semja með þeim hætti, þannig að ríkið hef­ur ekki beina aðkomu að þessu.

Við hins veg­ar erum fylli­lega meðvituð um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna og höf­um verið með það til skoðunar að það þurfi að end­ur­skoða, til að mynda fjár­mögn­un sem að snýr að vel­ferð barna og sér­stak­lega fölþætt­an vanda, þegar það snýr að ör­yggis­vist­un og líka hjúkr­un­ar­heim­il­um.“

„Við hins vegar erum fyllilega meðvituð um fjárhagsstöðu sveitarfélagana og …
„Við hins veg­ar erum fylli­lega meðvituð um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lag­ana og höf­um verið með það til skoðunar að það þurfi að end­ur­skoða, til að mynda fjár­mögn­un sem að snýr að vel­ferð barna og sér­stak­lega fölþætt­an vanda, þegar það snýr að ör­yggis­vist­un og líka hjúkr­un­ar­heim­il­um,“ seg­ir Kristrún. mbl.is/​Karítas

Hún vænti þess að ef hægt er að finna ein­hverja leið þar muni skap­ast aukið svig­rúm hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, „en sveit­ar­fé­lög­in eru auðvitað þau sem að gerðu þessa samn­inga og þurfa að standa við það.“

Ríkið hef­ur þó al­menna aðkomu að mennta­mál­um í land­inu og eru, að sögn Kristrún­ar, með metnaðarfull­an mennta­málaráðherra sem muni berj­ast fyr­ir úrræðum sem gagn­ast muni leik- og grunn­skóla­stig­inu með al­menn­um hætti.

„Við auðvitað ber­um ábyrgð á því að mennta­stofn­an­ir í land­inu geti staðið und­ir sér heilt yfir og þess vegna erum við meðvituð um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga, en í lok dags er þetta al­menn aðgerð og verður skoðuð sem slík.“

Sam­ein­ing­ar á Reykja­nes­inu ekki sér­stak­lega rædd­ar

Sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga á Reykja­nesskaga hafa verið til umræðu ný­lega en aðspurð seg­ir Kristrún þær ekki hafa verið rædd­ar sér­stak­lega á fund­in­um í dag, í lok dags sé þetta ákvörðun viðkom­andi sveit­ar­fé­laga.

Hún seg­ir þó nýtt frum­varp vænt­an­legt um jöfn­un­ar­sjóð hjá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, þar sem litið verði til þess að hvetja mögu­lega til ákveðinna sam­ein­inga á svæðinu.

„En þetta verður ákvörðun sveit­ar­fé­lag­anna í lok dags.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka