Mun trufla alla kjarasamninga

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að þeir samn­ing­ar sem þarna voru gerðir muni trufla alla kjara­samn­inga sem eft­ir eru enda var samið þarna með allt öðrum hætti en gert var á hinum al­menna vinnu­markaði,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starf­greina­sam­bands­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en hann var spurður hvort ný­gerðir kjara­samn­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga við kenn­ara myndu hafa áhrif á þá samn­inga sem ógerðir eru.

Alls eru viðræður um 15 kjara­samn­inga í gangi hjá rík­is­sátta­semj­ara og þar af er Verka­lýðsfé­lag Akra­ness aðili að tvenn­um; við Elkem og Norðurál. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætt­inu eru viðræður deiluaðila mis­jafn­lega langt komn­ar. Þar á meðal er vinnu­deila Lands­sam­banda slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna við ríkið, en bæði samn­inga­nefnd rík­is­ins, SNR, og samn­inga­nefnd sveit­ar­fé­laga, SNS, koma að þeim viðræðum fyr­ir hönd hins op­in­bera. Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn felldu ný­verið kjara­samn­ing sem gerður hafði verið við SNS.

„Ég von­ast til þess að það sem gerðist hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og rík­inu í þess­um samn­ingi muni ekki mylja und­an þeim ávinn­ingi sem við höf­um verið að bíða eft­ir,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

„En eitt er víst, að til framtíðar litið er þetta full­reynt. Þegar menn róa ekki í sömu átt en vilja fá ávinn­ing­inn af því sem aðrir skapa og meira en það, þá er það eitt­hvað sem aldrei get­ur gengið í ís­lensku sam­fé­lagi,“ seg­ir hann.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka