Að koma böndum á óreiðuna

Aðalheiður sækir alltaf innblástur í náttúruna en leitar ekki langt …
Aðalheiður sækir alltaf innblástur í náttúruna en leitar ekki langt yfir skammt. mbl.is/Ásdís

Pensill Aðal­heiðar fær að flæða frjáls yfir mynd­flöt­inn þegar hún mál­ar nátt­úrumynd­ir sín­ar. Mynd­ir henn­ar eru abstrakt en í þeim er alltaf þessi til­finn­ing fyr­ir hinni áþreif­an­legu nátt­úru sem er allt í kring. Aðal­heiður sér alls staðar í nátt­úr­unni liti, lín­ur og form og kem­ur þeim til skila með olíu- eða vatns­lit­um þannig að áhorf­and­inn skynj­ar bæði fjar­vídd­ina og flæðið, en eins leik­gleðina sem býr að baki. Auðvelt er að týna sér í mynd­um henn­ar og nán­ast finna lykt­ina af vor­inu sem er hand­an við hornið. Ný sýn­ing Aðal­heiðar, Birt­ing, verður opnuð í Grafíksaln­um í Hafn­ar­hús­inu 6. mars næst­kom­andi.

Abstrakt-pæl­ing æsk­unn­ar

Mynd­list­in hef­ur verið föru­naut­ur Aðal­heiðar alla tíð. Hún man eft­ir sér sem barn að leika sér með töl­ur úr sauma­boxi mömmu sinn­ar eða að fletta í gegn­um bunka af litapruf­um. Strax á barns­aldri heillaði það hana að raða sam­an lit­um, form­um og mynstr­um til að sjá hvað passaði best.

„Ég man að þegar ég var barn fékk ég gef­ins stóra möppu með vegg­fóður­spruf­um; sum­ar voru rós­ótt­ar og aðrar ein­litar, í alls kon­ar lit­um. Ég lék mér við að fletta þessu og bera sam­an síðurn­ar til að sjá hvað passaði best sam­an,“ seg­ir Aðal­heiður og hlær.

„Þetta hef­ur haft áhrif á mig. Og eins var ég mikið að leika mér með tölu­box mömmu. Ég sturtaði úr því og raðaði sam­an töl­un­um og pældi í lit­un­um. Það var ein­hvers kon­ar abstrakt-pæl­ing! Það er kannski það sem ég er ósjálfrátt að gera í mál­verk­inu.“

Sæki í hið líf­ræna

„Olía og vatns­lit­ir heilla mig jafn mikið, en eru í raun gjör­ólík­ir miðlar að vinna með. Í vatns­lit­um eru þess­ir tæru lit­ir og mikið flæði, en ég vinn mjög hratt með vatns­lit­un­um. Í mál­verk­inu vinn ég stærra og þar er meiri yf­ir­lega. Þau verða jafn­vel meira abstrakt en vatns­lita­verk­in,“ seg­ir Aðal­heiður, en í verk­um henn­ar má sjá ótal form og lín­ur.

Það er léttleiki í verkum Aðalheiðar og ekki laust við …
Það er létt­leiki í verk­um Aðal­heiðar og ekki laust við að maður finni lykt­ina af vor­inu.

„Ég vinn reynd­ar líka ol­íu­mál­verk­in þunnt en get þá leyft mér að mála meira yfir. Ég er með stóra og bjarta vinnu­stofu fyr­ir aust­an þar sem við eig­um jörð og þar vinn ég olíu­verk­in en vatns­lita­verk­in vinn ég heima í Reykja­vík. Ég sæki alltaf í það líf­ræna og þá er það oft garður­inn minn fyr­ir utan sem verður upp­sprett­an. Það er þó aldrei endi­lega meðvitað; ég tek það sem fyr­ir augu ber inn og sest svo við papp­ír­inn og lit­irn­ir koma bara. Það sama ger­ist þegar ég er í sveit­inni; lit­irn­ir fest­ast í koll­in­um og enda svo á strig­an­um. Ég geng svo beint til verks án þess að skissa eða ákveða neitt fyr­ir­fram. Kannski er ég að reyna að koma bönd­um á óreiðuna. Ég er bara í flæðinu og læt ekk­ert trufla mig. Ég er í beinu sam­bandi við nátt­úr­una.“ 

Sýn­ing­in Birt­ing verður opin frá 6. til 23. mars. Aðal­heiður seg­ir nafnið bæði geta vísað í það sem birt­ist manni og eins í birt­una.

„Ég birti þessa sýn en svo erum við líka að fara inn í vorið og það er að birta til.“

Ítar­legt viðtal er við Aðal­heiði í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert