Amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru opnar sig

mbl.is/Karítas

„Blásak­laus stúlka dó vegna hnífa­árás­ar á Menn­ing­arnótt. Við stönd­um öll frammi fyr­ir þeirri áskor­un að skoða sam­fé­lags­gerð okk­ar og rýna í allt það sem bet­ur má fara.

Stærsta og flókn­asta hlut­verk sem við tök­um að okk­ur á lífs­leiðinni er að ger­ast for­sjáraðilar barns. Siðferðis­stig þjóðar­inn­ar ræðst af því hversu vel okk­ur tekst að hlúa að okk­ar minnstu bræðrum og systr­um.“

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í áhrifa­mik­illi aðsendri grein Dag­nýj­ar Hængs­dótt­ur Köhler á Vísi í morg­un.

Ger­ist ridd­ari kær­leik­ans

Dagný stíg­ur fram sem fagaðili, hjúkr­un­ar­fræðing­ur í geðþjón­ustu en einnig er hún amma drengs­ins sem varð Bryn­dís Klöru Birg­is­dótt­ur að bana á Menn­ing­arnótt í ág­úst á síðasta ári.

Kýs Dagný að svara kall­inu og ger­ast ridd­ari kær­leik­ans eins og faðir Bryn­dís­ar gerði ákall um.

Seg­ist hún með skrif­um sín­um hvorki draga úr ábyrgð dótt­ur­son­ar síns né setja fram af­sak­an­ir. Vott­ar hún í inn­gangi grein­ar­inn­ar aðstand­end­um Bryn­dís­ar Klöru sína allra dýpstu samúð.

Stuðla að breyt­ing­um og heiðra minn­ingu Bryn­dís­ar Klöru

Dagný seg­ir að mark­mið henn­ar með skrif­un­um sé skýrt. Hún vilji stuðla að breyt­ing­um sem von­andi bjarga manns­líf­um og heiðra minn­ingu Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur, sem lést sem sak­laust fórn­ar­lamb hörmu­legra aðstæðna.

Lýs­ir hún hinum vo­veif­lega at­b­urði sem stjórn­lausri hegðun dótt­ur­son­ar síns, sem hafi á þeim tíma verið í mjög al­var­leg­um vanda, sem hefði verið hægt að taka mun bet­ur á.

„Mig dreym­ir um nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur til byggja upp betra vel­ferðar­kerfi sem mæt­ir bet­ur og mark­viss­ar þörf­um barna sem m.a. eiga for­eldra með fíkni- og geðræn­an vanda.“

Seg­ist hún ann­ars veg­ar geta nýtt sína mennt­un og fag­legu reynslu sem heil­brigðis­starfsmaður í geðþjón­ustu og hins veg­ar hina ólýs­an­lega hörðu reynslu sem aðstand­andi ger­anda í djúp­um vanda.

Það er gríðarlega mik­il­vægt að sam­fé­lagið allt og stjórn­völd nýti þessa hörm­ung­ar­sögu til að læra af að mati Dag­nýj­ar. Seg­ir hún að fara þurfi all­ar fær­ar leiðir til að styðja bet­ur við þarf­ir barna og for­sjáraðila í vanda.

Þrjú ungmenni urðu fyrir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara Birgisdóttir …
Þrjú ung­menni urðu fyr­ir stungu­árás á menn­ing­arnótt. Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir lést af sár­um sín­um. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Mörg al­var­leg áföll fyr­ir ferm­ingu

Dagný vík­ur máli sínu að sögu dótt­ur­son­ar síns, sem hún seg­ir því miður ekki eins­dæmi, miðað við reynslu sína sem starfsmaður í geðheil­brigðisþjón­ustu.

Seg­ir hún að al­var­leg van­geta for­sjáraðila dótt­ur­son­ar síns, og vís­ar þar til dótt­ur sinn­ar, hafi fengið að viðgang­ast allt of lengi með of væg­um inn­grip­um af hálfu barna­vernd­ar. Seg­ir hún föður drengs­ins ekki hafa sinnt hon­um í mörg ár og að hann hafi orðið vitni af and­legu, lík­am­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi gegn móður sinni.

Seg­ir hún ACE-stig dótt­ur­son­ar síns lík­lega hafa verið orðin 8 fyr­ir ferm­ingu en ACE (Adverse Child­hood Experiences) eru 12 teg­und­ir af al­var­leg­um áföll­um, sem eiga sér stað í æsku (fyr­ir 18 ára ald­ur) og geta haft lang­tíma­áhrif á heilsu, hegðun og líðan ein­stak­lings. Þarna geti verið um að ræða áföll á borð við mis­notk­un og van­rækslu til geðrænna áskor­ana for­sjáraðila. ACE-áföll geti haft veru­leg áhrif á heilaþroska, stjórn­un til­finn­inga og lík­am­lega heilsu.

Dagný seg­ir rann­sókn­ir und­ir­strika mik­il­vægi snemm­tækr­ar íhlut­un­ar og stuðnings fyr­ir börn sem hafa orðið fyr­ir nei­kvæðri reynslu til að draga úr lík­um á of­beld­is­hegðun síðar á æv­inni.

Kerfi sem brást

Amma drengs­ins spyr sig hvernig það megi vera að aldrei hafi verið gert for­sjár­hæfni­mat eða geðrænt mat á móður til að sjá hvernig og hvort færni hafi verið til staðar til að sinna þörf­um drengs­ins á nauðsyn­leg­an og heil­brigðan hátt?

Amma drengs­ins spyr sig hvernig það hafi mátt vera að marg­dæmd­ur of­beld­ismaður og góðkunn­ingi lög­regl­unn­ar byggi á heim­il­inu með vitn­eskju barna­vernd­ar, án þess að barnið væri verndað?

Amma drengs­ins spyr sig hvort starfs­menn barna­vernd­ar hefðu treyst eig­in börn­um til að búa með þannig manni?

Al­var­leg­ast seg­ir hún þó að drengn­um hafi verið leyft að flytja aft­ur til móður sinn­ar haustið 2021, eft­ir að hafa verið í góðu fóstri hjá ætt­ingj­um í 2 ár, þar sem hann sýndi mikl­ar fram­far­ir.

Hann hafi farið aft­ur inn á heim­ili móður sinn­ar án þess að tryggt hafi verið að hæfni henn­ar, geta til fram­færslu og geðrænt ástand hafi verið nægj­an­lega stöðugt til þess að veita hon­um þá nauðsyn­legu umönn­un sem hann svo sár­lega þurfti.

„Sú ráðstöf­un barna­vernd­ar dugði í 6 mánuði sem endaði í fyr­ir­vara­lausri fang­elsis­vist móður.“

Móðir drengs­ins var fang­elsuð í 20 mánuði rétt eft­ir að hann fermd­ist vorið 2022. Þrátt fyr­ir þá grafal­var­lega for­sögu seg­ir Dagný að barna­vernd hafi ekki leyst for­sjána til sín, held­ur hafi eini for­sjáraðil­inn hans verið móðir í fang­elsi er­lend­is.

Líf hans í frjálsu falli

Dreng­ur­inn hafi komið í fóst­ur á heim­ili fjöl­skyldu Dag­nýj­ar, tætt­ur og týnd­ur í sjálf­um sér. Hann hafi tekið ágæt­um fram­förum það ár en hún seg­ir ljóst að vandi hans hafi verið mik­ill.

Síðan hafi hann farið á heim­ili föður síns og stjúp­móður sem þá var ný­lega kom­in aft­ur í hans líf eft­ir margra ára fjar­veru.

Við heim­komu móður hans í janú­ar á síðasta ári hafi eng­in af­skipti verið að hálfu barna­vernd­ar. Móðirin hafi fengið dreng­inn til sín og hann lokað á föður sinn en  eft­ir það hafi líf hans verið í frjálsu falli.

„Til­kynn­ingu okk­ar til barna­vernd­ar sl. vor var ekki sinnt. Faðir bar áhyggj­ur sín­ar und­ir barna­vernd, en orð hans af­greidd sem for­sjár­deila. Eft­ir á að hyggja hefðum við átt að senda inn miklu fleiri til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar og brýna áköll okk­ar um aðstoð.“

Þegar ekki er unnið úr áföll­um geta áhrif þeirra flust á milli kyn­slóða að sögn Dag­nýj­ar. Þá sé talað um millikyn­slóða flutn­ing.

Seg­ist hún ekki ætla að ræða sögu dótt­ur sinn­ar ít­ar­lega en þó megi upp­lýsa að um hafi verið að ræða 24 ára langa þögn um mjög al­var­leg áföll og brot gagn­vart henni í bernsku.

Áföll sem urðu mik­ill áhrifa­vald­ur í henn­ar erfiðleik­um og fíkni­efna­neyslu og skerti færni henn­ar til að sinna sínu barni. Áföll sem fyrst komu fram í dags­ljósið síðasta sum­ar. Áföll sem eng­inn vissi um nema hún og henn­ar gerend­ur.

Dótt­ir Dag­nýj­ar hef­ur fengið brota­kennda þjón­ustu í vel­ferðar­kerf­inu en von Dag­nýj­ar stend­ur til þess að hún fái loks­ins þá öfl­ugu hjálp frá geðheil­brigðis­kerf­inu sem hún þarfn­ast. Hjálp, sem hún nauðsyn­lega þurfti fyr­ir öll­um þess­um árum.

Dagný seg­ir að áfal­la­upp­lýsta umönn­un þurfi að setja í for­gang. Það þýði að heil­brigðis- og fé­lagsþjón­usta verði að skoða, meta og taka á áhrif­um áfalla í lífi þeirra skjól­stæðinga.

Mark­miðin séu að bæta bæði and­lega og lík­am­lega heilsu.

Vakning varð um land allt við andlát Bryndísar Klöru. Karen …
Vakn­ing varð um land allt við and­lát Bryn­dís­ar Klöru. Kar­en Birna Ein­ars­dótt­ir Stephen­sen og Hrefna Dís Héðins­dótt­ir, með vegg­spjald í tengsl­um við und­ir­skrifta­söfn­un sem sneri að því að stjórn­völd hertu lög um vopna­b­urð á al­manna­færi­. Þær ásamt bekkj­ar­syst­rum sín­um, Tinnu Sig­ríði Helga­dótt­ur og Val­dísi Evu Ei­ríks­dótt­ur, stóðu að baki und­ir­skrifta­söfn­un­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Þverfag­leg barna­vernd og „Bryn­dís­ar­hús“

Hug­mynd­ir Dag­nýj­ar til að mæta þess­um stóru mark­miðum:

Efla þarf þverfag­lega þjón­ustu í barna­vernd og bæta inn fag­stétt­um sem hafa sérþekk­ingu í að meta áföll og áhrif þeirra á börn og for­sjáraðila þeirra.

Sér­stak­lega þarf að skoða áfalla­sögu for­sjáraðila. Áfalla­sér­fræðing­ar og fjöl­skyldu­fræðing­ar ættu að starfa inn­an barna­vernd­ar auk barna- og ung­linga­geðlækna, full­orðins geðlækna, geðhjúkr­un­ar­fræðinga og annarra sér­fræðinga sem hafa til þess bæra þekk­ingu.

Þess­ar fag­stétt­ir hafa þekk­ingu til að meta aðstæður og bregðast við geðheil­brigðis­vanda, bæði hjá barn­inu og umönn­un­araðila þess.

Þannig væri hægt að meta með betri hætti færni og getu umönn­un­araðila til að mæta þörf­um barna, og stíga þá fast­ar inn með nauðsyn­leg úrræði til að koma í veg fyr­ir að barnið skaðist.

Aukn­ar laga­heim­ild­ir þarf fyr­ir barna­vernd til að upp­lýsa aðra fjöl­skyldumeðlimi um erfiðar aðstæður barns, þegar ör­yggi þess er ógnað. Barn sem býr við erfiðar aðstæður ætti ekki að vera einka­mál for­sjáraðila þess, þó málið sé viðkvæmt. Leynd­ar­hyggja og trúnaður um slæm­ar upp­eldisaðstæður barns er ekk­ert annað en meðvirkni og vinn­ur gegn hags­mun­um barns­ins.

Barna­hús þarf að aðstoða öll börn sem orðið hafa fyr­ir al­var­leg­um ACE áföll­um, en ekki aðallega vegna kyn­ferðisof­beld­is. Búum til Barna­hús sem hjálp­ar til við öll al­var­leg áföll.

Búum líka til áfallamiðstöð fyr­ir full­orðna, sem eru skaðaðir vegna áfalla úr sinni æsku og öðrum áföll­um. Slík þjón­usta er und­ir­staða fyr­ir góða for­sjár­hæfni. Ég legg til að slík stofn­un heiti „Bryn­dís­ar­hús“.

Björg­um manns­líf­um

Að lok­um seg­ir Dagný í grein sinni að þjóðarsorg hafi ríkt á Íslandi vegna þessa máls. Blásak­laus stúlka hafi dáið vegna hnífa­árás­ar á Menn­ing­arnótt. Öll stönd­um við frammi fyr­ir þeirri áskor­un að skoða sam­fé­lags­gerð okk­ar og rýna í allt það sem bet­ur má fara.

Hún hafi leit­ast við að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar til þess að bæta aðbúnað að börn­um.

„Upp­eldi barna legg­ur grunn að þeirri sam­fé­lags­gerð sem við vilj­um helst lifa í. Það eru jú þau sem hlúa að okk­ur þegar við eld­umst, og það er þeirra að skapa framtíðar sam­fé­lagið næstu ára­tugi.

Ger­umst öll friðflytj­end­ur og ridd­ar­ar kær­leik­ans eins og for­eldr­ar Bryn­dís­ar Klöru hafa gert ákall um. Björg­um manns­líf­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka