Kallar gamla félaga heim

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðrún Haf­steins­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir flokk­inn sterk­an eft­ir lands­fund­inn. Hún seg­ir mik­il­vægt að flokkn­um vegni vel í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og kall­ar hún gamla fé­laga flokks­ins aft­ur heim.

    „Til­finn­ing­in er góð en ég skal al­veg viður­kenna að hjartað slær enn þá svo­lítið hratt. Það er al­veg ótrú­leg stemn­ing hér á þess­um fundi, bú­inn að vera góður andi,“ seg­ir Guðrún spurð um til­finn­ing­una eft­ir for­manns­kjörið.

    Seg­ir hún að sömu­leiðis hafi verið góður andi í kosn­inga­fram­boði sínu og Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, en aðeins 19 at­kvæðum munaði á þeim tveim­ur.

    „Ég tel að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn komi gríðarlega sterkt út úr þess­ari bar­áttu og út úr þess­um fundi.“

    Svo­lítið verið frá þing­störf­um

    Hver verða þín fyrstu verk sem formaður flokks­ins? 

    „Það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að leyfa mér aðeins að anda kannski næsta sól­ar­hring­inn. Ég þarf að hitta starfs­fólk flokks­ins og þing­flokk­inn minn,“ seg­ir Guðrún.

    „Ég hef verið svo­lítið frá, skal ég viður­kenna, núna í fe­brú­ar á fyrstu vik­um þings­ins og ég hlakka til að taka þátt í þing­störf­um af full­um krafti.“

    Þú hef­ur talað um að vilja sýna for­dæmi með því að end­ur­greiða þá styrki sem þið hlutuð áður en þið voruð skráð sem stjórn­mála­flokk­ur. Er það enn þá á borðinu og ef svo er, hvenær yrði farið í það?

    „Ég hef sagt að regl­ur eru regl­ur og lög eru lög og all­ir verða að fara eft­ir þeim. Ef það er niðurstaðan að flokk­ur­inn hafi eitt­hvað fengið greitt um­fram það sem hon­um ber sam­kvæmt regl­um eða lög­um þá mun­um við að sjálf­sögðu end­ur­greiða það,“ seg­ir Guðrún.

    Íslandi farn­ist best þegar flokk­ur­inn er stór, sterk­ur og sam­stillt­ur

    Hvað verður gert til að bæta flokk­inn, ekki bara í borg­inni, held­ur á landsvísu?

    „Af því að þú nefn­ir borg­ina þá er rétt rúmt ár í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar og það skipt­ir mjög miklu máli fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn að ná góðri niður­stöðu í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og sér­stak­lega hér í borg­inni. Ég mun róa að því öll­um árum að við náum góðum ár­angri á næsta ári,“ seg­ir Guðrún.

    Kall­ar hún eft­ir því að gaml­ir fé­lag­ar komi aft­ur til liðs við flokk­inn og seg­ist sömu­leiðis ætla að efla grasrót­ar­hreyf­ing­una.

    Nóg er fram und­an hjá nýja for­mann­in­um og seg­ist hún ekki munu draga af sér að vinna að frels­is­hug­sjón­inni á Íslandi.

    „Vegna þess að ég trúi því svo inni­lega að Íslandi farn­ist best þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stór, sterk­ur og sam­stillt­ur. Það er verk­efni mitt og okk­ar allra í flokkn­um núna næstu daga og miss­eri.“

    Fjög­ur ár frá upp­hafi stjórn­mála­fer­ils­ins

    Seg­ir Guðrún mik­inn heiður að vera fyrsta kon­an sem gegn­ir embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

    „Það er ekki langt síðan ég hóf stjórn­málaþátt­töku, það eru fjög­ur ár,“ seg­ir hún jafn­framt.

    Hún seg­ir að það hafi ekki verið per­sónu­leg­ur metnaður sem dreif hana í stjórn­mál held­ur að hún brenni fyr­ir hug­sjón Sjálf­stæðis­flokks­ins og að vinna að heill ís­lenskr­ar þjóðar og Íslands alls.

    For­veri þinn leiddi flokk­inn í 16 ár, er það mark­miðið að ná að leiða flokk­inn eins lengi?

    „Þá verð ég kom­in á átt­ræðis­ald­ur þannig að nei, ég tel það afar ólík­legt,“ seg­ir Guðrún og hlær.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert
    Loka