Var veðurteppur á Sprengisandsleið í þrjá daga

Vel gekk að finna ferðamanninn sem hafði gefið viðbragðsaðilum upp …
Vel gekk að finna ferðamanninn sem hafði gefið viðbragðsaðilum upp staðsetningu sína með GPS-hnitum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Lög­regl­an á Suður­landi óskaði á þriðju­dag eft­ir aðstoð áhafn­ar­inn­ar á TF-GNA, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, vegna ferðamanns sem var í vanda á Sprengisands­leið milli Þóris­jök­uls og Hofs­jök­uls.

Ferðamaður­inn hafði verið veðurteppt­ur á staðnum í þrjá daga og sendi því frá sér neyðarboð. Björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru einnig kallaðar út, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Gaf upp staðsetn­ingu sína

„Vel gekk að finna ferðamann­inn sem hafði gefið viðbragðsaðilum upp staðsetn­ingu sína með GPS-hnit­um. Áhöfn­in á TF-GNA aðstoðaði mann­inn við að taka sam­an búnað sem hann hafði meðferðis og viðkom­andi var flutt­ur með þyrlunni til Reykja­vík­ur. Ferðamaður­inn hafði verið í rúm­ar tvær vik­ur á ferðalagi en setið fast­ur á Sprengisands­leið í þrjá daga eins og áður seg­ir. Þegar þyrlu­sveit­in lenti í Reykja­vík hóf hún strax und­ir­bún­ing vegna ann­ars út­kalls, nú vegna veik­inda í Vest­manna­eyj­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að þyrlu­sveit­in hafi í níu skipti verið kölluð út í vik­unni vegna mála af ýms­um toga. Flest út­köll­in hafi verið vegna bráðra veik­inda en einnig vegna slysa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert