Aukin áhersla á neyslu grænmetis, ávaxta og heilkornavara

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Embætti land­lækn­is birti í gær end­ur­skoðaða út­gáfu op­in­berra ráðlegg­inga um mataræði fyr­ir full­orðna og börn frá tveggja ára aldri.

Fag­hóp­ur á veg­um embætt­is­ins vann að gerð ráðlegg­ing­anna sem byggja á bestu vís­inda­legu þekk­ingu á sam­bandi mataræðis og heilsu en einnig er tekið til­lit til mat­ar­venja þjóðar­inn­ar.

Í nýj­um ráðlegg­ing­um er auk­in áhersla á græn­meti, ávexti og heil­korna­vör­ur. Ný­mæli er um­fjöll­un um orku­drykki sem ekki voru al­geng­ir á markaði síðast þegar ráðlegg­ing­arn­ar komu út. Ráðlegg­ing­ar embætt­is­ins í þeim efn­um eru skýr­ar: orku­drykk­ir eru ekki ætlaðir börn­um og ung­menn­um und­ir 18 ára.

Minna er ráðlagt af rauðu kjöti en áður og áfram er varað sér­stak­lega við neyslu unn­inna kjötv­ara (s.s. pyls­ur, bjúgu, nagg­ar, bei­kon o.s.frv.), hvoru tveggja vegna auk­inn­ar krabba­meinsáhættu. Einnig er ráðlagt að tak­marka neyslu á mat­væl­um sem inni­halda mikið af fitu, salti og sykri og að forðast áfengi, meðal ann­ars vegna krabba­meinsvald­andi áhrifa.

„Við þurf­um að stefna að því að gera holla val­kost­inn að auðveld­asta kost­in­um,“ sagði Alma D.Möller, heil­brigðisráðherra og fyrr­ver­andi land­lækn­ir, í ræðu þegar kynnt­ar voru nýj­ar ís­lensk­ar ráðlegg­ing­ar um mataræði.

Alma ræddi um tengsl mataræðis og lýðheilsu og hvað mataræði hafi mik­il áhrif á heilsu fólks. Því væru op­in­ber­ar og aðgengi­leg­ar ráðlegg­ing­ar um mataræði sem byggja á gagn­reynd­um upp­lýs­ing­um afar mik­il­væg­ar.

Nýju ráðlegg­ing­arn­ar leggja höfuðáherslu á eft­ir­far­andi þætti:

  • Njót­um fjöl­breyttr­ar fæðu með áherslu á mat úr jurta­rík­inu

  • Velj­um græn­meti, ávexti og ber oft á dag

  • Velj­um heil­korn, helst þrjá skammta á dag

  • Velj­um fisk, baun­ir og lins­ur oft­ar en rautt kjöt - tak­mörk­um neyslu á unn­um kjötvör­um

  • Velj­um ósæt­ar og fitu­minni mjólk­ur­vör­ur dag­lega

  • Velj­um fjöl­breytta og mjúka fitu­gjafa

  • Tak­mörk­um neyslu á sæl­gæti, snakki, kök­um, kexi og sæt­um drykkj­um

  • Minnk­um saltið – not­um fjöl­breytt krydd

  • Velj­um vatn um­fram aðra drykki

  • Forðumst áfengi - eng­in ör­ugg mörk eru til

  • Tök­um D-víta­mín sem bæti­efni dag­lega
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert