Formennirnir standa með Gunnari Smára

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, …
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður kosningastjórnar og borgarfulltrúi. Samsett mynd mbl.is/Karítas/Eggert

For­menn stjórna Sósí­al­ista­flokks­ins hafna ásök­un­um Karls Héðins Kristjáns­son­ar, for­seta ungliðadeild­ar flokks­ins, á hend­ur Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar, for­manni fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins.

Greint var frá af­sögn Karls Héðins úr kosn­inga­stjórn flokks­ins í gær. Sakaði hann Gunn­ar Smára m.a. um trúnaðar­brot, of­ríki og and­legt of­beldi.

„Ég get ekki leng­ur starfað inn­an for­ystu sem huns­ar lýðræðis­lega gagn­rýni, viðheld­ur óheil­brigðri menn­ingu og refs­ar þeim sem benda á vanda­mál­in,“ skrifaði Karl í bréfi sem hann sendi flokks­mönn­um.

Í kjöl­far ásak­an­anna boðaði Gunn­ar Smári til skyndi­fund­ar til þess að fara yfir bréf Karls Héðins. 

mbl.is reyndi að ná tali af Gunn­ari Smára í morg­un en hann kvaðst vera upp­tek­inn. Þess í stað sendi hann frá sér til­kynn­ingu formanna.

Frá skyndifundi Gunnars Smára í gær.
Frá skyndi­fundi Gunn­ars Smára í gær. mbl.is/​Karítas

Al­menn ánægja yfir 90%

„Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sendi ný­verið út könn­un meðal fé­laga um ánægju þeirra með flokks­starfið, stefn­una og þau áhrif sem flokk­ur­inn hef­ur haft á sam­fé­lagsum­ræðu sl. ár. Al­menn ánægja þeirra 15% fé­laga sem svöruðu var yfir 90% í öll­um spurn­ing­um nema um niður­stöður kosn­ing­anna,“ seg­ir í til­kynn­ingu formann­anna.

Karl Héðinn sagði af sér í mót­mæla­skyni eft­ir sam­eig­in­leg­an fund stjórna sem fór fram á laug­ar­dag.

Sagði hann að á vinnu­helgi flokks­ins um upp­gjör við kosn­inga­bar­átt­una hafi fé­lags­menn og fram­bjóðend­ur komið úr öll­um kjör­dæm­um sam­an með það að mark­miði að læra af reynslu kosn­inga­bar­átt­unn­ar og að sam­hljóm­ur hafi verið um þau skref sem flokk­ur­inn þyrfti að stíga.

Segja 1,5% fé­lags­manna hafa setið vinnufund­inn

„Í stað þess að vinna raun­veru­lega með þessa vinnu ákvað lít­ill valda­kjarni inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar að hunsa þessa niður­stöðu og boða til sam­eig­in­legs fund­ar stjórna um niður­stöðu net­könn­un­ar sem túlkuð var þannig að „allt væri í lagi,““ skrifaði Karl í bréfi sínu en for­menn­irn­ir hafa nú svarað því í til­kynn­ingu sinni:

„Vinnufund kosn­ing­ar­stjórn­ar, sem Karl Héðinn vís­ar til, sátu 1,5% fé­laga. Niður­stöður fé­lags­könn­un­ar­inn­ar sýna því að al­menn ánægja rík­ir um starf Sósí­al­ista­flokks­ins og end­ur­spegla eng­an veg­inn van­traust á formann fram­kvæmda­stjórn­ar, Gunn­ar Smára Eg­ils­son.“

Und­ir til­kynn­ing­una kvitta Sara Stef. Hild­ar­dótt­ir, vara­formaður fram­kvæmda­stjórn­ar, María Pét­urs­dótt­ir, formaður mál­efna­stjórn­ar, og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, formaður kosn­inga­stjórn­ar.

Leiðrétt­ing: Í upp­haf­legri frétt stóð að Karl Héðinn væri fyrr­ver­andi for­seti ungliðadeild­ar Sósí­al­ista­flokks­ins. Hann er enn for­seti en sagði sig úr kosn­inga­stjórn flokks­ins. Frétt­in hef­ur því verið upp­færð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert