Skikkjur og hárkollur fyrir þingmenn

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Karítas

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar, legg­ur til að sett­ar verði skýr­ar regl­ur yfir klæðaburð þing­manna svo þeir geti vitað hvað telj­ist viðeig­andi klæðaburður. Jafn­vel tel­ur hann að taka ætti upp bún­inga fyr­ir þing­menn og nefndi í því sam­hengi skikkj­ur og hár­koll­ur.

Þetta kom fram í ræðu hans und­ir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Jón stóð við fyrri orð sín á þingi þegar kem­ur að umræðu um klæðaburð þing­manna, en mikla at­hygli vakti ræða hans um miðjan síðasta mánuð þar sem hann rakti mál þegar for­seti þings­ins hafði gert at­huga­semd­ir við klæðaburð hans, en Jón hafði verið í galla­bux­um. Sagði Jón í þeirri ræðu sinni að hann hlakkaði til að halda þess­ari umræðu áfram og að hann væri með fjölda hug­mynda.

Í ræðunni í dag nefndi Jón að hann hefði und­an­farið séð aðra þing­menn í galla­bux­um og að það hafi valdið hon­um áhyggj­um og truflað ein­beit­ingu sína. Galla­bux­urn­ar voru þó ekki það versta við fatnað þing­manna að mati Jóns:

„Og það sem verra er, kakíbux­ur, ég hef líka séð fólk í kakíbux­um hérna. Mér finnst þetta vera eitt­hvað sem við þurf­um að fara aðeins að setja niður bara þannig að það sé skýrt fyr­ir okk­ur hverju við get­um klæðst og hverju ekki og hvort við ætt­um jafn­vel að fara að taka hér upp ein­hverja bún­inga.“

Nefndi hann í fram­hald­inu skikkj­ur og hár­koll­ur sem hann taldi geta verið glæsi­leg­an bún­ing fyr­ir þing­menn. Bauð hann sig í fram­hald­inu fram til að vera hluti af vinnu þings­ins við bún­ing­a­regl­ur og klæðaburð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert