„Gagnrýnin er í raun að beinast að röngum aðila“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra, segir að gagnrýnin eigi …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra, segir að gagnrýnin eigi frekar að beinast að stjórnvöldum. mbl.is/Eyþór

„Mér finnst gagn­rýn­in á Barna- og fjöl­skyldu­stofu mjög órétt­mæt. Nú er ég búin að eiga marga fundi með þessu fólki og ég finn hvað þau brenna fyr­ir mál­un­um og hvað þau eru að leggja sig fram. Þau geta ekki sagt nei við neitt barn. Þau taka við öll­um og oft og tíðum í al­gjör­lega von­laus­um aðstæðum.“

Þetta sagði Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, mennta- og barna­málaráðherra, þegar mbl.is náði tali af henni eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un og innti hana viðbragða við gagn­rýni for­eldra barna sem glíma við fíkni­vanda, sem beinst hef­ur gegn stofn­un­inni.

Í sam­töl­um við mbl.is hafa for­eldr­ar lýst upp­lif­un sinni af al­gjöru úrræðal­eysi og segja að þeim hafi verið gefn­ar falsk­ar von­ir um úrræði í sjón­máli.

„Gagn­rýn­in er í raun að bein­ast að röng­um aðila. Hún á í raun að bein­ast að rík­inu,“ seg­ir Ásthild­ur og ít­rek­ar það sem hún hef­ur áður sagt, að um sé að ræða upp­safnaðan vanda. Vert er þó að taka fram að Barna- og fjöl­skyldu­stofa er rík­is­stofn­un sem heyr­ir und­ir mennta- og barna­málaráðuneytið.

Ásthild­ur seg­ir að árið 2011 hafi Barna­vernd­ar­stofa, for­veri Barna- og fjöl­skyldu­stofu, varað við að það stefndi í neyðarástand í mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda.

„Og við erum hér í dag og það er ekk­ert búið að gera. Við erum hér í dag að tak­ast á við þetta og gera allt sem við get­um, en við verðum að fá smá tíma til þess.“

Falsk­ar von­ir auka álag á fjöl­skyld­ur

Síðastliðinn sunnu­dag birt­ist á mbl.is viðtal við móður 14 ára drengs með fíkni­vanda sem stóð mánuðum sam­an í þrot­lausri bar­áttu við að koma drengn­um í meðferðarúr­ræði á veg­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu, en fannst hún fá litla áheyrn og upp­lifði tak­markaðan skiln­ing starfs­fólks á al­var­leika vand­ans sem ágerðist mjög hratt.

Ítrekað voru vakt­ar hjá henni falsk­ar von­ir um að úrræði væri í augn­sýn. Henni fannst sem upp­lýs­ing­ar væru gefn­ar eft­ir hent­ug­leika og ekk­ert skeytt um hvort þær stæðust eða ekki.

Þá sagði móðirin að stofn­un­in hefði líka ít­rekað gefið bæði barna­vernd og lög­reglu rang­ar upp­lýs­ing­ar, ekki bara for­eldr­um, sem og eft­ir­lits­stofn­un­um á borð við umboðsmann Alþing­is og gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála.

Hún er ekki eina for­eldrið sem lýst hef­ur erfiðum sam­skipt­um, tak­mörkuðum skiln­ingi og al­gjöru úrræðal­eysi af hálfu Barna- og fjöl­skyldu­stofu, en mbl.is hef­ur rætt við for­eldra nokk­urra barna sem segja svipaða sögu.

Þá sagði Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna, í sam­tali við mbl.is það ótrú­lega mikið álag á for­eldra barna í vanda að fá ít­rekuð vil­yrði fyr­ir þjón­ustu sem aldrei stæðist. Fólk yrði að fá rétt­ar upp­lýs­ing­ar svo það gæti gert ráðstaf­an­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert