Reyndu að þvinga mann til að taka út pening

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að til­kynnt hafi verið um tvo ein­stak­linga sem hafi verið að reyna að þvinga ann­an mann að taka út pen­ing í hraðbanka á Seltjarn­ar­nesi í dag. Árás­ar­menn­irn­ir voru farn­ir er lög­reglu bar að garði.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu yfir verk­efni dags­ins.

192 mál á tólf tím­um

Þar kem­ur fram að nú síðdeg­is gistu þrír ein­stak­ling­ar í fanga­klefa. Alls hafa verið bókuð 192 mál í kerf­um lög­reglu á tíma­bil­inu frá 05:00 til 17:00.

Verk­efn­in eru líkt og vana­lega af ýms­um toga. Meðal ann­ars var til­kynnt um ein­stak­ling sem var bú­inn að hreiðra um sig í fyr­ir­tæki í hverfi í miðborg­inni. Viðkom­andi var kærður fyr­ir þjófnað og hús­brot.

Stal orku­stykki

Þá læstu fíkni­efna­neyt­end­ur sig inni á kló­setti hjá fyr­ir­tæki í hverfi í miðborg­inni. Þeim var vísað út af lög­reglu.

Lög­regl­an hafði svo hend­ur í hári ein­stak­lings sem var tek­inn fyr­ir hnupl í versl­un í miðborg­inni. Um var að ræða eitt orku­stykki.

Þá voru tvær ung­ar stúlk­ur tekn­ar fyr­ir þjófnað frá versl­un í Háa­leit­is- og Bú­staðahverfi.

Ölvaður á hjóli

Í Kópa­vogi var svo til­kynnt um um­ferðaró­happ þar sem ölvaður reiðhjóla­maður hjólaði á bif­reið.

Lög­regl­an grein­ir enn frem­ur frá því að hóp­ur af ung­menn­um hafi verið að hrella fólk í Mjódd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert