Starfsfólk segir Félagsbústaði óstarfhæfa

Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna stofnunarinnar með starfshætti framkvæmdastjórans, Sigrúnar …
Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna stofnunarinnar með starfshætti framkvæmdastjórans, Sigrúnar Árnadóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekk­ert verður af því að stjórn Fé­lags­bú­staða sendi fram­kvæmda­stjór­ann, Sigrúnu Árna­dótt­ur, í leyfi, þrátt fyr­ir ákall starfs­manna þar um.

Þess í stað hef­ur verið ákveðið að leita til ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is í starfs­manna­mál­um til að fara yfir þau vanda­mál sem skap­ast hafa hjá Fé­lags­bú­stöðum í kjöl­far þess að fram­kvæmda­stjór­inn rak starfs­mann fyr­ir­vara­laust úr starfi á starfs­manna­fundi sem hald­inn var fyr­ir hálf­um mánuði. Þetta var kunn­gjört á fundi stjórn­ar­for­manns með starfs­fólki í gær.

Kom þessi niðurstaða starfs­fólki á óvart, enda ný­lega búið að kanna starfs­ánægju á vinnustaðnum sem mæld­ist afar lít­il, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Í bréfi sem starfs­menn sendu borg­ar­stjóra fyr­ir viku kvart­ar starfs­fólk yfir því að ekki hafi orðið vart við viðbrögð stjórn­ar af nokkr­um toga, eða að stjórn ætli sér að taka á mál­un­um.

Segja þeir að Sigrún Árna­dótt­ir hafi komið fram „með hroka og vals­ar um í sinni yf­ir­burðastöðu sem fram­kvæmda­stjóri og ger­ir til­raun­ir til að end­ur­skrifa sög­una sér í vil. Fyr­ir­tækið hef­ur verið óstarf­hæft alla vik­una, starfs­fólki hef­ur liðið mjög illa og ástandið verið skaðlegt heilsu þess. Einn starfsmaður er nú þegar kom­inn í veik­inda­leyfi. Viðvera Sigrún­ar í vinn­unni alla vik­una gef­ur sterk­lega til kynna að stjórn geri sér ekki grein fyr­ir al­var­leika máls­ins,“ seg­ir í bréf­inu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert